Saturday, February 05, 2005

Leti

Nú er svo komið að maður nennir ekki einu sinni að fara og skemmta sér!
Fyrr má nú aldeilis vera letin...
Ég held að þetta sé líka eitthvað tengt þessum blessuðum timburmönnum sem vilja oft fylgja mínu skemtanalífi!
Annars er mjög viðburðarlítið í mínu lífi.
Alltaf stöðugt vesen í vinnunni. Allir komnir upp á háa c-ið ef eitthvað er.

Fór í dag og kláraði að leika í bíómyndarsenu fyrir hann (Gj)-örnInga.
Byrjað var að taka þessa senu snemma í desember 2003, svo það var ekki seinna vænna en að klára dæmið.
Man þessa fyrri upptöku....úfff, mætti kl.10 laugardagsmorgun eftir mikið skrall kvöldið áður. Mynnir að ég hafi verið að halda uppá próflok.
Það sem reddaði hlutunum var að ég lék sjúkling...sennilega verið sannfærandi.
Eigi veit ég þó gjörla hvenær filma þessi nær augum almennings.
En það er seinna tíma vandamál.

En það er best að henda pylsum í pottinn og góna á imbann.

Skemmtanahald verður að bíða betri tíðar og tíma...

Till next...adios