Tuesday, April 29, 2008

Tvö eftir

Var í prófi áðan í "inngangur að fjölmiðlafræði" þetta er reyndar frekar mikið rangnefni á þessum áfanga, því ég held ég myndi treysta mér til að vinna á hvaða fjölmiðli sem er eftir þetta! Þetta ætti að heita: "fjölmiðlafræði krufin til mergjar". :) Annars gekk mér ljómandi vel í prófinu og á von á prýðilegri einkunn út úr þessum áfanga :)
Svo nú á ég "bara" eftir próf í siðfræði á föstud. og upplýsingarýni á mánud. Svo ég er ansi hrædd um að það verði ekki fyllerý hjá mér á næstunni ;) Talandi um fyllerý...ég þarf greinilega að blogga meira um fyllerý og þynnku, því ég hef bara ekki fengið jafn mörg komment á bloggfærslu leeeeengi, eins og á síðustu færslu ;)
Sumarið er komið í pásu, eins og það var gott veður um daginn...í tvær vikur eða eitthvað, þá er bæði kalt og rok núna. En ég vona að þetta sé bara tímabundið ástand sem lagast fyrr en síðar.
Tjæja...ekki dugir að slóra, best að læra siðfæði (ekki veitir mér af;).

Till next...adios

6 comments:

Elísabet Katrín said...

Ég er greinilega svo arfaslök í siðfRæði að ég get varla skrifað það rétt :) Þetta á sum sé að vera siðfræði þarna í restina en ekki siðfæði...maður er náttlega pínu siðblindur stundum :)

Anonymous said...

Það er örugglega fínt að vera á siðfæði þegar maður er í prófum, ekki síst siðfræðiprófum. Gangi þér vel :-) kv. Rannveig Hrafnagilsskólasystir

Anonymous said...

Sælinú siðfræðingur á siðfæði! Hvernig var nú rolludraumurinn sem þig dreymdi um daginn? Eru ekki öll hret búin og sumarið kemur bara af fullum krafti í næstu viku. Um að gera að vera bjartsýnn. Vertu svo duglega að læra. Kv.

Adda said...

Já talandi um veðrið Eló mín.. Hérna er það ekkert mikið skárra en heima, endalaus rigning og rok.
En við skulum ekki kvarta, þá er auðveldara að halda sér inni og læra;)

Anonymous said...

Hæ vinkona mín:) Þú ert rosa dugleg,,gangi þér vel með restina af prófunum,,siðfræðin ætti ekki að vefjas fyrir þér ef ég þekki þig rétt,,kannske hefðir þú átt að vera siðfæðingur hehe flott orð..knúskveðja.

Anonymous said...

Iss þú neglir þessi próf gæskan. Svo kem ég heim með sólina með mér.. skil hana eftir hjá þér og ég skal taka "vonda"veðrið.

Ég er með 31 stig og clear sky.... Eins og venjulega. :)