Friday, February 08, 2008

Fjarlægðin gerir fjöllin blá...

Og enn á ný er kominn föstudagur! Ég held að það hljóti að vera búið að kippa út einum degi í vikunni (er ég alltaf að tala um þetta...). Ég skoppaði í skólann eldsnemma í morgun (eða keyrði sko) og var vöknuð strax í öðrum tíma eftir að ég hafði sturtað í mig tvöföldum expressó í fyrstu frímínútunum! Ég fékk nefnilega þennan fína gest í gærkveld og varð að mýkja hana með hvítvíni, eftir að ég hafði látið út úr mér einhver ógætileg orð um nöldur og tuð í kvenfólki ;) og okkur tókst bara að blóðmjólka kúna ;) . Svo ég var sybbin í morgun. Eftir skóla fór ég og skilaði einum pössunarkettinum (núna eru "bara" tveir kettir á heimilinu) og sá svo auglýsta útsölu í Eymundsson, sem ég gat ekki horft framhjá...ætlaði nú reyndar bara að kaupa mér penna (það er eitthvað pennasvarthol hér á heimilinu fullt af horfnum pennum) en endaði með 3 bækur og nokkra penna, (og tvær bókanna voru ekki einu sinni á útsölu)! Svo skutlaði ég Mikael til vinar síns og við Kristján fórum í verslunarleiðangur í Nettó. Kristján var voða fegin að komast aðeins út úr húsi, enda búinn að vera veikur í viku.
Ég velti því svolítið fyrir mér í búðarferðinni, hvað stór hluti fólks (og þá er ég að tala um fullorðið fólk) er ofsalega ótillitsamt við náungann. Það væri allt miklu auðveldara ef fólk væri aðeins meira meðvitað um það að það er annað fólk í kring um það!
Kurteisi kostar ekkert :) svo ég held að allir ættu að vera örlátari á hana, lífið yrði svo miklu skemmtilegra fyrir vikið.
Hef lokið eystri úr viskubrunni mínum í bili ;)
Góða helgi Helgi :) og þið öll hin líka ;)

Till next...adios

No comments: