Wednesday, April 23, 2008

Óþolandi

Til eru stofnanir hér á landi sem algerlega óþolandi er að eiga samskipti við en samt kemst maður engan vegin hjá því. Þessar stofnanir ganga dags daglega undir nafninu bankar. Alltaf þegar ég þarf eitthvað að erindast í banka, þá fær maður bara svona "já já þetta er allt í lagi, við sjáum um allt og engar áhyggjur" á þessum tímapunkti ætti maður strax að fara að hafa verulegar áhyggjur! Sem dæmi get ég nefnt, að þegar ég tók þá drasstísku ákvörðun að hætta hinu hefðbundna brauðstriti og sikella mér í skóla mér til gamans og fræðslu, þá fór ég í minn viðskiptabanka og fór að ganga frá námslánum, yfirdrætti fyrir námslánin og allt þetta skemmtilega. Svo afþví að ég er með svona "launavernd" í bankanum, þá spurði ég auðvitað hvort hún dytti út eða hvort ég þyrfti að breyta einhverju varðandi það. Og svarið var: "nei, ekkert mál, þetta verður bara óbreytt og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur:" Allt gott og blessað með það, bankinn dregið af þessar krónur í launaverndina í hverjum mánuði samviksusamlega. Svo allt í einu í dag, fékk ég bréf um það að ekki hefði verið greitt í þessa títtnefndu vernd og nú myndi hún falla úr gildi ef ég hringdi ekki í hvelli í aðra af tveimur undirrituðum kellingum. Og ég hringi, ekki hress, fór meira að segja að gá hvort þetta hefði ekki alltaf verið skuldfært...og jú jú. Ég var náttúrulega ekkert voða hress í símann (hef samt þann rosalega galla að ég get enganvegin verið dónaleg í síma við fólk sem ég þekki ekki neitt, alveg sama hversu mikið mér misbýður) og sagði farir mínar ekki sléttar. Hurru, þá virkar þessi fjandans launavernd þannig að þeir hafa kroppað af lífeyrissparnaðinum mínum á móti þessu sem þeir hafa dregið af mér! Svo þegar ekkert kemur í lífeyrissjóðinn (eðlilega þar sem ég er bara að leika mér í skóla) þá verð ég að gjöra svo vel að borga miklu miklu miklu meira ef ég ætla að halda þessari vernd + það að borga tæpar sex þúsundir í "vanskil". Svo dæmið verður þannig að núna þarf ég að borga tæpar 3 þús á mánuði í þessa vernd í staðin fyrir 6 hundruð. En mismuninn hefur bankinn bara hirt af lífeyrissjóðnum mínum algerlega án þess að gera mér grein fyrir því. Ég man amk ekki betur, en þegar sölumaður bankans hringdi og bauð mér þennan frábæra kost, að ég borgaði alltaf bara viss prósent af laununum mínum og ekki krónu meir! Svo að trygging sem ég hélt að ég væri að borga tæpan 10.þús á ári, kostar mig í raun ca.36.þús á ári...peningaplokkið fór bara fram þar sem maður vissi ekki af því!!!
Niðurstaðan er sú að annað hvort er ég bæði auðtrúa og heimsk eða að bankarnir eru ósvífin glæpasamtök sem svífast einskyns til að plokka af manni aleiguna!

Ætla að reyna að róa mig niður og lesa The Age of Extremes og The New Century lokapróf í afbyggingu 20.aldarinnar á föstudaginn ;/

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Bankar eru ósvífin glæpasamtök. Farðu og hentu eggjum í bankann þinn - og starfsmennina. Er það ekki það sem menn gera í dag þegar þeir mótmæla einhverju. Alla vega í borg óttans. Vertu nú dugleg að lesa og gangi þér vel í prófinu. Gleðilegt sumar.