Monday, August 13, 2007

Nýja fartölvan :)

O já, þið lásuð rétt, nú er ég búin að fjárfesta fyrir lausafé heimilisins, en er orðin fartölvu ríkari. Varð bara að blogga aðeins og segja frá því.
Þetta er skínandi hvít DELL tölva og mér finnst hún flott, sem er nú samt kanski ekki aðalatriðið, heldur að hún virki vel :)
Ég er amk búin að hafa það af að tengjast þráðlaust netinu :)
Er bara meira tækniundur en ég hélt...

Afmælisveislan fyrir Nonna bró gekk bara ljómandi vel, mikið etið og talað.
Svo er gaurinn að fara að gifta sig eftir 2 vikur svo það er skammt stórra högga á milli hjá honum!

Ég sókti um 20-30% vinnu hjá mínum gamla vinnustað, en stjórn FSA leggst gegn því að ég verði ráðin í þá stöðu, veit ekki hvort það er persónulegt eða...hummm, finnst það ansk... skítt eftir 16 ára starf.
En ég er sem sagt á lausu í íhlaupavinnu að ýmsu tagi, vantar smá vinnu með skólanum, svona til að eiga fyrir salti í grautinn og saft út á líka ;)
Kanski líka bara best að kúpla sig alveg út úr þessu....
Ætla amk ekki að bögga mig á því, heldur horfa bjartsýn fram á veginn og hlakka til skóladaga :)

Og svona rétt í lokin, ef einhver skyldi hafa misst af því.....MÉR FINNST NÝJA FARTÖLVAN MÍN FLOTT :)

Till next...adios

1 comment:

Þráinn said...

Til hamingju með nýju tölvuna. Dell klikkar ekki:)