Tuesday, August 21, 2007

Sulta

Ég keypti mér blandaða berjasultu um daginn, og er að verða búin með meira en hálfa krukkuna! Hún er bara svo þvílíkt góð, sérstaklega með camenbert-osti og bruðum ;)
Ég kom hundblaut úr grillinu í skólanum í dag, reyndar var ekki bara grill, heldur líka ratleikur sem mitt lið, sem var númer 6, skíttapaði í :)
Annars var þetta fínt, hlaupa úti í rigningunni (þá kom sér nú vel að vera nýbúinn að halupa 10km í Rvk.) og borða grillaðar pylsur á eftir.
Svei mér þá ef ég kann ekki bara vel við mig í skólanum.
Svo er maður strax farinn að segja: "jess, það er bara eftir hádegi á morgun", sem er kanski ekki eins gott, að tileinka sér leti strax á nýnemavikunni, og lærdómurinn sjálfur ekki einusinni byrjaður!
En ég get nú afsakað mig með því, að tæknilega er ég ennþá í sumarfríi :) svo það má bara segja að ég sé dálítið dugleg að vera í skóla í sumarfríinu mínu :) hehe

Till next...adios

2 comments:

Þráinn said...

Eru frímínútur sem sagt uppáhalds tíminn þinn í skólanum:D

Elísabet Katrín said...

Jamm :) ekki spurning!