Saturday, April 30, 2005

Skýjum ofar

Ég skrapp til Reykjavíkur sl.fimmtudag. Sem er í frásögur færandi.
Ekki get ég sagt að ég hafi gaman af því að fljúga...því fer fjarri, en þegar maður þarf að skreppa á námskeið
þá lætur maður sig hafa það.
Svo þegar vinnustaðurinn borgar flug og heilar 2500 kr. í dagpening þá er það ekki spurnign.
Ég hefði að vísu valið betri ferðafélaga en það slapp til.
Ég fór á námskeið í hraðkælingu og hraðfrystingu og varð margs vísari. T.d ef maður frystir matinn sinn í venjulegum frysti á Ítalíu er maður settur í steininn! Eða það sagði amk ítalinn sem var með námskeiðið. Það fór sem betur fer fram á ensku, þar sem ítölsku kunnátta mín er lítil sem engin!
En þetta var sem sagt ansi góð ferð, flugið fínt og svo gaman að horfa niður á skýin og auðvelt að ímynda sér að það sé nú bara ekkert mál að hoppa á milli skýjabólstra!

Svo ég var skýjum ofar...og er það reyndar enn...en það er allt önnur saga.

Verð að stoppa núna og þjóta á tónleika með Árna bró.stórsöngvara :)

Till next...adios

Tuesday, April 05, 2005

Klirrumprill

ÖSKUR!!!!

Ég var búin að skrifa ógeðslega ógeðslega mikið....Publish Post og púfff!
Allt horfið....
Ætla að skæla aðeins og athuga svo hvort ég nenni að endurskrifa eitthvað af þessari snilld

Klirrumprill

Jamms og kjamms...

Stundum finnst mér alveg kostulegt hvað mér dettur mikið í hug, til að skrifa á blogginu mínu, þegar ég er víðsfjarri tölvu! Eða hef engan tíma til að setjast niður og skrifa.
Datt þetta í hug þegar ég gluggaði í vikutímaritið Andrés Önd.
Það bar nefnilega svo til tíðinda að Andrés nokkur, sem er söguhetjan, langaði svo til að skrifa handrit. En fannst það erfitt og taka langan tíma, því hann var ýmist upptekinn við sjónvarpsgláp eða át. Þá skrapp hann til vinar síns Georgs gírlausa sem einmitt átti til handa honum huxanaskrifara, fyrir hreina tilviljun. Svo hann setur huxanaskrifarann á höfuð sér sem sér um að skrifa niður hugsanir hanns og prennta út.
Það sorglegasta við þetta var að Andrés átti mjög erfitt með að einbeita sér að því að hugsa um eitt í einu svo að þetta gekk ekki vel hjá honum.
En hugmyndin fannst mér góð, þ.e þetta með huxanaskrifarann...þá þyrfti maður ekkert að hafa fyrir þessu og kæmi hugsununum frá sér áður en maður gleymir öllu þessu sniðuga sem maður ætlaði að segja :)
En ég þekki víst engan Georg gírlausa.....

Ég verð líka að bæta því að Andrés Önd er alveg snilldar lesefni og ráðlagður skammtur er eitt blað á viku, gott fyrir sálartetrið.

Talandi um sálartetrið. Mér finnst líka snilld þegar upp eru fundnir þættir sem láta mann líða vel með það sem maður hefur í kring um sig.
Einn slíkur þáttur heitir "allt í drasli" og er í umsjá Heiðars snyrtis og hússtjórnarstýru nokkurrar sem ég man ekki nafnið á.
Ég er nefnilega ein af þeim sem nenni bara alls ekki að vera með tuskuna á lofti á hverjum degi og eins og verða vill (með tvo algera draslara á heimilinu) er stundum mjög óregluleg afstaða til hlutanna hér á heimilinu.
En viti menn, eftir að hafa horft á einn þátt af "Allt í drasli" þá hreinlega glansaði mín íbúð og bar þess vott að hér byggi kona sem tæki til og þrifi hjá sér í amk 3 tíma á dag!

Svona á þetta að vera! Hætta að sýna fullkomnunarþætti eins og "Next Amerikan Topp model" og "The Swan",
Sýna heldur þætti með allt í drasli og þá ekkert að vera að laga til fyrir fólk!
Sýna þætti með ljótu fólki, skrítnu fólki, fólki í basli og s.frv.
Þættirnir gætu heitið eitthvað á þessa leið:

"Ljóti andarunginn "
"Bilaði bíllinn" eða "bölvuð beiglan"
"Flottasta ruslakompan"
"Lægstu launin"
og svona mætti lengi telja...

Þetta er náttúrulega rugl að vera að sýna okkur meðalJónunum þætti sem eru til þess eins fallnir að sýna okkur að við erum bara meðalJónar!

En samt er nauðsinlegt að hafa einn og einn þátt með sætum strákum....byrjaði einn í gærkvöldi LOST og ég er nokkuð viss um að hann heitir LOST af því að það er svo LOSTafullur læknir sem er í aðalhlutverki :)
Ég reikna amk með að hann sé í aðalhlutverki fyrst að hann var ekki étinn eða tættur í sundur í fyrsta þætti, skrámaðist bara aðeins á bakinu við flugslysið...sem bæ ðe vei...flugstjórinn lifði af slysið...þótt nefið af flugvélinni hafð endað langt frá restinni af vélinni...en var svo bara tættur út um gluggann af einhverju sem enginn veit enn hvað er...en er sennilega stórt og getur flogið...eða er rosalega stórt...því restin af flugstjóranum ó-heppna endaði upp í tré! The end...nú bara bíður maður spenntur eftir næsta þætti :)

Verrívell.......búin að rugla nóg í bili

Till next...adios

Sunday, April 03, 2005

Súkkulaði

Sælt veri fólkið :)

Vil ég byrja á að þakka Nonna, Siggu Láru og Lifur (frænda) kærlega fyrir stuðninginn og ógurlega þolinmæði :)
Þið verðið til þess að ég sest niður við seinfæru tölvuna mína og reyni að rita eitthvað að viti (eða ekki viti...skiptir engu!).

Einu sinni, þegar ég var lítil stúlka, þá hélt ég að það væri aldrei hægt að fá nóg af súkkulaði.
En ég dag er ég eginlega komin á aðra skoðun.
Ég keypti nefnilega páskaegg handa strákunum mínum, nú eins og góðri móðir sæmir..., og afþví að þau voru á tilboði í Bónus (ekkert bruðl) þá urðu fyrir valinu tvö egg nr.6 (sennilega eitthvað sem mig hefur dreymt um sem lítil stúlka).
Svo þegar Kristján kemur heim, kemur hann með eitt páskaegg með sér! Sniðugur leikur hjá föður hans...láta hann taka út sykuræðið hjá mér ;) hehe, og við Mikael ekki enn búin með páskaeggið hans!
Svo staðan í dag er þannig: ennþá leifar af 2 eggjum þeirra bræðra og eitt egg nr.6 ennþá falið upp á skáp!
Mér finnst súkkulaði flæða út um eyrun á mér pog hugsa með hálfgerðri skelfingu til þess þegar síðasta páskaeggið verður tekið til átu!
Verst að hann Friðrik Ingi fermdist ekki um páskana, þá hefði ég gega gefið honum það í fermingargjöf...múhahaha!

Talandi um ferðalög til Köben...hummm....hux.... þegg hlýtur að fara að koma. Það eina sem er að hrella mig núna eru fjárlög heimilisins!
Ísskápurinn minn gamli (sem ég fékk gefins fyrir ca.13 árum síðan, þá átti sko að henda honum) tók upp á því um dagin að telja hlutverki sínu sem kæligeymslu lokið og fór að hita innihald sitt! Það var ekki geðsleg aðkoma á sunnudagsmorgni, að opna ísskápinn og á móti manni kom hitabylgja....mjólkin rann ekki úr fernunni heldur slettist þykk og vellyktandi úr henni!
Svo ég þurfti að drífa mig strax í búð og kaupa nýjan ísskáp.
Sem var sko ekki inn á fjárlögum þessa árs.
En þessi nýji er nú aldeilis mikilu flottari en gamla greiið :)
Svo þurfti ég líka að kaupa mér gleraugu um daginn, svo að fjárútlát mín hafa verið í hærri kantinum það sem af er árinu. ÉG er að vísu ekki búin að borga ísskápinn alveg....tek mér nú sennilega tvo mánuði í það.
Svo ferðaáætlanir ráðast kanski svolítið af fjármálum, finnst lítið spennandi að fara til Köben og geta ekki eytt neinu! En ég er á fullu að plana í hausnum....og á hausnum;)

Jæja, læt þessu lokið í bili
reyni bara að skrifa fljótlega aftur...

Till next...adios