Friday, May 23, 2008

Einkunnir og Eurovision

Eurobandið klikkaði ekki í gær og kom okkur í aðal keppnina, alveg eins og tölfræðin sagði til um ;)
annars var maður spauglaust alveg að springa úr monti þegar þau fluttu lagið, gæsahúð og þjóðarrembingur í bland...og svo voru mikil gleðiöskur hjá mér og strákunum þegar það var sagt að Ísland hefði komist áfram :) Auðvitað erum við best ;) eins og alltaf, hinar þjóðirnar fatta það bara ekki alltaf ;)

Fékk síðustu en ekki sístu einkunnina mína í gærkveldi, fékk 8 í Upplýsingarýni, svo nú eru allar einkunnir komnar og lítur þetta þá svona út í heildina:

Afbygging 20.aldar: 7 meðaleink; 7,2
List og fagurfræði: 7 meðaleink; 8,2
Upplýsingarýni: 8 meðaleink; 6,72
Siðfræði og álitamál: 8 meðaleink; 6,5
Ljósvakamiðlun: 8,5 meðaleink; 8,3
Inngangur að fjölmiðlafræði: 9,5 meðaleink; 7,48

Mér reiknast það sem svo, að ég hafi sum sé 8 í meðaleinkunn :) MONT MONT MONT ;) hehe.
Er bara gríðarlega ánægð með þessar einkunnir og sérstaklega þar sem ég tók 2 auka einingar, svo hver veit hvað maður gerir næst ;)

Jæja, ætla að drífa mig úr fjárhúsagallanum og í fínu fötin fyrir leikhúsferð á eftir...Killer Joe...
spennó, svo sjálf aðal Júróvisjón á morgun...ÁFRAM ÍSLAND.....ÁFRAM ÍSLAND.....ÁFRAM ÍSLAND.....

Till next...adios

2 comments:

Elísabet Katrín said...

Meðaleink; er sko meðaleinkunnin yfir alla sem tóku próf í þessum áfanga...ekki mín meðaleink ;)

Anonymous said...

Flottar einkunnir:) Til hamingju Eló þetta er frábært hjá þér, ég var spæld með Rússalagið þokkalega leiðinlegt lag úpps,,en við stóðum okkur vel:)