Wednesday, March 19, 2008

The gambling women ;)

Það varð lítið úr fögrum fyrirheitum mínum í gær, með að laga til eða fara í búð...enda bæði leiðinlegt ;) Ég fór bara í sveitina í staðin og fanst það fín skipti. Árni og co voru mætt á svæðið og ég fór að kíkja á lilla litla í fyrsta skiptið. Hann er náttúrulega fjallmyndarlegur eins og allir í þessari göfugu ætt. :) Þegar í bæinn var komið aftur, þá hentist ég inn í Nettó og keypti eitthvað smotterí, held ég láti það bara duga yfir páskana...á til nóg af kartöflum og læri í frystinum, svo fer ég bara í heimskóknir inn á milli, já og skírnarveisluna sem er víst á páskadag :)
Í gærkveldi var svo PÓKERKVÖLD hjá Árna bró. þar voru samankomnir miklir pókerspilarar og snillingar á sínu sviði, Árni, Sverrir, Pálmi og Villi og svo fékk ég að vera með, hafði reyndar bara spilað póker tvisvar um jólin með litlum árangri. En það fór nú svo að ég gersamlega rústaði þeim köppum í póker ;) svo nú bíð ég bara eftir að rauðvínsflöskurnar fari að streyma til mín ;) hehe...
Þetta er nú bara svolítið gaman þegar maður kemst aðeins inn í þetta...átti engan vegin von á því að vinna..þótt það hafi náttúrulega sannast þarna hið fornkveðna: "heppinn í spilum, óheppinn í ástum."
Í gær afrekaði ég það að þvo gardínurnar í stofuglugganum....ég reyndar þvoði þær í þvottavél (tvisvar, því ég nennti ekki að strauja þær í gær), og svo straujaði ég þær í dag! Alveg ótrúlega dugleg...ætla samt að kaupa straufríar gardínur næst :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

Já straufríar gardínur sem að maður hengir bara upp í glugga og lætur þorna þar...... Póker á það alveg eftir þú verður að taka mig í kennslustund

Anonymous said...

Mín bara pókerdrottning. Mér finnst nú bara afrek hjá þér að þvo og strauja stofugardínurnar. Hefði samt viljað sjá þig gera hvort tveggja í glugganum!!!:-)Segi bara gleðilega páska og ef enginn nennir að bjóða þér í mat um páskana er alltaf opið á FSA!! Kv. Hanna

Anonymous said...

Bahahahahah snillingur Eló :D Pókerfeisið bara ;)

Anonymous said...

Ég var nú bara farin að svitna við lesturinn, eina sem mér datt í hug var fatapóker.... en það var gott að það var rauðvínspóker... hitt hefði verið soooldið.... :D Bið að heilsa í sveitina og sjáumst sooooon