Sunday, May 11, 2008

Hvítasunnudagur

Gleðilega hvítasunnu og mæðradag :)
Í tilefni dagsins var ég í fríi frá burðarstörfum og notaði daginn í þvott, tillagningu og skúringar :) núna lítur stofan bara vel út í fyrsta skiptið síðan um jól...en ég hugsa að ég geti talið mínúturnar þangað til að hún fer á hvolf aftur! Reyndar er ég búin að tuða í strákunum nokkuð oft í kvöld að ganga betur um.En þeir taka því eins og hverju öðru tuði...
Annars er ég búin að vera voðalega löt í dag...drattaðist ekki á fætur fyrr en um hádegið, ætlaði svo að skella í pönnsur í kaffinu en varð ekkert úr því vegna skúringa...en svona í sárabætur þá bakaði ég pönnukökur handa strákunum í kvöldkaffi :) Svo er bara að drífa sig í sveitina í fyrramálið í áframhaldandi sauðburð í sumarblíðunni, sem byrjaði í dag ;)
Jæja, er voða eitthvað hugmyndasnauð í og veit ekkert hvað ég á að skrifa...nenni ekki einu sinni að skammast út í neitt og þá er nú mikið sagt...

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Þá segi ég bara til hamingju með mæðradaginn um daginn... Takk fyrir ALLAR afmæliskveðjurnar, og sjáumst eftir nokkra daga!!!