Thursday, August 02, 2007

Bjartsýni eða brjálæði?

Góðan dag gott fólk.
Ég var vöknuð eldsnemma í morgun (á undan börnum og vekjaraklukku er MJÖG snemma) og ákvað að lesa örlítið af þessum 15 kg sem ég fékk á bókasafninu.
Þá reyndar rann á mig mikil syfja aftur, rétt mátulega ætlaði ég að leggja mig aftur, þegar Mikael vaknaði. Og þá var nú ekki aftur snúið í rúmið...
Drattaðist á fætur, sparkaði tölvunni í gang og í einhverju bjartsýniskasti skráði ég mig í Reykjavíkurmaraþonið 18.ágúst 2007 :)
Fólk getur meira að segja heitið á mig, og þá renna þeir peningar til styrktar ADHD-félaginu.
Ætla nú reyndar "bara" að hlaupa 10 km.
En kanski 21 km á næsta ári ef ég kemst skammlaust frá þessu ;)
Þetta er a.m.k hvatning í þá veru að halda áfram að hreifa sig. Stefni nú ekki á neinn stórsigur, en væri gaman að fá að vita hvað maður skokkar þetta hægt ;)

Svo allt annað; las í blaði í morgun: (rosalega hef ég komið miklu í verk og klukkan ekki orðin 12:)
"Vill skylda Íslendinga á hegðunarnámskeið" Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af grófu ofbeldi! - Og þá ekki vaxadni ofbeldi, heldru grófara ofbeldi. Og áhorfendur standa hjá og horfa á og hafa gaman að!!!!! Halló, what´s going on?
Í fyrsta lagi, finnst mér að fólk það sem kallar sig "eðlilegt" eigi að hafa vit á því að haga sér almennilega.
Þá meina ég bara svona atriði sem er ekki erfitt að muna eins og t.d. ekki lemja fólk, ekki segja ljót orði við annað fólk, ekki hrinda fólki eða ergja annað fólk!
Meira að segja þótt fólk sé orðið dauðadrukkið, þá á það ekki að missa það mikið af vitglórunni að það lemji, bíti, hrækji eða ráðist á annað fólk með einum eða öðrum hætti.
Þá er nú bara í góðu lagi að verða fullur og æla í blómabeð í næsta garði. :)
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, og afhverju ekki líka fólkið í landinu, eða heiminum ef út í það er farið.
Það er svo margt sem ég ekki skil...sem betur fer.

Till next...adios

3 comments:

Þráinn said...

Hí hí...ég verð í bænum 18. ágúst og ég ætla EKKI af missa af maraþoninu þínu. Er að spá í að kaupa mér upptökuvél og festa hlaupið þitt á filmu...Ætti ég kannski bara að búa til heimildarmynd um þetta....hmmm...Hún gæti einmitt fengið nafnið "Bjartsýni eða brjálæði"!

Hanna Stef said...

Ætlar þú að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kona?? Það á aldeilis að taka þetta með trukki! Þið Jón hlaupari haldið uppi heiðri okkar Akureyringa :-) Ertu kannski farin að æfa með honum? HE! HE! Flott par!!!!! Varðandi ofbeldið, er það ekki orðið grófara vegna þess að það er miklu meira um fíkniefnaneyslu í dag en áður fyrr - og þá harðari efni? Er ekki allt liðið brjálað af spítti? Það er samt ansi hart ef maður getur ekki lengur mótmælt ef einhver treður sér fram fyrir mann í röð eða hendir í mann bjórglasi,svo maður nefni eitthvað, nema að eiga það á hættu að vera kýldur í klessu. Heimur versnandi fer. kv.

Elísabet Katrín said...

Það verður eflaust dýrmætt seinna ef hlaupið mitt næst á filmu ;) Alveg nýr hlaupastíll "the turtle style" slær í gegn. Verður hægt að selja þetta sem kennslumyndband eftir örfá ár...eða um svipað leiti og ég verð fræg hlaupakona ;)