Thursday, March 13, 2008

Kreppa

Landsbankinn hlýtur að vera stöndugur banki, ekkert krepputal þar á bæ. Þeir héldu amk "glæsilegustu árshátíð sem um getur" sl. helgi. Eða eins og stendur í Fréttablaðinu: " Starfsmenn voru leystir út með gjöfum og fékk hver um sig ferðatösku. Þá hlaut starfsmannafélagið íbúð í Kaupmannahöfn sem það hefur til umráða fyrir sína félaga." Tja maður spyr sig...er ekki hægt að leyfa okkur hundtryggum kúnnum til fleirihundruðogfimmtíu ára að njóta einhvers af öllum þessum aukapeningum sem þeir virðast eiga? Á starfsmaður Landsbankans sem hefur kanski unnið hjá bankanum í 6 mánuði, meiri rétt á ókeypis ferðatösku og ódýrri gistingu í Köben heldur en ég...sem hef átt viðskipti við bankann síðan ég var 18 ára????? (Fer ekkert út í að telja hve mörg ár). Svo að ég blæs á allt tal um yfirvofandi kreppu, fyrst bankinn lætur svona. Annars lærði ég það í rýni um daginn að allar svona spár auki líkurnar á að það gerist, meira að segja nánast tryggir að það gerist. Þess vegna var Dabbi Odds alltaf að tala um "góðæri". Annars fór þetta margumrædda góðæri algerlega framhjá mér, og þá hlýtur það að gilda um kreppuna líka ;)

ps. talandi um Davíð Odds...ég sá hinn margumtalaða og umdeilanlega Þorstein Davíðsson um daginn...og get sagt ykkur það, í trúnaði, að hann er NÁKVÆMLEGA eins asnalegur og hann lítur út fyrir að vera ;)

Góðar stundir :)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

HAHAHA Já hann er hálf njólalegur;) En ég er alveg sammála með L-bankann það væri fínt að fá fríar færslu, hærri vexti á sparnaðinn og felldan niður vissan yfirdrátt!!!! Eða bara flug og gistingu í Köben!!!!

Sigga Lára said...

Já, ég hef einmitt aldrei verið jafnfátæk og í góðærinu. Þess vegna býst ég við að græða í kreppunni.