Tuesday, March 25, 2008

Myndir

Ég er eitthvað svo andlaus núna að ég ákvað að skella bara inn nokkrum myndum.
Enda síðasti dagur páskafrísins í dag og þá má maður vera andlaus ;)
Annars var ég bara að opna páskaeggið mitt í dag, sem sýnir kanski best hvurslags ofát hefur verið á manni... Málshátturinn minn hljómaði þannig: "Hræddur flýr þó enginn elti". Sem mér finnst flottur málsháttur og passar bara fínt við mig :)

MYND 1. Ragnheiður amma með barnabörnin sín, sem eru orðin 9 talsins.

MYND 2. Mikael Hugi með Friðrik litla frænda.
MYND 3. Friðrik Ingi Þórðarson og Friðrik Árnason.

NYND 4. Kristján Esra krútt :)

Læt þetta duga í bili...set næst inn fleiri myndir, af kindum og fleiru...já, það eru komnir lambakóngar í sveitina, páksalömb, voru í heiminn bornir á páskadag. Þetta voru 3 litlir hrússar sem fengu nöfnin Friðrik I, II og III..konungleg nöfn á kóngana :)

Till next...adios

No comments: