Monday, April 28, 2008

Þrjú af sex

Þá er ég hálfnuð í prófunum, var í list og fagurfræði í morgun, púfff, miðað við 2 eininga áfanga, þá var þetta nú bara strembið próf...eða þá að ég var frekar illa lesin :/ Sem er svo sem engum nema mér að kenna, það er svona að sturta bara í sig allskyns tegunum af áfengi á laugard.kv. og liggja svo bara eins og asni í gær og lesa bara aðeins um kvöldið. Ég hef svo sem ekki lagt mikla áherslu á þennan áfanga, þar sem ég tók þetta nú bara svona auka, mér til ánægju og visku auka :) En að fara að skilgreina listkenningar í prófi, er bara of flókið fyrir minn þunna heila :)
Samt svo sem gott á mig, því ég fékk svo mikið samvskubit eftir prófið að ég er búin að sitja og læra undir næsta próf (sem er á morgun) í 4 tíma án þess að blikka auga!
Best að halda áfram að lesa...ætla að skríða upp í sófa með hann Þorbjörn Broddason undir hendinni...

Till next...adios

5 comments:

Anonymous said...

Já tegundirnar voru nú orðnar ansi margar!!! Ég er á þynnkudegi númer tvö og er hann sé mun verri en sá númer eitt:/ Gangi þér vel í prófunum þínum skvísa;)kv Eva þunna...

Adda said...

Þetta kemur allt með kalda vatninu. Prófatíðin er aldrei endalaus, það er það sem er svo gott við hana. Það er allavegana snjór hjá ykkur, ekki sól og fullt af hita. Úff.. Ekki gaman að sitja inni í góða veðrinu, væri alveg til í brjálað veður þangað til ég er búin í prófum ;)

"List og fagurfræði" Haha, hljómar vel ;)

Anonymous said...

Amm.... þessi Þorbjörn... er hann óviljugur að koma upp í sófa með þér eða kann hann ekki að labba??

Annars fékk ég stjörnumerkið þitt í heimsókn.. faldi sig undir mottu hjá mér og beið eftir að fá að stinga einhvern í ilina... fékk bara að stinga blaðsnepil og var svo hent út...Agalegir þessir sporðdrekar..... :)

Sigga Lára said...

Enda apalegt að skilgreina listgreinar. Mér finnst að ætti frekar að listgreina skilgreinar.

Anonymous said...

Jæja, voruð þið staupsystur þunnar eftir laugardagskvöldið. Ég vorkenni ykkur........ ekki!! Gangi þér brjálæðislega vel í þeim prófum sem eftir eru. Kv.