Wednesday, April 30, 2008

Aðfaradagur 1.mai uppstigningardags

Síðasti séns að blogga í apríl á þessu ári, og ég get ekki látið það framhjá mér fara, þótt ég eigi að vera að lesa...einnig er mér boðið í all svakalegt próflokapartý í kvöld (sumir eru búnir fyrr en aðrir) og ég get heldur ekki látið það framhjá mér fara...þótt ég eigi að vera að lesa ;)
Einnig virðist það virka svo vel að hafa orðið "fyllerí" inn í bloggfærslum hjá mér, fólk kommentar bara sem aldrei fyrr og þá gleðst ég í sálu minni :)
Svo nú vona ég bara að ég geti haldi aftur af mér og komið mér heim á skaplegum tíma...múhahaha! Je je...In my dreams ;) Annars ætlar bekkurinn minn að hittast og bera saman bækur sínar varðandi siðfræðina eldsnemma á morgun (kl.13) svo ég verð bara að vakna og vera spræk :) og lesa... Verð bara að viðurkenna, að þótt mér finnist all svakalega gaman í skólanum, þá verð ég voða fegin þegar prófin eru búin og ég fer "bara" að vinna :) Reyndar er ég nú fyrst um sinn aðallega að fara að skemmta mér í sveitastörfum, taka á móti lömbum og dreifa skít...I love it :)

Till next...adios

No comments: