Friday, May 16, 2008

Stríð

Ég vaknaði nokkuð spræk í morgun og dreif mig í sveitina, við Sverrir vorum voða dugleg að marka, sprauta, gefa ormalyf og setja lambærnar út í góða veðrið, samt slatti eftir inni enn ;)
Á heimleiðinni hugsaði ég um að nú skyldi ég aldeilis leggja mig í sófann fram að kvöldmat...en þegar ég var að rölta að húsinu þá fattaði ég að það átti víst að taka garðarusl úr görðunum í dag.(Svona hreinsunarvika í gangi...hummm)
Þar sem ég hafði lengi ætlað að saga niður örfáar greinar sem stóðu svolítið út á götu, þá ákvað ég að fresta leti-sófanum og náði í sögina góðu. Ég sagaði og sagaði og tók nokkrar greinar sem voru full neðarlega fyrir minn smekk...og þá fór ég að spá í runna helv.... sem er hér við eitt húshornið, þetta er risa runni með risa risa RISA stórum göddum allsstaðar! En runninn var farinn að vaxa ískyggilega fyrir einn gluggann.
Og ég fór að saga, og runninn fór að stinga mig og ég sagaði meira og í hvert skipti sem runna kvikindið stakk mig þá sagaði ég eina grein í viðbót! Auga fyrir auga! Í stuttu máli þá var ég í garðinum frá kl.17:00-20:00 og þótt ég sé útúrstungin með blóðidrifnar hendur þá er minna eftir af runnanum heldur en mér...hehe. En runna skrattinn elti mig alla leið inn og ég var að tína síðustu gaddana úr hárinu á mér í sturtu...hann ætlaði ekki að gefa sig!
En ég var og er algerlega að niðurlotum komin...hefði sennilega verið gáfulegra svona heilsufarslega að henda mér í sófann heldur en að henda mér í runnann...
En veðrið er gott eigi að síður :)
Farin að leggja mig í sófann...

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Með illu skal illt út reka.. eða þannig. Ég er svo heppin að hafa ofvirkan nágranna sem hreinsar alltaf lóðina við blokkina ein og sjálf. Til hamingju með einkunina hjá ítalanum, ertu ekki bara ánægð með hana? Sammála þér með klúbbinn á þriðjudaginn. Góður matur, gott vín (og nóg af því) og góður félagskapur. Heilsist þér.