Saturday, March 01, 2008

Fall er fararheill...

...vona ég a.m.k, því ég datt svo hryllilega á rassinn í dag! Ákvað, eftir lestur kommúnistaávarpsins, að drífa mig og strákana niður á Glerártorg, og gangandi skyldi farið! Kristján og Mikael duttu báðir á leiðinni niðureftir, en ég náði nú að tölta áfallalaust. Hugsaði með mér að það yrði nú miklu auðveldara að labba uppeftir í hálkunni, minni hætta á að detta. Blótaði því samt aðeins að hafa ekki bara farið á bílnum ;) En svo á heimleiðinni, flaug ég mjög snyrtilega á rassinn, með einn haldapoka í hendinni (sem innihélt m.a. ljósaperur). Og auðvitað var ég á jafnsléttu og ekki komin nema rétt af stað, hugsa að fullt af fólki í bílum á leið hjá hafi verið skemmt. En þetta var næstum sætt, það var eins og fótunum hafi verið kippt undan mér...svo sem ekkert stórslys, bara aum kinn.

Allt annað; ég fór í leikhús í gærkveldi, á Fló á skinni sem LA er að sýna við fádæma vinsældir (var næstum búin að skrifa; við fáránlegar vinsældir) um þessar mundir. Verð nú að viðurkenna að ég var mest spennt að sjá þetta, vegna þess að ég lék sjálf í þessu stykki fyrir réttum 8 árum síðan. Og þótt ég sé algerlega ekki hlutlaus, þá verð ég bara að segja að ég held að þetta hafi verið miklu skemmtilegra, flottara og betur leikið hjá Freyvangsleikhúsinu ;) Mér fannst einhvernvegin alltof langt gengið í fíflaskapnum, ef það hefði verið dregið örlítið úr aveg tilgangslausum hálfvitagangi þá hefði þetta verið betra. Einnig finnst mér staðfæringin og stílbreytingin ekki til framdráttar. En þetta er nú bara mín skoðun. Mér fannst nú samt rosa gaman, en samt sennilegra að ég hefði skemmt mér betur ef ég hefði ekki alltaf verið að bera leikritin saman...varð meira að segja pínu skerí þegar ég uppgötvaði að ég mundi ótrúlega mikið af textanum, og gladdist ég hjarta mínu þegar ég heyrði "orginal" setningar :)
Jæja, læt gagnrýni lokið í bili...ætla að lesa eitthvað mikið fyrir háttinn.
Passið ykkur á hálkunni ;)

Till next...adios

1 comment:

Adda said...

Bahaahaahahaaa...

En vá eru 8 ár síðan fló á skinni var sýnd. Fyrsta og síðasta leikrit sem ég hef farið á hjá Freyvangsleikhúsinu.
En að sjálfsögðu var það miklu miklu miklu betur gert hjá ykkur. Þarf ekki að spyrja að því þar sem þú varst nú þarna í aðalhlutverki. Eina sem ég man reyndar úr því var að þú varst að drekka eitthvað sem átti að vera vín en svo sagðiru mér eftir leikritið að þetta hefði verið vatn með matarlit eða eitthvað svoleiðis.
Já áhugavert það sem maður man.
En ég var nú líka bara 11-12 ára...

Já Eló, ég kemst á þrítugsaldurinn á þessu ári. Pældu í því.
Þannig að ef ég geri eitthvað af mér og kemst í fréttirnar þá verður það: "kvenmaður á þrítugsaldri"


En jæja nóg um bullið, farin að læra þýsku ;)

Áf vídersen
Adda