Thursday, March 30, 2006

Snjór, snjór...

og meiri snjór!
Hvar endar þetta eginlega?
Ég held að það hafi snjóað meira síðustu 3 daga en í allan vetur!

Nokkur holl ráð, sem ég hef lært af biturri reynslu:

1. Farið ekki í buxum með uppábrot út í mikin snjó.
2. Farið fyrr á fætur og í snjóbuxur, ef það hefur snjóað mikið og bíllinn er líklega fastur í blautum snjó.
3. Treystið ekki því að einhver góðhjartaður sterkur maður labbi framhjá og ýti upp bílnum ef hann er fastur.
4. Geymið skóflu í skotinu á bílnum, þegar það hefur snjóað mjög mikið. Það sparar tíma að leita að henni í geymslunni.
5. Hummmm...held ég sé hætt að gefa ráð ;)

Er samt að hugsa um að setja auglýsingu í einkamáladálkinn hjá DV, hún myndi hljóða einhvernvegin svona:

"Óska eftir að komast strax í kynni við mann sem á jeppa, með sambúð í huga a.m.k til vors eða þar til snjóa leysir. Áhugasamir vinsamlegast leggið inn umsókn þar sem skal fylgja mynd af jeppanum".

Svona er maður nú tilbúinn að slá af kröfunum. Áður en að allt snjóaði í kaf, þá voru kröfurnar miklu meiri...t.d um mikin andlegan þroska og gott útlit ;)

Herinn er víst ennþá á leiðinni í burtu frá okkur! Og ég er viss um að þá sannast hið fornkveðna: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!!!!
Og hafið þið það! Herstöðvarandstæðingakjánar! Þið skuluð sko ekki koma væææælandi til mín þegar allt er komið í óefni.
Það er einn sem ég skil nefnilega ekki...hvað hefur fólk á móti hernum?
Hvað hafa þeir gert okkur?
En hvað hafa þeir gert fyrir okkur?
Þeir hafa nefnilega gert slatta fyrir okkur.
Bjargað fullt af fólki. Þar sem þessar þyrludruslur sem íslendinar eiga eru alltaf bilaðar eða í skoðun! Hafa útvegar fjölda fólks vinnu. Og búið til einhvern slatta af nýjum íslendingum ;)
Þetta er bara liður í að íslenska þjóðin úrkynjist ekki ;)

Svo vil ég benda á eitt: þótt íslendingar þyki með ríkari þjóðum heims, þá munu þeir ALDREI geta haldið uppi jafn góðri þyrlubjörgunarsveit og jafn góðum þyrlum og USA-army hefur gert.
Þegar íslenska ríkið getur ekki haldið uppi heilbrigðisþjónustu skammlaust, ekki hugsað almennilega um aldraða og veika, ekki stutt við bakið á námsmönnum, ekki ekki ekki gert neitt að neinu viti fyrir þjóðfélagið í heild. Þá getur það sko bara ekki keypt og rekið sambærilegar þyrlur og herinn hefur laggt okkur til endurgjaldslaust!!!

Fuss og sveiattan!

Ef fólk vill ekki herinn til að passa uppá okkur...þá getur það bara flutt í eitthvað afríkuríki og veifað þar hvítum fána framan í næsta mann.
Og ekki orð um það meir!

ÉG er ennþá svekkt yfir því að Regína Ósk komst ekki í Evróvisíon!
Vona að Ágústa skilji hana Silvíu Nótt vinkonu sína eftir út í Grikklandi, þótt það sé illa gert, ja hvað myndi fólk segja ef Silvía Nótt myndi skilja Ágústu Evu eftir ;)

Eigið góðar stundir...

Till next...adios

Friday, March 17, 2006

Tóm hamingja?

Afhverju eru allir (flestir sem ég þekki) svona ánægðir yfir því að herinn skuli vera að fara burt í haust?
Hvað er eiginlega að því að þeir John, Paul og þeir félagar allir flöglri hér yfir annað slagið.
Þetta skapar rúmlega 600 manns atvinnu fyrir utan öryggið sem felst í því að hafa þyrlurnar þeirra hérna til að sækja slösuðu og veiku sjómennina okkar. Og kanski nokkrar týndar rjúpnahetjur...sem fara nú að heyra sögunni til með tilkomu fuglaflesnunar.
Þetta er álíka eins og nokkur þúsund manns myndu missa vinnuna í Reykjavík! Það yrði nú aldeilis uppi fótur og fit þá.
Við erum bara lítið aumt fátækt ríki sem hefur hangið í pilsfaldi stórabróður (eða stórumóður) og ættum bara að hanga þar lengur!
Hvað er svo sem athugavert að hafa herinn hérna áfram?

Ætla að telja upp að 100 og skrifa svo meira...ef ég nenni og hef tíma til ;)

Till next...adios