Thursday, March 27, 2008

Langir dagar

Já, þeir eru dálítið langir dagarnir um þessar mundir, en núna er ég byrjuð á fullu í ljósvakamiðlunaráfanga, sem er kenndur í lotu, sem þýðir aðallega að núna er ég í skólanum til kl. 17:00 sem er dálítið mikið...sér staklega ef maður þarf stundum á fyrirlestur kl. 17:00 eins og í dag. Svo dagurinn í dag var svona hlaupadagur...fór í tíma kl. 8-9 svo heim að læra, aftur í skólann frá 12-17 og svo ók ég í hendingskasti niðrá Amtsbókasafn á fyrirlestur. En hvað get ég sagt...ÞETTA ER BARA SVO GAMAN :)
Annars er þessi ljósvakamiðlunaráfangi (hér eftir kallaður LJÓ, ef ég þarf að nefna hann á nafn aftur), hrein snilld, Sigrún Stefánsdóttir að kenna og hún er bara fín. Svo er mikið af verklegum æfingum og ....takið nú vel eftir....ég verð í heilan dag á RÚVAk í næstu viku, að öllum líkindum á fimmtudaginn. En þá verð ég að kynna mér starfsemina, og bý til frétt sem kemur svo vonandi í svæðisútvarpinu um kvöldið :) Svo allir að hlusta á Rás 2 á fimmtudaginn :) fæ að vera með Gesti Einari um morgunin og svoleiðis...tíhí, rosa spennó :)

Jæja, held ég þoli ekki meiri spennu í bili, langur dagur á morgun, stanslaust í skólanum frá 8-17 og í mesta lagi 10 min pásur annað slagði... svo ég ætla bara að henda inn mynd...af kind og Mikael og læt það duga í dag.
Allir eiga að vera vinir :)

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Ég get lofað þér því að öll útvörp í eldhúsinu verða stillt á rás 2 á fimmtudaginn:-) Vér bíðum spennt! Fínar myndir hjá þér Elísabet. Áttu ekki einhverjar af saumaklúbbnum þínum???? Kv. Hanna

Elísabet Katrín said...

Ég mæti með myndavélina í næsta saumaklúbb ;)

Anonymous said...

Það verður þá algjörlega óvart sem maður verður í sparifötunum og með stríðsmálningu í þeim klúbbi;-)