Sunday, April 13, 2008

Leti

Bloggfærslur mínar hafa oft byrjað á "leti" eins og leti, letidagur, letistuð, og er ég því að spá hvort ég sé ekki bara svolítið löt að eðlisfari...hummm, mér finnst amk mjög gott að liggja í leti annað slagið og gera minna en ekkert. Einn svoleiðis dagur er í dag.

Mikael spáir stundum í hvað hann langar ekki að vera, eða hvað hann langar að vera...og setur alltaf rök fyrir þessum hugleiðingum sínum. Í morgun sagði hann allt í einu: "ég myndi ekki vilja vera gæs" og ég segi bara nú, og fannst það svo sem ekkert skrítið, en þá sagði Mikael "Þá væri ég alltaf með gæsahúð" ! Hehe..
Svo man ég eftir einu sem hann sagði fyrir dálitlu síðan: "Mamma, ég myndi ekki vilja vera kind...því það er alltaf labbað ofaní matnum þeirra"....svo sem algerlega rökrétt :)


Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Leti eða lauslæti virðast vera hausarnir á færslunum yðar fröken Elísabet!! Hvað er að ske? Segi ég eins og Grýlurnar forðum - ef einhver man eftir þeim:-)Þetta er rökrétt hjá Mikael. Ekki langar mig til að vera gæs eða kind frekar en angalanginn þinn. Bestu kveðjur (lauslætis og leti) til ykkar í Þórunnarstrætinu.