Wednesday, April 30, 2008

Aðfaradagur 1.mai uppstigningardags

Síðasti séns að blogga í apríl á þessu ári, og ég get ekki látið það framhjá mér fara, þótt ég eigi að vera að lesa...einnig er mér boðið í all svakalegt próflokapartý í kvöld (sumir eru búnir fyrr en aðrir) og ég get heldur ekki látið það framhjá mér fara...þótt ég eigi að vera að lesa ;)
Einnig virðist það virka svo vel að hafa orðið "fyllerí" inn í bloggfærslum hjá mér, fólk kommentar bara sem aldrei fyrr og þá gleðst ég í sálu minni :)
Svo nú vona ég bara að ég geti haldi aftur af mér og komið mér heim á skaplegum tíma...múhahaha! Je je...In my dreams ;) Annars ætlar bekkurinn minn að hittast og bera saman bækur sínar varðandi siðfræðina eldsnemma á morgun (kl.13) svo ég verð bara að vakna og vera spræk :) og lesa... Verð bara að viðurkenna, að þótt mér finnist all svakalega gaman í skólanum, þá verð ég voða fegin þegar prófin eru búin og ég fer "bara" að vinna :) Reyndar er ég nú fyrst um sinn aðallega að fara að skemmta mér í sveitastörfum, taka á móti lömbum og dreifa skít...I love it :)

Till next...adios

Tuesday, April 29, 2008

Tvö eftir

Var í prófi áðan í "inngangur að fjölmiðlafræði" þetta er reyndar frekar mikið rangnefni á þessum áfanga, því ég held ég myndi treysta mér til að vinna á hvaða fjölmiðli sem er eftir þetta! Þetta ætti að heita: "fjölmiðlafræði krufin til mergjar". :) Annars gekk mér ljómandi vel í prófinu og á von á prýðilegri einkunn út úr þessum áfanga :)
Svo nú á ég "bara" eftir próf í siðfræði á föstud. og upplýsingarýni á mánud. Svo ég er ansi hrædd um að það verði ekki fyllerý hjá mér á næstunni ;) Talandi um fyllerý...ég þarf greinilega að blogga meira um fyllerý og þynnku, því ég hef bara ekki fengið jafn mörg komment á bloggfærslu leeeeengi, eins og á síðustu færslu ;)
Sumarið er komið í pásu, eins og það var gott veður um daginn...í tvær vikur eða eitthvað, þá er bæði kalt og rok núna. En ég vona að þetta sé bara tímabundið ástand sem lagast fyrr en síðar.
Tjæja...ekki dugir að slóra, best að læra siðfæði (ekki veitir mér af;).

Till next...adios

Monday, April 28, 2008

Þrjú af sex

Þá er ég hálfnuð í prófunum, var í list og fagurfræði í morgun, púfff, miðað við 2 eininga áfanga, þá var þetta nú bara strembið próf...eða þá að ég var frekar illa lesin :/ Sem er svo sem engum nema mér að kenna, það er svona að sturta bara í sig allskyns tegunum af áfengi á laugard.kv. og liggja svo bara eins og asni í gær og lesa bara aðeins um kvöldið. Ég hef svo sem ekki lagt mikla áherslu á þennan áfanga, þar sem ég tók þetta nú bara svona auka, mér til ánægju og visku auka :) En að fara að skilgreina listkenningar í prófi, er bara of flókið fyrir minn þunna heila :)
Samt svo sem gott á mig, því ég fékk svo mikið samvskubit eftir prófið að ég er búin að sitja og læra undir næsta próf (sem er á morgun) í 4 tíma án þess að blikka auga!
Best að halda áfram að lesa...ætla að skríða upp í sófa með hann Þorbjörn Broddason undir hendinni...

Till next...adios

Friday, April 25, 2008

Annar í sumri

Tjæja, er nú búin með 2 próf og 4 eftir...gekk bara ágætlega í dag, held að ég nái amk, en verð ekkert að brillera út úr þessum áfanga...say no more :)
Annars hélt ég upp á þetta í kvöld með mjög dramatískumn hætti, ég og Stella Artois, sérleg vinkona mín, skúruðum gólfin saman, það var gaman.
tölvan er að fara að slökkva á sér og ég í rúmið.

Till next...adios

Thursday, April 24, 2008

Sumardaguinn fyrsti


Gleðilegt sumar :)
Þar sem ég vil ekki segja neitt neikvætt á sumardaginn fyrsta, þá verður þetta stutt blogg... er annars að lesa undir próf og þess vegna verður þetta stutt blogg...mér finnst íslendingar fyndin þjóð og hló eins og vitleysingur þegar ég sá myndir af "átökum bílstjóra og lögreglu" í sjónvarpinu í gærkveldi. Sem sýnir kanksi best hvað ég er rugluð.

Till next...adios

Wednesday, April 23, 2008

Óþolandi

Til eru stofnanir hér á landi sem algerlega óþolandi er að eiga samskipti við en samt kemst maður engan vegin hjá því. Þessar stofnanir ganga dags daglega undir nafninu bankar. Alltaf þegar ég þarf eitthvað að erindast í banka, þá fær maður bara svona "já já þetta er allt í lagi, við sjáum um allt og engar áhyggjur" á þessum tímapunkti ætti maður strax að fara að hafa verulegar áhyggjur! Sem dæmi get ég nefnt, að þegar ég tók þá drasstísku ákvörðun að hætta hinu hefðbundna brauðstriti og sikella mér í skóla mér til gamans og fræðslu, þá fór ég í minn viðskiptabanka og fór að ganga frá námslánum, yfirdrætti fyrir námslánin og allt þetta skemmtilega. Svo afþví að ég er með svona "launavernd" í bankanum, þá spurði ég auðvitað hvort hún dytti út eða hvort ég þyrfti að breyta einhverju varðandi það. Og svarið var: "nei, ekkert mál, þetta verður bara óbreytt og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur:" Allt gott og blessað með það, bankinn dregið af þessar krónur í launaverndina í hverjum mánuði samviksusamlega. Svo allt í einu í dag, fékk ég bréf um það að ekki hefði verið greitt í þessa títtnefndu vernd og nú myndi hún falla úr gildi ef ég hringdi ekki í hvelli í aðra af tveimur undirrituðum kellingum. Og ég hringi, ekki hress, fór meira að segja að gá hvort þetta hefði ekki alltaf verið skuldfært...og jú jú. Ég var náttúrulega ekkert voða hress í símann (hef samt þann rosalega galla að ég get enganvegin verið dónaleg í síma við fólk sem ég þekki ekki neitt, alveg sama hversu mikið mér misbýður) og sagði farir mínar ekki sléttar. Hurru, þá virkar þessi fjandans launavernd þannig að þeir hafa kroppað af lífeyrissparnaðinum mínum á móti þessu sem þeir hafa dregið af mér! Svo þegar ekkert kemur í lífeyrissjóðinn (eðlilega þar sem ég er bara að leika mér í skóla) þá verð ég að gjöra svo vel að borga miklu miklu miklu meira ef ég ætla að halda þessari vernd + það að borga tæpar sex þúsundir í "vanskil". Svo dæmið verður þannig að núna þarf ég að borga tæpar 3 þús á mánuði í þessa vernd í staðin fyrir 6 hundruð. En mismuninn hefur bankinn bara hirt af lífeyrissjóðnum mínum algerlega án þess að gera mér grein fyrir því. Ég man amk ekki betur, en þegar sölumaður bankans hringdi og bauð mér þennan frábæra kost, að ég borgaði alltaf bara viss prósent af laununum mínum og ekki krónu meir! Svo að trygging sem ég hélt að ég væri að borga tæpan 10.þús á ári, kostar mig í raun ca.36.þús á ári...peningaplokkið fór bara fram þar sem maður vissi ekki af því!!!
Niðurstaðan er sú að annað hvort er ég bæði auðtrúa og heimsk eða að bankarnir eru ósvífin glæpasamtök sem svífast einskyns til að plokka af manni aleiguna!

Ætla að reyna að róa mig niður og lesa The Age of Extremes og The New Century lokapróf í afbyggingu 20.aldarinnar á föstudaginn ;/

Till next...adios

Monday, April 21, 2008

Próf

Þegar stundarskráin mín á netinu, er farin að komast fyrir á einum skjá og ekkert hægt að skrolla niður til að skoða meira, þá þýðir það bara eitt: það eru að koma próf! Mér hálf brá meira að segja þegar ég fattaði áðan að ég á bara eftir 3 skóla-daga, sum sé á morgun, miðvikudag og föstudag...og er reyndar í fyrsta prófinu líka á föstudaginn ;/
En eins og allkir vita þá er sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn og þar með frí í öllum skólum :) sem er auðvitað ljómandi skemmtilegt ;) Reyndar kanski ekki alveg eins skemmtilegt að þurfa etv að eyða megninu af honum í próflestur, en kanski reyni ég bara að vera dugleg að lesa fyrir fimmtudaginn (je right!).
Ég var svo ljómandi dugleg að koma mér hjá ritgerðarskrifum um helgina að mér hefur sjandan tekist betur upp í því, en oft verði góð ;) ég var náttúrulega á fullu allan föstudaginn, eins og áður hefur komið fram, og bætti því reyndar við að stökkva í leikhús LA og sjá Dubbeldush (ég hélt sko að ég ætti miða á laugardkv.) svo ferlið um kvöldið var: Freyvangur - Leikfélag Akureyrar - Freyvangur. Var mjög þreytt á laugardaginn og var mjög þakklát þegar okkur var boðið í grill um kvöldið :) Í gær fór ég svo í sveitina að hjálpa Sverrir að sprauta ærnar, kom svo heim um 4 leitið og ætlaði þá að byrja á ritgerð en var eitthvað svo lengi að væflast eitthvað og erfitt að byrja, svo ég skellti mér bara á gönguskíði :) Þegar ég kom heim aftur þá eldaði ég lagsagna fyrir strákana (já og mig náttúrulega) og var þá orðin svo þreytt að ég fór afar snemma í háttinn.
Svo morguninn í morgun fór í ritgerðarsmíð frá kl.8-12 en ég náði að klára og vona svo bara það besta. Þetta er víst ritgerð upp á 35% af lokaeinkunn, svo ég vona bara það allra besta ;)
Jæja, ætla að reyna að gera eitthvað af viti...(hóst hóst)

Till next...adios

Friday, April 18, 2008

Hlaup

Gott ef ég fann ekki bara að hlaupaskórnir mínir höfðu saknað mín síðan síðast er ég stökk í þá...en það eru víst alveg 5 mánuðir síðan!!! Ég tók mig nefnileg til í sumarblíðunni sem var í dag og fór í fyrsta skokk ársins. Ég var búin að vera innilokuð í skólanum frá kl.8 og til kl.15 svo mér fanst þetta gáfulegra heldur en að skríða upp í sófa. Ég skokkaði í 25 min. og blés eins og hvalur og var rauð í framan eins og tómatur eftir þessa þrekraun. Núna er ég alveg kreisí þreytt í fótunum en rétt ófarin fram í Freyvang til að æfa smá glens fyrir lokapartýið og sturta í mig bjór í tilefni lokapartýsins og þess að ég er búin í ljósvakamiðlunaráfanganum :) var í prófi í dag og gekk bara fínt! Sigrún Stefáns kallaði okkur meira að segja "gullhópinn" sinn, því við værum svo æðisleg :) geeeeeegjað.
Jæja, ég verð sennilega bæði með harðsperrur og þunn á morgun, svo ekki búast við bloggi þá...liggaliggalá...
Ps. ég er bara mjög sennilega að fara að kaupa mér nýrri bíl, allt að gerast, sem er líka eins gott því minn gamli gráni er farinn að láta undarlega, nú er bara að skokka í bankann og fá lán í veikri íslenskri krónu ;)
Lifið heil og góða helgi...lífið er yndislegt og það er komið sumar :)

Till next...adios

Tuesday, April 15, 2008

Væl

Ég á að skila 2000 orða verkefni á fimmtudaginn, ég er byrjuð og afraksturinn er: Mikill fjöldi rannsókna einn og sér bætir ekki upp það sem rannsóknirnar skortir í gæðum. Svo nú á ég bara eftir 1985 orð...Á eftir að lesa rúml. 200 bls. bók fyrir próf á föstudaginn í Ljósvakamiðlun, þetta er lokapróf og allt uppúr bókinni, svo það er best að vera búinn að lesa hana...Svo þarf ég að skila 3000 orða ritgerð um lauslæti á mánudaginn sem er ekki komin langt á leið. Þetta myndi óneitanlega ekki virka jafn yfirþyrmandi ef ég þyrfti ekki að vera í skólanum frá 8-17 á morgun, hinn og þar hinn...;/
Svo er líka lokasýning og partý á föstudagkvöldið í Freyvangi...og ég að fara í leikhús (LA) á laugardagskvöldið.
Væri kanksi upplagt að reyna að byrja á einhverju og hætta að væflast á netinu og blogga eins og asni!

Till next...adios


Sunday, April 13, 2008

Leti

Bloggfærslur mínar hafa oft byrjað á "leti" eins og leti, letidagur, letistuð, og er ég því að spá hvort ég sé ekki bara svolítið löt að eðlisfari...hummm, mér finnst amk mjög gott að liggja í leti annað slagið og gera minna en ekkert. Einn svoleiðis dagur er í dag.

Mikael spáir stundum í hvað hann langar ekki að vera, eða hvað hann langar að vera...og setur alltaf rök fyrir þessum hugleiðingum sínum. Í morgun sagði hann allt í einu: "ég myndi ekki vilja vera gæs" og ég segi bara nú, og fannst það svo sem ekkert skrítið, en þá sagði Mikael "Þá væri ég alltaf með gæsahúð" ! Hehe..
Svo man ég eftir einu sem hann sagði fyrir dálitlu síðan: "Mamma, ég myndi ekki vilja vera kind...því það er alltaf labbað ofaní matnum þeirra"....svo sem algerlega rökrétt :)


Till next...adios

Tuesday, April 08, 2008

Lauslæti

Ég var með framsögu um lauslæti í dag, átti reyndar að gera það í gær, en þar sem kennarinn þurfti að fara á fund var því frestað. Ég er sum sé að skrifa ritgerð um lauslæti og var með framsögu um hana í dag. Það gekk bara ótrúlega vel og ég held að ég hafi náð að ræða flesta hluti sem tengjast lauslæti, amk virtist kennarinn nokkuð sáttur, nema kanski þegar ég sagði að fólk tengdist oft lauslæti stéttum og félagsstörfum og tók sem dæmi, leikarastéttina, kóra og kennara ;) hehe...kom reyndar inn á það einnig að auðvitað væri ekkert meira lauslæti þar en einhversstaðar annarsstaðar...bara stimpill sem virðist festast við sumt "hópastarf" . Reyndar er ætlun mín ekki að rekja framsöguna frekar á þessum miðli, en áhugasamir geta fengið keyptan glærupakka um efnið á sanngjörnu verði hjá mér :)
Svo byrjar ljósvakamiðlunartörn hjá mér á morgun, svo ekki má búast við bloggi fyrr en í fyrsta lagi næstu helgi ;) eins og þetta sé hvort sem er eitthvað gáfulegt hjá mér...
Annars þarf ég nauðsinlega að koma frá mér smá áliti sem er eftirfarandi: Mér finst asnalegt að mótmæla afstöðu Kínverja til Tíbet með því að áreita íþróttafólk á hlaupum með ólimpíueldinn hér og þar um heiminn. Reynið bara að berja á kínverskum stjórnvöldum heima hjá þeim! Mér finnst asnalegt að ráðherrar séu að skreppa til útlanda á einkaþotum, og kosta hellings meira en venjulegt flugfar! Mér finnst líka asnalegt að kellingar eða kallar sem ráðherrar fari til landa þar sem stríð geysa, eins og Afganistan eða Írak og þykist ætla að laga ástandið þar! Hverjum er ekki sama um hvað ráðherrakelling frá Íslandi segir...halda þau virkilega að þau geti stoppað eitthvað þarna???? Veit varla hvort maður á að flokka þetta undir heimsku eða bara geðbilaða bjartsýni! Mér finst einnig asnalegt af ráðherra að segja að þeir lækki sko bara ekkert bensíngjöld ef bílstjórar láti ekki af ólöglegum aðgerðum sínum...eins og að loka ólöglega lagt bíla ráðherra inni...hehe, talandi um ólöglegheit!
Ætla að hætta núna...pizzan var að koma ;)

Till next...adios

Sunday, April 06, 2008

Fréttir af fréttamennsku

Jæja, best að byrja bara upp á nýtt...var sko búin að skrifa helling í gær, en þá tók tölvan upp á þvi að verða batterýlaus og ég hafði ekki tíma til að endurræsa og hlaða áður en ég stökk á svið í Freyvangi...en byrjum á byrjunni :)
Ég var á RÚVAk alla fimmtudaginn og fanst alveg svaka gaman, tók tvo viðtöl og gerðir fréttir uppúr þeim og var farin að fíla mig sem þaulvanan fréttamann...hehe ;) Annars fannst mér allt fólkið þarna alveg frábært og greinilega góður vinnustaður, kanski á maður eftir að vinna við þetta einhverntíman, hvur veit! Ég var reyndar mjög þreytt eftir daginn og rétt orkaði að fara í sjoppu, kaupa hammara og skríða upp í sófa rétt fyrir sjónvarpsfréttir. Á föstudaginn þá fór ég svo fram í Freyvang og tók að mér afleysingarhlutverk, lék gleðikonu og múg-konu. Þetta gekk með góðri hjálp góðra samleikara, en var samt tæpt þegar ég missti næstum niður um mig pilsið í einu dansatriði. Sú sem ég leysti af er nefnilega ca.helmingi mjórri en ég og ég fann bara smelluna í pilsinu smellast frá í miðjum skottís! En þetta tókst....svo lék ég sama leikinn í gærkveldi, nema án nokkura pilsavandræða :) En þetta var bara gaman, hentar mér vel að stökkva á svið án allra æfinga, taka tvær sýningar og svo búið :) Fínt að fá smá fiðring...

Það áttu tvær mágkonur mínar afmæli rétt um daginn, Alla þann 30.mars og Sigga Lára þann 4.apríl og langar mig að óska þeim til hamingju með það :)
Jæja, ætli það sé ekki best að reyna að drífa af þessa ritgerð um lauslæti sem ég þarf að skila á morgun...á eftir að finna einhver 2500 orð í viðbót, gæti kanski reynt að skrifa eitthvað um hórurnar í Englandi á tímum Jörundar hundadagakonungs ;)

Till next...adios

Wednesday, April 02, 2008

Skipulag

Maður þarf víst að fara að huga að vori og sumri og því sem fylgir skólafríum, hvort sem það er mitt frí eða strákanna ;) Best væri nú ef ég gæti bara verið í fríi í allt sumar eins og þeir, en þar sem ég hef ekki fengið fjársterkan aðila til að ausa í mig pening í sumar, þá verður það víst bara draumur. Ég gerðist dugleg áðan og pantaði sumardvöl fyrir Mikael í viku á Vestmannsvatni. Það er tiltölulega stutt í burtu, og hann vildi ekki vera lengur en í viku. Þessi eina vika kostar líka nærri þrjátíuþúsundkalla, svo það verður bara að duga. Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá verður þetta fyrsta heila vikan sem ég og Mikael höfum verið aðskilin síðan hann fæddist. Hann hefur mest verið frá mér í 3 nætur minnir mig, þegar ég skrapp til Köben þarna um árið ;) En hann er nú orðinn stór strákur og getur þetta...það er bara ég sem er strax komin með smá hnút í magann ;) hehe. Fór samt að reikna það út, að þetta er ekkert svo brjálæðislega dýrt, svona miðað við sólarhrings gæslu. Ef mér t.d dytti í hug að stinga af í viku, fá barnapíu og borga henni 300 kr. á tímann, þá væri ég að borga yfir 50 þús. En Mikael hlakkar til og vill þetta og það er mest um vert. Svo núna á ég bara eftir að redda honum pössun í ca.5 vikur í sumar.
Kanski stafar reyndar hnúturinn í maganum útaf því að ég er að fara á RÚVAk á morgun....er pínu stressuð, verð alveg að viðurkenna það.
Jæja, ætla að dríbba mig í rúmið :)

Till next...adios

Tuesday, April 01, 2008

Vér mótmælum allir


Þar sem ég er svona mest í skólanum og hugsandi um afbyggingu eða mælskubrögð, þá missi ég stundum pínulítið hvað er um að vera í litla landinu. Ég var nú samt búin að heyra af mótmælum atvinnubílstjóra í borg óttans og var hálft í hvoru að vonast til að þeir færu nú bara að dæmi Frakka og ferðu eitthvað róttækt! Mér finnst að það eigi að sturta vörubílshlössum af sauðataði á tröppur stjórnarráðsins, það sýnir amk álit sem ekki fer framhjá neinum og er hægt að þrífa í burtu án allra kemískra efna...ólíkt málningu. En það vantar fútt í þetta...velta við bílum, kveikja í bílum (bara ekki mínum) og svona alvöru mótmæli...ekki mótmæla undir stjórn lögreglunnar, þá er nú bara betur heima setið! Sá annars í sjónvarpinu að tvær unglingsstúlkur hentu eggjum í stjórnarráðið og ég hef sjaldan séð löggur hlaupa eins hratt og á eftir þessum tveimur "stórglæpamönnum" ;) hehe...

En málið er að ég sum sé var að koma heim úr skólanum rúmlega 4 í dag og heyri þá þessi voða læti, flaut og lúðra...ég hugsaði: "ætli geti verið að Akureyringum hafi dottið í hug að mótmæla" en fannst það samt pínu ólíkleg. En viti menn, svo ekur hersingin hér niður Þórunnarstrætið og lestin ætlaði bara engan endi að taka! Ég glotti við tönn og var bara nokkuð ánægð, því þótt við séum ekki farin að velta við bílum og kveikja í (sem má nú alveg missa sín) þá er þetta allt á réttri leið, við eigum ekki endilega að láta traðka á okkur ALLTAF!

Annars fanst mér líka fyndið þegar var talað við Sturlu Böðvarsson samgöngumálaráðherra, og honum afhentur áskorunarlisti, að stjórnvöld lækkuðu hluta sinn í bensínkosnaði...þá segir hann: "við þurfum nú að nota þessa peninga til að byggja nýja vegi, sinna sjúklingum og sjúkrahúsum"! Hummmm...eitthvað er hann nú að gleyma sér kallanginn, veit ekki betur en að hluti ríkisins af bensíninu eigi að vera eyrnarmerktur vegagerð og því tilheyrandi...og kemur bara sjúkrahúsum ekkert við! Sennilega átt að höfða til vorkunsemi okkar þarna...við vorkennum frekar veikum sjúklingum en holóttum vegum ;)
Miklu meira en nóg í bili.
Látið ekki mótlætið á ykkur fá :) eða mótmælin ;)

Till next...adios