Tuesday, April 01, 2008

Vér mótmælum allir


Þar sem ég er svona mest í skólanum og hugsandi um afbyggingu eða mælskubrögð, þá missi ég stundum pínulítið hvað er um að vera í litla landinu. Ég var nú samt búin að heyra af mótmælum atvinnubílstjóra í borg óttans og var hálft í hvoru að vonast til að þeir færu nú bara að dæmi Frakka og ferðu eitthvað róttækt! Mér finnst að það eigi að sturta vörubílshlössum af sauðataði á tröppur stjórnarráðsins, það sýnir amk álit sem ekki fer framhjá neinum og er hægt að þrífa í burtu án allra kemískra efna...ólíkt málningu. En það vantar fútt í þetta...velta við bílum, kveikja í bílum (bara ekki mínum) og svona alvöru mótmæli...ekki mótmæla undir stjórn lögreglunnar, þá er nú bara betur heima setið! Sá annars í sjónvarpinu að tvær unglingsstúlkur hentu eggjum í stjórnarráðið og ég hef sjaldan séð löggur hlaupa eins hratt og á eftir þessum tveimur "stórglæpamönnum" ;) hehe...

En málið er að ég sum sé var að koma heim úr skólanum rúmlega 4 í dag og heyri þá þessi voða læti, flaut og lúðra...ég hugsaði: "ætli geti verið að Akureyringum hafi dottið í hug að mótmæla" en fannst það samt pínu ólíkleg. En viti menn, svo ekur hersingin hér niður Þórunnarstrætið og lestin ætlaði bara engan endi að taka! Ég glotti við tönn og var bara nokkuð ánægð, því þótt við séum ekki farin að velta við bílum og kveikja í (sem má nú alveg missa sín) þá er þetta allt á réttri leið, við eigum ekki endilega að láta traðka á okkur ALLTAF!

Annars fanst mér líka fyndið þegar var talað við Sturlu Böðvarsson samgöngumálaráðherra, og honum afhentur áskorunarlisti, að stjórnvöld lækkuðu hluta sinn í bensínkosnaði...þá segir hann: "við þurfum nú að nota þessa peninga til að byggja nýja vegi, sinna sjúklingum og sjúkrahúsum"! Hummmm...eitthvað er hann nú að gleyma sér kallanginn, veit ekki betur en að hluti ríkisins af bensíninu eigi að vera eyrnarmerktur vegagerð og því tilheyrandi...og kemur bara sjúkrahúsum ekkert við! Sennilega átt að höfða til vorkunsemi okkar þarna...við vorkennum frekar veikum sjúklingum en holóttum vegum ;)
Miklu meira en nóg í bili.
Látið ekki mótlætið á ykkur fá :) eða mótmælin ;)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

ÉG MÓTMÆLI MYNDUM AF SNJÓ!!!
sakna hans.......

Anonymous said...

'Eg fyltist baráttuanda við lestur þessa bloggs hjá þér , rauk út og velti næsta bíl , en mér til mikillar skelfingar var það bíllinn minn sem varð fyrir barðinu á mér í þetta skiptið böhöhöhö fæ eitthvað af þessumm vörubílstjórum með krana til að taka restina af bílnum á morgun og bið þá að setja hann fyrir framan stjórnaráðið muhahaha kveðja Anna M