Tuesday, August 28, 2007

Bilun eða brjálæði?

Púfff, ég veit ekki hvort ég er að verða veik, eða bara svona hrikalega þreytt! Vona nú samt að þetta sé bara þreyta.
Mætti eldsnemma í morgun og fór í "val-fags-leit" þar að segja, ég þurfti að finna mér val-fag, og það virtist ætla að verða þrautin þyngri. Aðallega samt út af því að það er ekki svo margt í boði núna, og það sem er kennt, það stangast endalaust mikið á við stundarskrána mína :/
En kl.08:10 mætti ég í : "Meginþættir í þróunarmálum", sem ég hafði hugsað mér að yrði áhugavert, og tíminn passaði fínt. En fuss og svei, það voru tveir skiptinemar í tímanum (frá Litháen) og þá varð kennslan að fara fram á ensku, og ekki nóg með það, þá voru þetta annars-og þriðja árs nemar, sem virtust vita allt og búnir að nota sumarfríið í að kynna sér málið. Mér fannst sumir bara ætla að bjarga heiminum, stöðva fátækt í Afríku og þótt víða væri leitað ;) Ég var alveg uppgefin eftir að hafa setið þarna í 4 tíma, og var farin að hallast að því að gáfulegra væri að fara í Ítölsku! En ákvað svo að kíkja í tíma í "Myndfræði og myndnotkun í fjölmiðlum" og það virkaði bara svona hrikalega spennandi. Jafnvel þótt að ég hafi komist að því að það er kennt með 3.árs nemum í fjölmiðlafræði. Ekki jafn skerí og hitt ;)
En nóg um það í bili.
ÉG gjörsamlega gleymdi að greina frá þeim merkilega atburði um daginn ,að garðurinn var sleginn! En reyndar var sá galli á gjöf njarðar,. að hann er illa sleginn, og ennþá hey út um allt, bæði í litlum heysátum og einnig á dreif um garðinn....svo þetta er alveg spurnig hvort var skárra..
Einnig finnst mér núna leiðinlegt að búa við hliðina á leikskóla! Agalega geta þessir krakkar haft mikin hávaða!
Jæja, held að ég hætti núna að bulla, og reyni frekar að hvíla mig aðeinsl.

Till next...adios

No comments: