Sunday, August 19, 2007

Reykjavíkurmaraþonið

Það eru komin staðfest úrslit :
Ég var nr. 1769 og hljóp á: 1:03:52
2799 keppendur tóku þátt í 10 km. hlaupinu svo að ég hef hlaupið hraðar en 1030 manns, sem er ekki svo slæmt ;)
Annars var nú líka meiningin að taka þátt og hafa gaman af þessu, en ekki reyna að vera eitthvað súper framarlega. En það er bara plús að ganga vel :)
Það var líka heitið á mig, og fyrir hlaupin mín (og gjafmildi góðmenna) þá fá ADHD samtökin 5.000 kr. Og þar með er ég búin að gera góðverk ársins ;)
Annars vcrð ég að segja það, að það kom mér á óvart hvað ég hafði hrikalega gaman að þessu. Stemningin í kringum þetta allt og bara allt! Rosa gaman, og ég var alveg hrikalega ánægð eftir þetta. Svo er það bara Akureyrarmaraþonið næst ;)
Núna getur Árni bró hætt að efast um að ég hafi hlaupið...getur sko bara farið inn á marathon.is og flett mér upp :)
Reykjavíkur ferðin var bara fín, kíkti aðeins á tímamótatónleikana á Laugardalsvelli á föstud.kv. Nælon var að spila þegar maður gekk inn í mannhafið...svo bara fjölgaði eftir það.
Fínir tónleikar, nema síðasta hljómsveitin...Stuðmenn. Ég veit hreinlega ekki hvort ég vorkenndi meira, áhorfendunum að hlusta á þessi óskup, eða Stuðmönnum að vera svona gjörsamlega misheppnaðir! Yfirgaf hryllingin í snatri, eins og flestir aðrir.
Allt hitt fínt. Bubbi mjög góður, náði upp svaka góðri stemningu. Todmobile fín, greinilega gert þeim báðum gott, Andreu að fá sér nýjar tennur og Eyþóri að fara í meðferð ;) voru bara bæði sæt og fín...og kunna sko að spila og syngja.
Það skemmtilegasta við svona tónleika, er að maður getur sungið hástöfum með hljómsveitunum án þess að nokkur heyri í manni ;) svo ég er búin að fá þessa fínu útrás fyrir söngþörf mína í bili :)
Svo var maður náttúrulega eins og prinsessa hjá þeim Árna og Siggu Láru, ekki amalegt að vera í gistingu hjá þeim. Takk kærlega fyrir mig :)
Hugsa að ég skrifi aðeins meira um suðurferðina næst, eins og laugarvegsferðina mína og fleiri skemmtileg atvik...
En núna er ég þreytt eftir allan aksturinn í dag (ekki hlaupin, sei sei nei), svo ég bið ykkur vel að lifa.

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Sæl. Grrrrrr... var búin að skrifa helling og þá kom enn einu sinni - incorrect password:-( og allt hvarf. Gefst ekki upp. Til hamingju með árangurinn við erum stolt af þér hér í eldhúsinu:-)Var Árni ekki að fylgjast með þér í hlaupinu? Vé þér vantrúaðir! Er sammála þér um tónleikana. Stuðmenn voru ömurlegir, á einhverju einkaflippi að stæla Kraftverk. Bubbi hins vegar alltaf góður og gamili baráttuandinn enn til staðar. Hlakka til að lesa um rest ferðarinnar. Kv.

Hanna Stef said...

Þetta á náttúrulega að vera Vei þér vantrúaðir!!!