Wednesday, April 02, 2008

Skipulag

Maður þarf víst að fara að huga að vori og sumri og því sem fylgir skólafríum, hvort sem það er mitt frí eða strákanna ;) Best væri nú ef ég gæti bara verið í fríi í allt sumar eins og þeir, en þar sem ég hef ekki fengið fjársterkan aðila til að ausa í mig pening í sumar, þá verður það víst bara draumur. Ég gerðist dugleg áðan og pantaði sumardvöl fyrir Mikael í viku á Vestmannsvatni. Það er tiltölulega stutt í burtu, og hann vildi ekki vera lengur en í viku. Þessi eina vika kostar líka nærri þrjátíuþúsundkalla, svo það verður bara að duga. Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá verður þetta fyrsta heila vikan sem ég og Mikael höfum verið aðskilin síðan hann fæddist. Hann hefur mest verið frá mér í 3 nætur minnir mig, þegar ég skrapp til Köben þarna um árið ;) En hann er nú orðinn stór strákur og getur þetta...það er bara ég sem er strax komin með smá hnút í magann ;) hehe. Fór samt að reikna það út, að þetta er ekkert svo brjálæðislega dýrt, svona miðað við sólarhrings gæslu. Ef mér t.d dytti í hug að stinga af í viku, fá barnapíu og borga henni 300 kr. á tímann, þá væri ég að borga yfir 50 þús. En Mikael hlakkar til og vill þetta og það er mest um vert. Svo núna á ég bara eftir að redda honum pössun í ca.5 vikur í sumar.
Kanski stafar reyndar hnúturinn í maganum útaf því að ég er að fara á RÚVAk á morgun....er pínu stressuð, verð alveg að viðurkenna það.
Jæja, ætla að dríbba mig í rúmið :)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Jæja hvernig gekk á Rúvak?

Anonymous said...

Hvernig gekk svo Elísabet? Ertu enn í sjokki? Ég hlustaði nú á svæðisfréttirnar og heyrði fréttina þína. Mér fannst þetta mjög fínt hjá þér. Ertu ekki bara komin með vinnu í sumar? Vantar ekki í afleysingu hjá RUVAK? Kv.