Tuesday, March 18, 2008

Gleði gleði

Nú er ég næstum komin í páskafrí...bara eitt hópvinnuverkefni í fyrramálið og svo frí :)
Ég fékk út úr prófinu (30%) í upplýsingarýni í morgun...og fékk 9,2 :) brosti alveg hringinn...þetta var hæsta einkunn sem gefin var og bara 4 sem náðu því...vá hvað ég er miklu gáfaðri en ég held ;) Kennarinn byrjaði líka á því að segja að meðaleinkunnin hefði verð 6,2 og að 10 hefðu fallið!!! Svo ég fer inn í páskafrí með gleði í hjarta. Var líka búin að fá út úr "Afbyggingu 20.aldarinnar" prófinu, og náði því...var með 18,5% af 30% rétt, sum sé náði með ca.6. Enda kennarinn Ítalskur fasisti ;) bara glöð að hafa náð.
Ég er að reyna að skrifa niður innkaupalista fyrir búðarferð páskanna....nenni bara ekki að vera að þvælast í búðir á þessum dögum, ætla frekar að þvælast í heimsóknir, á skíði, í gönguferðir og sund svo eitthvað sé nefnt..já og eina skírn, en það á víst að skíra litla frænda Árnason á laugard. fyrir páska...held ég ;) Mér hefði nú þótt flottast að láta skíra hann á skírdag af jó-Hannesi skírara-presti ;) hehe... En mikið verður nú gaman fyrir litla guttann að heita Elísabetus Katarínus Árnason ;) tja...eða ekki ;)
Ákvað að skella inn einni mynd af honum Mikael Huga, í þungum þönkum...er kanski að hugsa um óréttlætið í heiminum ;) Ef einhverjum finnst ég setja oftar inn myndir af Mikael en Kristjáni, þá er það einfaldlega vegna þess að myndir af Kristjáni má ekki taka nema á sérstökum hátíðis og tillidögum...ekki mikið fyrir sviðsljósið ;)
Jæja, annaðhvort verð ég að fara að laga til eða drífa mig í búðina...

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Heyrðu hvað varð um að hann líktist jú nó hú?? Hann er ljós útgáfa af Kristjáni núna? What happened?

Elísabet Katrín said...

Það góða gerðist ;)

Anonymous said...

Hehe so true....