Sunday, April 06, 2008

Fréttir af fréttamennsku

Jæja, best að byrja bara upp á nýtt...var sko búin að skrifa helling í gær, en þá tók tölvan upp á þvi að verða batterýlaus og ég hafði ekki tíma til að endurræsa og hlaða áður en ég stökk á svið í Freyvangi...en byrjum á byrjunni :)
Ég var á RÚVAk alla fimmtudaginn og fanst alveg svaka gaman, tók tvo viðtöl og gerðir fréttir uppúr þeim og var farin að fíla mig sem þaulvanan fréttamann...hehe ;) Annars fannst mér allt fólkið þarna alveg frábært og greinilega góður vinnustaður, kanski á maður eftir að vinna við þetta einhverntíman, hvur veit! Ég var reyndar mjög þreytt eftir daginn og rétt orkaði að fara í sjoppu, kaupa hammara og skríða upp í sófa rétt fyrir sjónvarpsfréttir. Á föstudaginn þá fór ég svo fram í Freyvang og tók að mér afleysingarhlutverk, lék gleðikonu og múg-konu. Þetta gekk með góðri hjálp góðra samleikara, en var samt tæpt þegar ég missti næstum niður um mig pilsið í einu dansatriði. Sú sem ég leysti af er nefnilega ca.helmingi mjórri en ég og ég fann bara smelluna í pilsinu smellast frá í miðjum skottís! En þetta tókst....svo lék ég sama leikinn í gærkveldi, nema án nokkura pilsavandræða :) En þetta var bara gaman, hentar mér vel að stökkva á svið án allra æfinga, taka tvær sýningar og svo búið :) Fínt að fá smá fiðring...

Það áttu tvær mágkonur mínar afmæli rétt um daginn, Alla þann 30.mars og Sigga Lára þann 4.apríl og langar mig að óska þeim til hamingju með það :)
Jæja, ætli það sé ekki best að reyna að drífa af þessa ritgerð um lauslæti sem ég þarf að skila á morgun...á eftir að finna einhver 2500 orð í viðbót, gæti kanski reynt að skrifa eitthvað um hórurnar í Englandi á tímum Jörundar hundadagakonungs ;)

Till next...adios

No comments: