Friday, August 03, 2007

ýmislegt...

...fer öðruvísi en áætlað var.
Eins og til dæmis í gær. Ég kíkti á kaffihús með Kathleen tilvonandi mágkonu minni, og vandaði mig ósköpin öll við að finna 2 klst. bílastæði, svo ég þyrfti nú ekki að vera í stresskasti. Og það tók tíma, því það var búið að loka af helling af bílastæðum í miðbænum fyrir eitthvað fuck... tívolí!
En ég fann það fyrir rest, meira að segja bakkaði snilldarlega inn í það (er greinilega ekki venjuleg kona, því þær ku víst ekki kunna það) og tölti á Bláu könnuna. Sat þar í fínu yfirlæti, tjatti og kaffi, þar til að ég þurfti að ná í móður mína til læknis. Ég er hálfnuð upp gilið þegar ég sé eitthvað rusl á framrúðunni hjá mér. Shittt! Ég fékk sekt :( Gleymdi að setja bílastæðaklukkuna í gluggann, hún lá bara og brosti í sætinu við hlið mér.
Ég krossbölvaði þessu asnalega kerfi, sem mér hefur annars þótt sniðugt þar til nú.
Mér finnst að fólk megi bara leggja þar sem það vill þegar því langar til þess!
Breyti þessu þegar ég verð bæjarstjóri! Og þar varð ég 1000 kr. fátækari :(
Eftir snatt og snúninga með mömmu, keyrði ég hana í sveitina og svo mig heim aftur.
Fannst þá að ég væri ekki búin að gera neitt af viti, skellti mér í skokkskóna og hljóp (mjöööög hægt, en örugglega) upp að Hömrum og til baka.
Hún Friðbjörg hafði annars sent mér sms þegar ég var að leggja af stað í skokkið, til að spyrja hvort ég hafði áhuga á að fara á Hvanndalsbræður á Græna hattinum.
Auðvitað var ég til í það. Eftir skokkið snaraði ég mat á borðið, hennti mér í sturtu og rölti til Friðbjargar.
Við fengum okkur bjór og röltum svo niður í bæ. Tónleikarnir áttu að byrja kl.21:00 svo okkur fannst nú alveg passlegt að vera þarna hálftíma fyrr. En viti menn...UPPSELT!!!
Þá var víst biðröð langar leiðir og uppselt í forsölu...
Þá voru nú góð ráð dýr, en eftir stutta umhugsun ákváðum við bara að fara á tónleika með Ragnheiði Gröndal í Ketilhúsinu í staðin. Gaman að geta valið úr viðburðum ;)
Og það var bara ljómandi gaman, kanski svolítið mikið öðruvísi stíll en Hvanndalsbræður, en öðruvísi gaman.
Var líka gaman að vakna í morgun hress og spræk, en ekki jafn gaman að sjá allt út í fiðri og dauðan þröst á gólfinu!
Og ennþá minna gaman að komast að því að allt var komið á flot í þvottahúsinu og geymslunni minni :(
Var að henda út drasli fram eftir degi. t.d gömlum myndum og fötum, allt haugrennandi!
En ég lagaði þó til í geymslunni fyrir vikið :)

Till next...adios

No comments: