Wednesday, August 01, 2007

1.ágúst

Það var bara með miklum vilja og sjálfsaga að ég gat haldið aftur af mér í dag og sleppt því að æða út í búð og eyða "öllum" barnabótunum mínum í vitleysu.
Þess í stað borgaði ég nokkra reikninga, fór á bókasafnið og fékk mér nægjanlegt lesefni til næstu aldamóta.
Bókalistinn hefur aldrei verið svona "menningarlegur" áður eftir ferð á bókasafnið:

Mannkynssaga - frá miðri nítjándu öld til vorra daga.
Fólk í fjötrum - baráttusaga íslenskrar alþýðu.
Nútímasaga (reyndar gefin út 1985 svo það er spurning hvort hún er nútímaleg...hmmm)
Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag - Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi 1

Hananú! Svo þykist ég ætla að vera voða dugleg og lesa og reyna að vita eitthvað smá þegar skólinn byrjar. En kanski verður bara ekkert farið út í þetta lesefni, en það hlýtur að nýtast mér á einn eða annan hátt.
Svo aðalástæða þess að ég er að reyna að halda í þessar krónur sem ég fékk í dag, er að ég ætla að fjárfesta í fartölvu fljótlega(hér eftir kallað FFF). Og þá hugsa ég að það sé kanski ekki verra að eiga einhverja greiðslu upp í það.
Annars ætla ég nú ekki að kvarta yfir að hafa ekki fengið fúlgu fjár frá skattinum í dag. Þetta er reyndar í fyrsta skiptið í mörg ár þar sem ég þarf ekki að borga neinn skatt!
Bara dregið af mér eitthvað gjald í framkvæmdarsjóð aldraðra (sem mér skylst að sé aldrei notaður í það sem á að nota hann í) og svo fæ ég restina að barnabótunum.
En þetta er nú kanski afleiðing þess að ég geri skattaskýrsluna mína sjálf, á ekki neitt og skulda næstum ekki neitt...ennþá ;)
En ég sé nú ekkert eftir þessum krónum í ríkiskassann, læt ekki mitt eftir liggja í að halda þessu yndislega landi gangandi :)
Ísland er land mitt....tralalalalalalalala la la...

Till next...adios

3 comments:

Hanna Stef said...

Sæl. Ertu viss um að þú ætlir ekki að nota bækurnar sem lóð? Þú manst, styrktaræfingarnar sem ég sagði þér frá í gær!! Ég skulda helv. helling og fékk nokkrar krónur frá skattmann í gær en hef sýnt gífurlegan styrk og ekki eytt krónu af þeim:-)Langar samt í góða skó í vinnuna. Verð að skoða þína sem þú dásamar svona;-) Annars er það títt úr eldhúsinu að nýja uppþvottavélin fór í gang í dag og mikil hamingja á öllum hæðum FSA held ég bara. Bestu kveðjur.

Eva Rut said...

Já gríðarleg gleði ríkti á FSA í dag;) Haldin vegleg opnunarhátíð;)En annars er ég ekki jafn dugleg og þið. Það er farið að rjúka úr kortinu mínu! Það er alltaf eitthvað sem vantar!!! Það hefði samt verið gaman ef ég hefði getað keypt eitthvað fallegt handa mér:( Kannski næst.

Þráinn said...

Hey...hvað varð um bókmenntirnar okkar?