Tuesday, August 29, 2006

Ör-stutt

Mundi allt í einu eftir auglýsingu sem ég heyrði í útvarpinu (Voice) núna rétt um daginn.

Þar var því haldið fram að þótt þú fengir 50 fullnægingar á dag þá væri það samt minni ánægja heldur en fælist í því að drekka eina dós af Pepsi Max!
Því það tæki þó um 5 min.

ÚFFF...grei maðurinn sem fann upp á þessari auglýsingu, hann hefur örugglega hvorki fengið fullnægingu eða drukkið Pepsi Max.....

Till next...adios

Misþyrmingar

Gott kvöld kæru landsmenn, nú er að hefjast þátturinn Bloggað með Betu bullara....
He he , ég hugsa að ég ætti fullt erindi í útvarp, og jafnvel sjónvarp!

Að minnsta kosti jafnmikið erindi og ÍSLENSKUR FÓTBOLTI !!!!!
Hvernig dettur þessum guttum sem öllu ráða hjá RÚV, að sýna undanúrslit í íslenskum fótbolta???
Eini tíminn sem mér tekst að halda mér nokkuð vakandi á kvöldin, milli 20-22, undirlagður af þessum misheppnuðu tuðruspörkurum!

Svo er sýn að fara að sýna "raunveruleikaþátt" íslenska nördinn, um nörda sem gerðir eru að fótboltaspörkurum....
Halló, þessi þáttur er í sjónvarpinu núna! Þ.e.a.s íslenskur fótbolti, er nördabolti...og verður það þangað til að verður farið að gera þetta að alvöru og atvinnumennsku.
Með fullri virðingu fyrir íslenskum fótboltaiðkendum ;)

Leifið mér svo að horfa á kellingaþætti í friði!

Svo er það nú annað...(vá, er ég hætt að gera neitt nema kvarta á þessu bloggi?)....
Auglýsingar!
Mér finnst það lágmarks krafa að fólk sem semur, þýðir eða leikur í auglýsingum bulli ekki út í eitt!
Noti a.m.k málið eins og á að nota það...ég sá nefnilega auglýsingu um daginn, og mig minnir að það hafi veri að auglýsa eitthvað "nýtt" hreinsi-krem, eða hreinsi-gel, eða hreinsi-maska, eða eitthvað hreinsi-dót alla veganna ;)
Og eftir mikið skrúbb og dans (einhverra hluta vegna virðist fólk vera léttara á fæti ef það er hreint í framan) þá segir textalesarinn: " ...FYRIR SLÁANDI HREINA HÚÐ..." !!!
Úfff...maður á bara ekki til orð! SLÁANDI hrein! Halló! Maður getur fengið "sláandi fréttir" en svei mér þá, þá langar mig ekki til að sjá þessa sláandi hreinu húð! Og alls ekki hafa sláandi hreina húð...svo það er nokkuð öruggt að þtta hreinsi-dót nær ekki inn í minn baðskáp!
Verð frekar bara drullu-skítug í framan ;)

En talandi um "útlitsbætandi vörur" hummm...ég ákvað nefnilega einn góðan veðurdag snemma vors í vor, að nú væri kominn tími til að "fullorðnast" og eiga eitthvað af svona ómissandi snyrtivörum.
Svo að í einni af mínum frægu Nettó verslunarferðum, þá tók ég mig til og nærri hreinsaði hillurnar af Nivea-húð og hár línunni.

Það var húðkrem með örlitlu af brúnkumyndandi efnum í, andlitskrem sem ber það skemmtilega nafn "summer beauty" (er það ekkert að virka???), sturtusápa með sérstökum uppbyggjandi efnum í og svo hársápa og næring fyrir litað hár. Hafði reyndar fest kaup á "augnkremi" eins og hommarnir í sjónvarpinu nota, nokkru fyrr en gafst upp á að nota það vegna þess að ef að hrukkurnar minnkuðu eitthvað að ráði (sem ég sá nú reyndaar ekki að hefði gerst) þá söfnuðust þær saman í einhverskonar fituhnúðum sem mér fannst bara talsvert ljótara en að hafa nokkrar hrukkur. Svo þetta var fljótt tekið út af dagskrá.

Ég finn svo sem engan mun á mér...hvorki í þroska né utanáliggjandi fegurð....rassinn hefur t.d ekki lyfst neitt upp á við, og appelsínuhúðin er þarna einhversstaðar ef ég nenni að gá!

Svo ég held að málið sé að sættast við sjálfan sig eins og maður er, og sleppa því að eyða stórfé í kremklessur...
...þá er ég sem sé´hætt við að verða svona "fullorðins"...nenni heldur ekki að klína á mig maskara á hverjum degi....bara svona spari ;)

Till next...adios

Thursday, August 03, 2006

Sjónvarp

Hvernig tókst mér að gleyma því að tala um sjónvarpið mitt nýja hér að neðan???

Ok, svo við byrjum nú á byrjunni:

Eins og flesta, sem lesa þetta bolgg, rekur minni til, þá tók gamla sjónvarpið mitt upp á því að hætta að virka! Það var nú reyndar ekki einu sinni rosalega gamalt...en þetta var nú bara UNITED drasl (eins og fótboltaliðið;).

Og strax á þriðjudaginn sá ég fram á það að við svo búið myndi ég eigi una lengi, og ákvað að gera eitthvað verulega drastíst í málunum.
Ég veit ekki hvað það er, en of ér ég mjög fljót að taka ákvarðanir í svona málum, en er svo kanski hund lengi að ákveða hvað á að vera í matinn!

Ég sem sagt gekk inn í Simens búðina og inn í sjónvarpsdeildina, þar rak mig í rogastans, því mér virtist ekki vera neitt nema flatskjáir þar sem kostuðu flestir VEL yfir 100.000kallinn!
En eftir örlítið ráf á milli tækja, kom ungur en áhugasamur afgreiðsludrengur og bauð fram aðstoð sína.
ÉG þáði hana með þökkum og spurði hann hvort þeir ættu ekki nein svona "venjuleg" sjónvörp?
Jú, jú...hann benti mér fyrst á tvö lítil tæki inni í horni, en þegar ég sagðist vilja svona 28"-29" tæki þá sýndi hann mér eitt PHILIPS tæki, sem mér fannst hæfa mér ágætlega verðlega ;)
Svo ég sagði bara: ég tek það!
Þá þurfti litli guttinn (sko afgreiðslumaðurinn) að hlaupa út á lager til að athuga hvort þeir ættu ekki öruggleg svona tæki.
Og til allra lukku var EITT tæki eftir!

Ég borgaði tækið, og spurði hvort ég kæmi því inn í bílinn hjá mér. Hann taldi svo vera, og sagði mér bara að fara á bakvið með bílinn og strákarnir á lagernum myndu skutla því inn í bíl fyrir mig.

Svo ég fer á bakvið, og hitti þar tvo alveg hreint yndælis menn :) Því að það var ekki viðlit að koma tækinu inn í bílinn minn, og þeir voru svo góðir að bjóðast til að skutla því heim fyrir mig.
Svo komu þeir eftir smá stund, báru tækið inn í stofu og ég spurði hvort þeir vildu ekki eiga gamla tækið...og þeir sögðust alveg geta hent því fyrir mig :)

Nú vantar mig bara einvern til að henda stóra stóra kassanum sem sjónvarpið kom í, í ruslið!

En ég er a.m.k ánægð með þjónustuna í SIEMENS-búðinni og sérstaklega sendlanna :)
og svo er ég líka hæst ánægð með nýja fína sjónvarpið mitt!

Og svona til að toppa bjartsýnina og ánægjuna, þá ætla ég bara líka að vera ánægð að þurfa ekki að druslast um með alla vasa fulla af peningum lengur ;)

Till next...adios

Ekki verra en ég hélt...

ÉG tók daginn tiltölulega snemma í dag...svona miðað við það að ég átti frí.
Byrjaði á að rölta með Mikael í leikskólann og fór svo heim og fékk mér morgunmat.

Svo byrjaði ég að rökræða við sjálfa mig...á ég að fara með bílinn í skoðun í dag eða ekki, ég vissi að handbremsan var orðin ansi slök, svo ég ákvað eftir dálitlar rökræður, að prufa að hringja á verkstæði sem auglýsir sig þannig að það annist bremsuviðgerðir.
Samtalið fór á þennan hátt:
Ég: (eftir að síminn hafði hringt mjööööög lengi) góðan daginn, eru þið ekki með svona bremsuviðgerðir?
Hann: (starfsmaðurinn) hummmm, ja, það má eginlega segja það.....það getur verið....svona eitthvað....
Ég: Ég var að spá í hvort þið gætuð kíkt á handbremsuna hjá mér, hún er orðin eitthvað léleg.
Hann: hummmm...ja.....hvernig bíll er þetta?
Ég : Renault 19 árg.1990
Hann: hummmm...ja..það getur verið....
Ég: get ég kanski komið með hann í dag?
Hann: hummm...ja..nei, kanski á morgun...
Ég: Hvenær þá á morgun?
Hann: Hummm..kanski svona um 10 leitið
Ég: Er enginn sjens að koma honum að ég dag, ég er nefnilega í fríi og betra fyrir mig ef það er hægt.
Hann: Hummmm....ja, kanski um kl.4
Ég: Ok, flott, viltu taka niður nafnið mitt eða?
Hann: Nei
Ég: á ég bara að mæta?
Hann:
Ég: Ég kem þá bara kl.4 takk fyrir.
Hann:

ÉG er ekki viss um að ég hafi lent á jafn áhugalausum og fráfælandi afgreiðslumanni áður!
En að sumu leiti var þetta ágætt.
Eftir samtalið hugsaði ég með mér að ég ég nennti alveg ómögulega inn á þennan stað, þar sem mér fannst á þessum manni að ég væri að gera þeim mikin óleik með því einu að hringja!

Svo ég tók mig saman í andlitinu og fór og þvoði bílinn! Hélt að það væri kanski vænlegra til árangurs í skoðuninni....

En það kom mér ekkert rosalega á óvart, að þetta undarlega hljóð sem hefur heyrst úr vinstra framhorni bílsins undanfarna mánuði, var ónýtur stýrisendi.
Og þá kom ónýt handbremsa heldur ekkert snarlega á óvart.

Svo nú er ljótur grænn miði á bílnum mínum!
En ég fór á alvöru verkstæði og fékk tíma fyrir djásnið mitt 16. ágúst svo ég ætti að koma honum í gegnum heila skoðun í lok mánaðarins :=)

Sennilega kemur þetta til með að kosta eitthvað...but who cares???

Till next...adios