Friday, May 09, 2008

Hvítasunnuhelgarhret

Já, það hefur ekki verið sérlega gott veður í dag, fyrst var kalt og suddi en svo varð kaldara og fór bara að snjóa. Öll tún voru orðin mjalla hvít þegar ég fór úr sveitinni eftir kaffið í dag. En það er víst von á betri tíð með blóm í haga mjög fljótlega...svo þá verður vonandi hægt að koma slatta af lambám út. Voðalega er ég farin að tala bóndalega ;) hehe...
Allt annað, tata...fékk einkunn nr. tvö í dag, en það var List og fagurfræði (prófið sem mér gekk illa í) og ég fékk 7 mér til mikillar furðu. Tel það full víst að kennarinn hafi tekið á þessu mjög mjúkum höndum, hélt að ég hefði klúðrað þessu próf big time! Jæja, bara ánægð með þetta, enda var þetta svona auka fag, sem ég lagði enga ofuráherslu á, meira svona til gamans og næla mér í tvær auka einingar, sem ég hef eflaust ekkert að gera við ;) en ég veit þó að þetta er hægt...vonandi, á reyndar eftir að fá út úr 4 áföngum ennþá...og þar á meðal crazy enska prófinu í afbyggingu 20.aldar. Mér skylst að það sé bara nokkuð gott að fá 6 úr þeim áfanga... Jæja, best að vera ekki að spá of mikið í þessu svona fyrir fram, þetta er víst komið úr mínum höndum og í heldur kennaranna :)
Hafið það gott í snjónum...og munið að sumarið kemur aftur á sunnudaginn :)

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þessa fínu einkunn. Ég vona svo sannarlega að sumarið komi á sunnudaginn. Veistu nokkuð klukkan hvað?

Anonymous said...

Móðir góð það kemur nákvæmlega klukkan 08:17.... Og það er eins gott að það bresti á með bongóblíðu. Ég er alveg búin að fá nóg að vetri!

Til hamingju með þessa fínu einkunn.

Anonymous said...

Jæja dóttir mín ástkær! Sumarið kom bara ekkert 08:17. Veistu ekki að það er ljótt að ljúga að móður sinni? En það kemur...á endanum. Gaman að nota bloggið hennar Elóar í samskipti okkar á milli:-)Hafið það sem allra best báðar.