Friday, August 24, 2007

Hikk

Já, góðir hálsar...nú er sko háskólalífið byrjað fyrir fullri alvöru.
Það var pizza og bjór í boði nemendafélagsins á Parken í kvöld, og ég, eins og sannur íslendingur, lét ekki mitt eftir liggja....gjörsamlega tróð í mig pizzum og frönskum og þambaði svo bjór eins og lindarvatn.
Er nú kanski aðeins að ýkja, en þar sem ég las í blaði um daginn að maður ætti aldrei að fara að sofa undir áhrifum, þá sit ég nú bara hérna og blogga.
Annars er gallinn við svona kvöld, að fólk er að tala voða mikið og voða áhugavert, en það er bara svo mikill hávaði að maður bara kinkar kolli og brosir og þykist heyra allt...en er svo bara engu nær um viðkomandi manneskju!
Annars er ég líka búin að komast að því að það eru MJÖG fáir karlmenn í háskólanum á Ak. það eru nokkrir stráklingar, en svo virðist sem kvenþjóðin sé að hertaka námsbrautir skólanna. Hvernig er með ykkur karlmenn? Ætliði bara að fara að leyfa kellingunum
að ráða öllu???
Áður fyrr mér öðruvísi brá.
Svo er aftur djamm á morgun, í Kjarnaskógi....frá kl.14:00-17:00 og svo aftur eftir kl.20:00!
Hugsa nú að ég verði að sleppa kvölddjamminu, þar sem það ku víst æskilegt að ég mæti í búðkaup morguninn eftir...í sveit mýanna.
Keypti mér prenntara í dag, fór að kaupa skóladót fyrir strákana, og fanst alveg ótækt að kaupa ekkert handa mér ;) svo ég greip með mér einn prentara.
Svo núna get ég prenntað út hin ýmsu eitthvað...finn eitthvað út úr því, get amk prentað sem ég hef ekki getað leeeeengi.
P.s ég er ekki ennþá búin að komast að þessu með Pálma Gunnarsson, og ég bíð alveg rooooosalega spennt eftir mánudeginum :)
En fyrst; brúðkaup og djamm.....og ekkert endilega í þessari röð ;)

Till next...adios

No comments: