Friday, March 14, 2008

Að gubba...

eða ekki gubba, það er spurningin. Ég var amk heima í allan dag með ógleði, hausverk og almenna vanlíðan. Fyrsti skóladagurinn sem ég sleppi síðan ég hóf skólagöngu í haust, og ég er algerlega miður mín yfir að hafa verið lasin! Svo átti ég líka að sjá um miðasölu í Freyvangi í kvöld, en tókst að plata það inn á Sverrir bró. af mikilli snilld. Mér tókst nú samt sem betur fer að klára ritgerðina í fjölmiðlafræði, um æsifréttamennsku, í gær og ætlaði að skila henni í tíma í dag, voða góð. En ég má skila henni á mánudagsmorguninn í staðinn :)
Jæja, hef ekki orku í meiri skrif, ætla að skríða í sófann og horfa á MA og MR í spurningakeppninni gettu betur og vona það besta.

Till next...adios

3 comments:

Anonymous said...

Æ ræfilstuskan, ertu lasin:-( Þú hefur líklega smitað Gústu á miðvikudagskvöldið því hún er búin að liggja síðan á föstudag. Þetta er alla vega ekki mér að kenna!!! Það var ekkert í pottréttinum sem átti ekki að vera þar - held ég eða minnir mig eða.......... Best að halda áfram að vinna. Kv. HANNA

Elísabet Katrín said...

Hummm...ég veiktist líka á föstudagsmorguninn...jæja Hanna, nú liggur pottrétturinn þigg sterklega undir grun ;) tíhí

Anonymous said...

Þetta hefur verið alveg svakalegur pottréttut mamma mín!!! Vonandi er heilsan að skána Eló mín;)