Monday, March 17, 2008

Heilsufréttir

Heilsan er bara að verða nokkuð góð. Ekki orðin 100% en það kemur. Ég mætti galvösk í skólann í dag, held samt að HA sé eini skóli landsins sem ekki er kominn í páskafrí ;) en það er svo sem í lagi. Fer bara í tvo tíma í fyrramálið svo er ég komin í frí...tja, þarf reyndar að skrifa eina ritgerð...
Annars var ég alveg standandi bit og hissa og kjaftstopp (sem gerist nú ekki oft) þegar ég sá dóminn í máli 10 ára stelpunnar, sem varð fyrir því að skella hurð á höfuðið á kennaranum sínum. En eins og eflaust allir vita var móðir stúlkunnar dæmt til að greiða kennaranum litlar 10.000.000 kr. í skaðabætur.
Það fyrsta sem ég hugsaði var: ég tek báða strákana úr skóla...þori ekki að hafa þá þar ef þeir skyldu lenda í einhverju svipuðu.
Hvernig í óskupunum er þetta hægt? Hvernig er hægt að gera 10 ára barn, ábyrgt fyrir svona óviljaverki? Ég veit að hún skellti hurðinni, en að hún hafi ætlað að slasa kennarann, það er allt annar handleggur.
Svo er eitt skrítið, ef ég á barn í skóla sem slasast í skólanum, t.d dettur á hausinn, eða viðbeinsbrotnar eða eitthvað, þá borgar skólinn/leikskólinn fyrstu heimsókn á slysó. Og ég held að skólinn beri amk einhverja ábyrgð á krökkunum í skólanum. Eðlilega, ekki getum við foreldrarnir vaktað þau í skólatíma...nóg er nú samt ;)
Og hver getur borgað 10 millur í skaðabætur? Á bara að leggja líf þessarar fjölskyldu í rúst í eitt skiptið fyrir öll? Svo fá nauðgarar smá dóm og þurfa kanski að borga 500 þús.!!!
Girr...er frekar fúl yfir þessum dóm...en þarf að fara að elda kvöldmat, svo þið fáið frið frá frekari pirringslosun ;)

Passið ykkur á öllu sem má ekki, því það er bannað ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Mér léttir stórum að heilsa þín fari batnandi. Gústa er enn veik, vesalings stúlkan:-( Ég er sjálfsagt bara heppin að Steina ratar aldrei á bloggið þitt og getur þ.a.l. ekki látið vita um heilsufarið!! HE! HE! Lára er á kafi í börnum og hefur engan tíma til að kommenta;-) Já dóttir góð, þetta var þrusu pottréttur;-) Ég er líka alveg standandi bit yfir þessum dómi. Stúlkan er með aspergerheilkenni þar að auki en lítið tillit tekið til þess. Bara lesinn einhver bæklingur um heilkennið en enginn sérfræðingur látinn meta hana. Hins vegar voru 2menn fengnir til að meta fjandans rennihurðina. Jamms, hún er skrítin hún vesta. Kv. Hanna