Thursday, August 30, 2007

Bara eitthvað

Ekki langt í dag, er þreytt og svo líka pínu þreytt og á eftir að hengja upp þvottinn :/
Er að gera mér aðeins betur grein fyrir því að ég þarf sennilega að skipuleggja mig örlítið betur, og helst sem fyrst...
Hef enn ekki litið í skólabók, (búin að kaupa þær allar samt) og virðist alltaf finna mér nóg að gera. Hef samt ekki skúrað eða lagað til síðan nýnemavikan hófst (hummm, þetta eru kanski staðreyndir sem maður á ekki að segja frá í bloggi) .
Fór aðeins út að skokka í dag (nú er sko meiningin að taka þátt í Akureyrarhlaupinu og hlaupa 10 km. á innan við 60 min) en mikið óskup var ég nú eitthvað þung á mér. Enda ekkert skokkað í rúma viku (bara drukkið bjór og aðrar svipaðar veigar).
En ég finn nú samt að þetta er voða gott fyrir mann,að hlaupa sko, sérstaklega þegar maður situr svona mikið á rassinum allan daginn.
Jæja, ætla að athuga hvort þvottavélin sé búin að þvo hvíta þvottinn minn, sá misliti verður víst að biða til morguns...eins og ýmislegt fleira ;)
Hafið það rosagott, og takk fyrir kommentin krúttin mín ;) gaman að vera lesinn, þótt ég sé sjálf ekki vel lesin ;)

Till next...adios

1 comment:

Eduardo Waghorn said...

Hey!
Sailing in blogosphere i found your interesting and original blog...
Let me read it with calm,using my translator...
Anyway, I want to send you a warm hug from Chile.
Visit me if you want and send me your comment, even on icelandic, that sounds so sweet:)
Keep blogging