Monday, March 31, 2008

Björgunaraðgerðir og annað smálegt

Núna á ég að vera að lesa á fullu fyrir hópverkefni sem á að fara í í kvöld og flytja framsögu um á morgun...mjög rólegur hópur þarna á ferð ;) En eins og allir sjá, er ég ekkert að nenna að lesa alveg strax og blogga bara í staðin!
Ég var frekar reið og pirruð um helgina og ákvað að sleppa því bara að blogga svo ég léti ekki eitthvað óhugsað og ljótt út úr mér hér...núna læt ég bara vel hugsað og ljótt út úr mér í staðin ;)
Það bar nefnilega svo við um þessar mundir (nánar tiltekið sl.fimmtudag) að föðureðli Hafþórs létt eitthvað á sér kræla. Hann í dugnaði sínum hringir í Mikael (ég var rétt ókomin heim úr skólanum og Mikael svarar í símann) og býður honum að koma í heimsókn til sín til Dalvíkur, þar sem þeir gætu farið í sund og gert sitt hvað fleira skemmtilegt. Svo heyri ég í honum aftur seinna um daginn, og þá bar hann þetta undir mig...hummm, spurning með forgangsröðun þarna, en jæja...ég náttúrulega spurði fyrst hvort hann hefði verið búinn að minnast á þetta við Mikael og þar sem hann játti því, þá varð það að samkomulagi að ég færi með Mikael út á Dalvík um hádegisbilið, þeir gætu farið í sund (og ég lært á meðan) og svo færi ég með hann aftur heim, nema ef Mikael myndi sækja það fast að vilja gista. Ok, þetta virtist ætla að verða í lagi...en stundum er maður full bjartsýnn! Klukkan tíu á laugardagsmorguninn hringir föðurómyndin og er sum sé laggstur á altari bakkusar, honum til dýrðar. Samt hafði hann hringt aftur á föstudagskvödinu og svona agalega spenntur að hitta guttann. Og Mikael greyið sem hafði vaknað kl.8 og alltaf að spyrja hvenær við færum á Dalvík, varð ansi hreint mikið sorgmæddur. Sagðist halda að pabbi hanns vildi ekkert hitta sig og grét.
Svo laugardagurinn fór í björgunaraðgerðir í formi bíóferðar, tölvuleikja og mikilla faðmlaga :)
Á sunnudeginum spurði Mikael samt eftir pabba sínum, hvort hann mætti hringja í hann og athuga hvort hann gæti hitt hann þá...en ég sagði honum að hann væri ábyggilega ennþá fullur! (og ég hef bara ekkert samviskubit yfir því að segja barninu sannleikann!). Svo Mikael gekk eftir ganginum og sönglaði "pabbi minn er alltaf fullur"...hummm.
Kallinn hringdi að vísu á laugardagskvöldinu, ennþá rámur (og sennilega eitthvað í því) og sagðist bara ekki "hafa verið tilbúinn" en ég var vond og vildi ekki leyfa honum að tala við Mikael og ekki leyfa honum að hitta hann daginn eftir. Bað hann bara vel að lifa og sagði ekki einusinni neitt ljótt! Nema kanski að fyrst hann væri nú búinn að vera fullur frá 14 ára aldri, þá fyndist mér nú lélegt að geta ekki frestað einu fyllerí um sólarhring...
Ég get samt alveg viðurkennt að ég veit aldrei hvenær ég er að gera rétt í þessum málum og hvenær ekki.

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

held að þú sért bara aða standa þig ljómandi vel, fannst þú allavega segja lítið ljótt um hann miða við allt, fara miklu ljótari orð í mínum huga um karlómyndina. Vona að litli kall hugsi allavega ekki eins ljótt og ég :) knús til ykkar og bestu kveðjur Anna M

Sigga Lára said...

Al Anon vefurinn er fullur af ráðleggingum og gullkornum um hvernig á að fást við alkana í lífi sínu.
al-anon.is Reyndar ætlað fjölskyldum alkóhólista, en örugglega einhverjir leiðarvísar þar sem hægt er að notfæra sér.

Annars sýnist mér þú díla við þetta eins skynsamlega og hægt er.

Anonymous said...

Ég er sammála Önnu Maríu og Siggu Láru, mér finnst þú bara standa þig vel. Ég held þú sért að gera alveg rétt - ekki að fela neitt. Mikael er orðinn það stór að mér finnst þetta bara allt í lagi. Kv. Hanna

Anonymous said...

Ég ætla ekki að segja það á opnum vef hvað ég myndi gera við þennan frænda minn. Maður velur ekki hverjum maður er skyldur víst. En ég segi bara að þú sért mun mildari en ég myndi vera, og MUN þolinmóðari. Vona að þú munir símanúmerið mitt, þér er alltaf velkomið að hringja. Svo myndi ég drífa mig á fundi hjá Alanon þeir voru á miðvikudagskvöldum kl 9, held það hafi ekkert breyst. Meðan þú ert neydd til að eiga samskipti við þennan sjúkdóm, þá er gott að tala við fólk sem hefur reynsluna af þessu.
LUVS
Díana.