Tuesday, April 08, 2008

Lauslæti

Ég var með framsögu um lauslæti í dag, átti reyndar að gera það í gær, en þar sem kennarinn þurfti að fara á fund var því frestað. Ég er sum sé að skrifa ritgerð um lauslæti og var með framsögu um hana í dag. Það gekk bara ótrúlega vel og ég held að ég hafi náð að ræða flesta hluti sem tengjast lauslæti, amk virtist kennarinn nokkuð sáttur, nema kanski þegar ég sagði að fólk tengdist oft lauslæti stéttum og félagsstörfum og tók sem dæmi, leikarastéttina, kóra og kennara ;) hehe...kom reyndar inn á það einnig að auðvitað væri ekkert meira lauslæti þar en einhversstaðar annarsstaðar...bara stimpill sem virðist festast við sumt "hópastarf" . Reyndar er ætlun mín ekki að rekja framsöguna frekar á þessum miðli, en áhugasamir geta fengið keyptan glærupakka um efnið á sanngjörnu verði hjá mér :)
Svo byrjar ljósvakamiðlunartörn hjá mér á morgun, svo ekki má búast við bloggi fyrr en í fyrsta lagi næstu helgi ;) eins og þetta sé hvort sem er eitthvað gáfulegt hjá mér...
Annars þarf ég nauðsinlega að koma frá mér smá áliti sem er eftirfarandi: Mér finst asnalegt að mótmæla afstöðu Kínverja til Tíbet með því að áreita íþróttafólk á hlaupum með ólimpíueldinn hér og þar um heiminn. Reynið bara að berja á kínverskum stjórnvöldum heima hjá þeim! Mér finnst asnalegt að ráðherrar séu að skreppa til útlanda á einkaþotum, og kosta hellings meira en venjulegt flugfar! Mér finnst líka asnalegt að kellingar eða kallar sem ráðherrar fari til landa þar sem stríð geysa, eins og Afganistan eða Írak og þykist ætla að laga ástandið þar! Hverjum er ekki sama um hvað ráðherrakelling frá Íslandi segir...halda þau virkilega að þau geti stoppað eitthvað þarna???? Veit varla hvort maður á að flokka þetta undir heimsku eða bara geðbilaða bjartsýni! Mér finst einnig asnalegt af ráðherra að segja að þeir lækki sko bara ekkert bensíngjöld ef bílstjórar láti ekki af ólöglegum aðgerðum sínum...eins og að loka ólöglega lagt bíla ráðherra inni...hehe, talandi um ólöglegheit!
Ætla að hætta núna...pizzan var að koma ;)

Till next...adios

No comments: