Thursday, October 30, 2008

Hananú

Fór í ræktina í dag, eftir einn skrítnasta tíma í HA frá byrjun...ætla ekki einu sinni að skrifa um það að svo komnu máli...kanski seinna.
Mikael Hugi kom heim í dag í 4 húfum...mjög ánægður með sig, enda var orðinn talsverður skortur á húfum...nú er næsta skref að ná honum heim í slatta af vettlingum ;)
Annars virðist lesturinn að vera að koma hjá honum, svo það eru jákvæðar breytingar þar á bæ.
Ekki sömu sögu að segja um gelgjuna í augnablikinu...sá að hann hafði ekki unnið í tímum eða skilað heimanámi í stærðfærði síðustu vikuna, var náttúrulega ansi þung á brún...Kristján litli hafði ekki mjög sterka málsvörn, eða eins og hann sagði: "ég er bara ekkert góður í stærðfræði" hummm...ég sagði honum líka það að ekki batnaði það ef hann ynni ekki í tímum og skilaði ekki heimanámi. Svo nú er drengurinn kominn í tölvustraff og er í afar megnri fýlu inni hjá sér!

Kabarett æfingar eru bara öll kvöld núna, brjálað að gera í skólanum, svo þetta er að öllu leiti bara alveg ljómadi allt saman ;)
Fór i skóbúð í dag að leita af kuldaskóm á Kristján, það gekk erfiðlega, því lítið sem ekkert var til í hans stærð! Og bara ekkert væntanlegt...kallinn í skóbúðinni sagði bara að það væri sko ekki von á neinum vörum. Vei vei vei...var svo harðákveðin í því að láta ekki kreppuna pirra mig í dag, að ég hamaðist í ræktinni og hékk á Facebook...;) hehe...þarf samt að klára eina ritgerð við fyrsta tækifæri...well, koma tímar koma ráð ;)
Hafið það gott í snjónum...

Till next...adios

Tuesday, October 28, 2008

Ææææ

Akkúrat núna, þá finnst mér Íslenska ríkisstjórnin og ráðamenn vera aumingjar. Og ef þeir vilja lögsækja mig fyrir meinyrði, þá bara gott og vel.
Var að- lesa það inn á mbl.is eða visir.is að Færeyingar vilji lána okkur aur...eða einhverja milljarða. Mér finnst þetta óskup fallegt af færndum vorum Færeyingum, en um leið hugsaði ég: hvurslags djöfulisns aumingjaskapur og heimskuháttur kom okkur hinum venjulega Íslendingi, í þessa hrikalegu stöðu að við þurfum að fá lán hjá þjóð, sem nb. er ekki einu sinni fullvelda ;)
Mér finnst að ríkisstjórnin geti bara sagt af sér í hvelli og þjóðstjórn Færeyinga tekið við stjórninni...þeim viriðist amk ganga betur en okkur að stýra sínu skipi.
Ég er nú að reyna að hugsa ekki alltof mikið um þetta allt, svo sem nóg annað að hugsa um, en stundum verð ég bara alveg foxill yfir þessum drulluháleistum sem lögðu landi í rúst.
Þetta er bara eins og ef maki manns til fjölda ára, sem maður hefur treyst fyrir börnum, búi og fjármunum öllum, myndi bara berja mann í buff, nauðga og skilja eftir allslausan og nakin á öskuhaugunum!

Skamm Dabbi Odds
Skamm Geir H.H
Skamm ríkisstjórn
Skamm útrásaraumingjar

Já ég er bara fúl!
Það er alveg nógu erfitt að þurfa að búa á skítaköldu landi, með snjó og roki stæstan hluta ársins, þótt maður þurfi ekki að hokra upp á haugum líka!
Það verða engin knús og faðmlög til þess að bjarga málunum...
Eflaust verður runnin reiðin af mér eftir smá stund og ættjarðarástin kviknar á ný...en þangað til...skrambans!

Till next...adios

Monday, October 27, 2008

Músagildran

Maður var reyndar í hálfgerðri músagildru í gærmorgun, bíllinn á kafi í snjó og maður lét ýmislegt fara í sínar fínu pirrur, eins og fasta bíla sem voru fyrir manni og stelpur sem vissu ekki einu sinni hvort fasti bíllinn þeirra væri framhjóladrifinn eða ekki ;) en það er allt önnur saga sem verður ósögð látin hér ;)
Leikhús ferð var farin í LA, í alvöruleikhúsið, þá meina ég samkomuhúsið, en ekki rýmið sem er í Dynheimahúsinu og innifelur í sér slagsmál um sæti og þh. En þetta var sum sé ALVÖRU leikhúsferð...nema kanski það að leikararnir flestir, voru ungir og nokkuð óreyndir. Nú er ég alls ekki að lasta áhugaleikhús þegar ég segi að þessi ferð í LA minnti mikið á leikhúsferð í áhugaleikhús :)
Kanski sýnir það bara hversu áhugaleikfélög mörg hver (og þá auðvitað sérstaklega Freyvangsleikhúsið) standa framarlega í leiklistarheiminum. Kanski á þetta efir að slípast hjá þeim, en mér fanst þau mörg hver ekki sannfærandi í leik sínum. Og sýningin datt niður dauð á tímabili...og þá er ég ekki að tala um morð, heldur bara þegar ekkert er að gerast...sem er arfaslæmt þegar um morðgátu-leikrit eftir Agöthu Cristie er að ræða ;)
"Gamla" fólkið í sýningunni fær plús hjá mér, meira að segja Alli Bergdal sem ég er ekkert rosa skotin í ...var bara nokkuð góður.
Nú var ég víst búin að lofa honum Þránni Karlssyni að kjafta ekkert um söguþráð verksins, svo ég fer ekki meir út í það...nema það að í miðri sýningu mundi ég allt í einu hver morðinginn var ;) sá þetta í sjónvarpinu fyrir margt löngu...held ég...hafði amk rétt fyrir mér ;) enda svo svakaleg rannsóknarlögga í mér ;)
Mæli samt algerlega með því að allir farí leikhús...því það er gaman ;) held samt að það verði betra og skemmtilegra stykki á fjölum Freyvangs í vetur en þetta ;) Gaman að segja frá því að við vorum á tímabili að spá í Músagildruna í Freyvangsleikhúsinu og hefðum potttttþéttttt gert það betur en LA ;) ekkert mont...nei, bara veit það ;)

Jæja, hætt að bulla...ætla að elda kvöldmat og fara á kabbaæfingu í kvöld...og mæta ólesin í tíma á morgun...old news ;)

Till next...adios

Thursday, October 23, 2008

Í fyrsta skipti...

Fyrir rétt um ári síðan, var ég í fyrsta skipti með debetkortareikninginn minn réttu megin við núllið. Í fyrsta skipti síðan ég fór að hafa eigin stjórn á fjármálum mínum (samt ekki beint eigin stjórn, þar sem maður var í einhverju kallastússi) þá var ég ekki með yfirdráttarheimild í notkunn. Og oftar en ekki talsvert mikilli notkunn...Góðærið sem Dabbi kóngur predikaði svo oft um var svona álíka raunverulegt fyrir mér og keisarinn í Kína á 17. öld, vissi að þetta snerti einhverja en það var laaaaangt í burtu frá mínum veruleika.
Svo loksins...loksins....LOKSINS...þegar mér tekst að vera skuldlaus og jafnvel eiga smá afgang og leggja fyrir og sjá fram á bjarta framtíð peningalega séð...þá hrynur hagkerfi lanskins með stæl!
Og hver á að redda því??? Jú, hún litla ég og allir þeir ótal ótal mörgu sem eru í nákvæmlega sömu sporum og ég...og þá meina ég, fólk sem hefur lifað spart í ótal ár en rétt komið yfir erfiðasta hjallann...fólk sem hefur ekki hendst til útlanda oft á ári og ekið um á jeppum og hagað sér eins og þeir sem valdið hafa.
Er þetta réttlátt?
Ég bara spyr.
Sorry barlóminn núna, þarf að skrifa 2.kafla í ritgerð og taka eitt próf í dag...og kaupa kuldaskó á gelgjuna og þar sem mánuðurinn er alveg að verða búinn en samt ekki búinn þá verður maður ennþá fúlli útí ástandið...ekki það að ég hafi tapað pening, heldur er bara ca.helmingi dýrara að fara út í búð í dag en það var fyrir mánuði síðan...þannig að ég sé fram á að klára þessar krónur sem ég á bæði hratt og örugglega ;) þökk sé þessum ótrúlega hæfileikaríku stjórnmálamönnum okkar sem stýra landinu....væri ekki í lagi að svifta þá þessum stjórnunarréttindum sínum?


Farin að læra...

Till next...adoios

Tuesday, October 21, 2008

Mikil viska

Ég fékk þetta sent í tölvupósti í dag, og ákvað að skella því hér inn í stað þess að forvarda þetta á einhvern fjölda ;) það fylgdi ekki með hver höfundurinn er, en mikil er sú viska sem hér fer á eftir:

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður
vel að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður
ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það
hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá
vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá
tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti
ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.

Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur
faðma þennan morgun og allar hans rætur
hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.

Að endingu ég segi við þig sem þetta lest
þetta er góður dagur, hafðu það sem best
ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni
ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

Till next...adios

Það var allt á floti allstaðar....

Það var ekkert spes að koma heim úr skólanum í gær...en fram að því hafði gærdagurinn verð alveg stór fínn. Fór á fund með forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem var fínt, spurði hann að spurningu og tók í hönd hanst á eftir...en fram að þessu hafði ég aðeins séð kallinn í sjónvarpinu ;)
Svo fór ég á fund í Brekkuskóla og hitti eina fína konu sem er að kenna honum Mikael Huga mínum að lesa ;) það var fínt og við báðar ánægðar með kappann ;)

Svo kom ég heim og þar var bara allt á floti! En niðurfallið hafði stíflast út úr húsinu og bæði vatn úr þvottavél efrihæðarinnar og svo gegnumrennsli úr ofnum búið að fylla þvotta húsið og hálfa íbúðina mína...eldhúsið, gangurinn, baðið og forstofan...allt á floti!
Eftir að ég var búin að snúast í nokkra hringi og bjarga gellustígvélunum mínum úr flóðinu, þá hringidi ég í Friðbjörgu og af góðsemi sinni kom hún og hjálpaði mér :) væri sennilega annars ennþá að þurrka ;)
Dúkurinn í eldhúsinu fékk að fjúka út og einnig teppi fram á gangi, en þetta var gersamlega gegnsósa og hefði eflaust ekki þornað fyrir jól!
Svo það var svo pöntuð pizza í kvöldman og svo brunað á kabarett æfingu...fun fun fun.

Till next...adios

Friday, October 17, 2008

Gjaldþrot

Það hlaut að koma að því að ég færi sömu leið og bankarnir og yrði gjaldþrota...þó kanski eini munurinn að ég er ekki búin að eyða helling af peningum sem ég átti ekki...bara öllum sem ég átti, eða því sem næst ;) Nú sé ég bara til hvort ríkið geti ekki bara þjóðnýtt mig svona eins og bankana ;)
Annars kemur þetta væl mitt til af því að ég fór í dag og keypti nagladekk undir kaggann...púfff, ég held bara að þau hafi hækkað eitthvað í verði síðan síðast...það kostaði mig sum sé rúman 61.000 kr. að setja bílinn á vetrardekk...samt fékk ég 10% afslátt.
Svo þarf ég að kaupa sumardekk í vor, því kallarnir spurðu mig hvort ég ætlaði virkilega að hirða þessi dekk...enda voru hundgömul og slitin vetrardekk undir bílnum, svo ég bað þá bara að henda þessum druslum...hlýt að vera búin að safna fyrir sumardekkjum í vor ;)

Jæja, best að væla ekki meira í dag, heldur hafa bara gaman að þessu, ég er amk fær í flestan snjó ;)

Till next...adios

Tilraunir

Hann Mikael Hugi minn er rosalega duglegur að leika sér við aðra stráka og þarf helst að vera að leika sér við aðra frá því að hann kemur heim og fram að kvöldmat. Þetta er alveg gott og blessað, nema að uppátækin geta orðið anski skrautleg.
Mikael og vinur hanns eru t.d búnir að grafa heljarinnar holu í garðinum, sem var svo voða voða erfitt að moka ofaní þegar ég komst að þessum uppgrefti þeirra...enda voru þeir bara að grafa eftir fjársjóði, svo þetta var mjög eðlilegt! Svo í gær þá laumuðust hann og þessi mest uppátækjasamasti vinur hans inn í eldhús, náðu sér í mjólk og nesquikk í krukku og fundu haus af fugli úti sem þeir skelltu út í koktelinn! Kristján greiið fann krukkuna út á tröppum, sér haus af fugli í kakógumsinu og bregður svo að hann missir krukkuna og glerbrot, kakó og fuglshaus út um allar tröppur! Ég varð bara ekkert rosa glöð, æsi mig aðeins við strákana sem taka á rás út og hafa vit á að láta ekki sjá sig í svona korter...svona á meðan ég var að þrífa upp ógeðið og afæsast aðeins.
Svo komu þessi grei, til mín inn í eldhús, ekkert nema skömmustulegheitin uppmáluð og lofuðu öllu fögru....og ætla að sjálfsögðu ekkert að gera þetta aftur. Þeir mokuðu meira að segja aðeins betur ofaní fjársjóðsholuna sína, einnig virðist hluti af moldinni hafa gufað upp eða verið tröðkuð niður ;)

Jæja, nóg af prakkarasögum. Ég fór á KEA í gærkveldi, á vínkynningu, drakk þar slatta af misgóðum rauðvínum og fann svo á mér þegar ég labbaði heim...kláraði svo kafla í ritgerð og sendi frá mér, það á svo alveg eftir að koma í ljós hversu gáfulegt það hefur verið ;)
Núna er planið að leggja sig og fara svo með bílinn í dekkjaskipti...held að það sé bara komin tími á nagla...það er bara rétt ókominn snjór ;)

Till next...adios

Wednesday, October 15, 2008

Annaðhvort

Annaðhvort er öllum sem lesa þetta blogg sama um efnahagskreppu Íslendinga, eða þá að það les bara enginn þetta blogg....ég hélt amk að ég fengi alveg svakaleg komment eftir síðustu færslu, en nei, nei....ekki orð ;(
En ekki dugir að gráta það, heldur halda bara ótrauður áfram og hella út skálum sínum, hvort sem þær eru fullar af reiði eða gleði ;)
Það er búið að vera svolítið mikið að gera undanfarið, próf, verkefni og svo á ég að skila fyrsta kafla af ritgerð sem ég er ekki byrjuð á....hummm, já á morgun ;) En ég slæ þessu bara upp í kæruleysi og ætla á fund í Freyvangi í kvöld ;)
Svo tók ég svo hrikaleg á því í ræktinni í dag að ég er að farast úr strengjum og all svakalega þreytt...svo ég bara dæli í mig súkkulaði og kaffi :) Annars hef ég ekki farið svo lengi í ræktina að það var alveg komin tími á svakaleg átök ;) verð að reyna að vera duglegri að fara...reyndar er þetta einungis tímaleysi að kenna en ekki því að ég sé löt...

Jæja, landi er sennilega ennþá í rúst efnahagslega séð...og fíflin sem komu okkur oní skítahauginn eru að semja fyrir okkar hönd um lán...verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af þessu. Ríkisstjórnin og Dabbi Odds eiga að skammast sín og segja af sér ekki seinna en í gær!!!
Annars verð ég bara að fara að gera eitthvað í málunum...
Við eigum að sjálfsögðu að ganga bara Norðmönnum á hönd og hreinsa fyrir þá olíu (þeir vilja jú fá olíuhreinisstöð á Vesfjörðum) og veiða fyrir þá fisk og þeir gefa okkur af olíugróða sínum í staðin ;) þeir eru jú frændur okkar :)

Jæja, ætla að tjilla í hálftíma áður en ég göslast fram í Freyvang...geysp...

Till next...adios

Monday, October 13, 2008

Áríðandi skilaboð til allra Íslendinga!!!

Ég er með mjög áríðandi skilaboð sem snerta alla landsmenn:
Þau fyrri eru þau að það er okkur beinlínis stór hættulegt að taka lán hjá alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Það verður til þess að þeir beinlínis stjórna landinu og neyða okkur inn í einkavæðingu til að við getum borgað þeim lánið aftur...myndum stefna hraðbyr inn í það að verða þriðja-heimsríki!!!
Það er mun skárri kostur að fá lán hjá Rússum, sem myndu jú hafa ítök hér á landi, jafnvel skella hér niður herstöð og við myndum kanski bara vera bombuð í burtu einn slæman veðurdag, en það yrði amk (vonandi) nokkuð sársaukalaust og taka fljótt af.
Lang besti kosturinn er að fá lánaðan aur hjá vinum og frændum okkar Normönnum :) Við myndum þurfa að standa með Norðmönnum í öllum ákvörðunum og okkur yrði stjórnað dálítið þaðan, en ég hugsa að það sé bara mun betra en þessi fukking stjórn sem við höfum yfir okkur núna!!!

Svo ég vona að landsmenn taki höndum saman og klikkist algerlega ef sjallaliðinu dettur í hug að fá hörmungarlán hjá alþjóða gjaldeyrissjóðnum!!!!!

Önnur mikilvæg tilkynning er:
Að ég hef tekið að mér umboðssölu á klósettpappír fyrir gelgjuna mína sem er að fara í 10.bekkjar skólaferðalag í vor :)
Þetta er klassa pappír, og algerlega nauðsynlegt að eiga góðan mjúkan pappír á bossann í kreppunni ;) Það eru 48 rúllur í pakkningunni og kosta aðeins kr. 5.600 :)
Ég tek við pöntunum í síma 699-0817 milli kl.8-20 alla daga :)

Látum í okkur heyra og leyfum ekki ribböldum í sjallaflokknum að rústa landinu ;)
Og svo brosa líka til hvers annars ;)

Till next...adios

Thursday, October 09, 2008

Reykjavík - Rotterdam

Var að koma heim úr bíó, og fyrst ég þurfti hvort sem er að kveikja á tölvunni þá ákvað ég að henda inn smá kommenti um myndina.
Reykjavík-Rotterdam er bara ein besta íslenska mynd sem ég hef séð!!! Hún er vel gerð, góðir leikarar, spennandi, fyndin og bara snilld :)
Mæli með því að fólk streymi á þessa mynd og gleymi krepputali í 90 min eða svo.

Það var viðtal við einhvern kall (ritstjóra viðskiptablaðsins minnir mig) í útvarpinu í dag, og hann sagði að "nú væri tími til að eyða en ekki spara" sem er svo sem alveg lógíst...eins og ég hef alltaf sagt; fólk þarf að fara út að borða, kaupa sér föt og allt það sem fólk gerir vanalega, svo að það fari bara ekki allt á hausinn!!!
Ég ætla sko ekki að láta mitt eftir liggja í að halda þessu landi á floti og mun eyða af fremsta megni...bíóferð, leikhúsferð, veitingastaðaferð..... þetta eru góðar fjárfestingar sem stuðla að góðu skapi sem er algerlega nauðsynlegt um þessar mundir :)

Brostu og allur heimurinn brosir með þér......gráttu og þú verður blautur í framan ;)
Góðar stundir :)

Till next...adios

Í tilefni dagsins

Venjulegur bankastarfsmaður misreiknar sig um 20.000.- krónur árlega.

Ég vildi að Davíð Oddsson væri venjulegur bankastarfsmaður


Till next...adios

Wednesday, October 08, 2008

Útrás

Ég ætla ekki í neina útrás eins og bankarnir, maður er nú aldeilis að fá að finna fyrir þessu einkavæðinga-mikilmennskubrjálæði sjálfstæðisflokksinns og félaga hans!
Nei, ég ætla mér hinsvegar að fá smá útrás!!!!
Fór í búðina áðan, held að fólk hljóti að hafa haldið að ég væri að hamstra fyrir krepputímana, en það var bara orðið svo langt síðan að ég fór í búð að það vantaði bara allt mögulegt...og það kostaði sitt....shitt!
Svo tróð ég öllu saman í 4 poka og skellti í skottið á bílnum, fór út í Húsasmiðju og keypti ól á köttinn og tók svo bensín á bílinn (náði að eyða 24.000 kr. á hálftíma). Þetta allt gekk reyndar óskup pirringslaust fyrir sig...það var ekki fyrr en heim var komið. Fukking drusla (þá meina ég ekki bílinn) var búinn að leggja í bílastæðið mitt og bílar í löngum röðum niður allt bílastæði. Ég var komin hálfa leið niður að löggustöð þegar ég fann stæði! Og þurfti tvær ferðir með troðfulla poka úr bílnum og heim! Mikið afskaplega var eigandi bílsins heppinn að vera ekki nálægur þegar ég var að rogast heim með pokana....og fólk yfirleitt bara heppið að verða ekki á vegi mínum!

En jæja, það tók svo langan tíma að ganga frá vörunum að ég var nú farin að róast töluvert, sem betur fer, þegar strákarnir komu heim ;) Nú er meiningin að reyna að læra eitthvað þangað til ég skelli pylsum í strákana og mér í saumaklúbb :)
Það verður nú gaman :)

Till next...adios

Tuesday, October 07, 2008

Jammogjæja

Mig dreymdi í nótt að ég keypti mér hamstur eða naggrís...hann var stór og feitur og hljóp svo eitthvað í burtu frá mér. Var einnig að spá í að kaupa hvolp, en hætti við það og skellti mér á hamsturinn...fanst það eitthvað gáfulegra á þessu augnabliki.
Einnig dreymdi mig að ísskápurinn minn var tómur, átti bara háfan líter af mjólk og einn líter af AB mjólk en var viss um að ég ætti miklu meira!
Skyldi þessi draumur tengjast eitthvað efnahags/bankamálunum á Íslandi í dag?
Ég bara spyr ;)

Till next...adios

Monday, October 06, 2008

úúúúú...efnahagsástand

Ég þorði ekki annað en að fara inn á einkabankann minn, rétt í þessu, til að athuga hvort "allir" peningarnir mínir væru ekki örugglega þarna ennþá ;) ...jú að megninu til voru þeir það, reyndar búið að draga af mér eitthvað þjónustugjald fyrir enga þjónustu!!!
En það er þá bara vonandi að þetta þjónustugjald stuðli að því að bankinn fari ekki á hausinn :)
Ég er alveg dottinn oní umræðurnar á alþingi og get enganvegin einbeitt mér að því að lesa undir prófið á morgun...svo ef mér gengur illa þá er það fokking ríkisstjórninni að kenna (já, ég er bara ein af þeim sem getur ekki tekið ábyrgð á mínum málum, það er ALLTAF einhverjum öðrum að kenna ef illa fer ;)
Annars ætla ég bara að bjóðast til að geyma pening fyrir fólk sem á of mikið af honum...tek aðeins smávægilega þóknun fyrir ;) áhugasamir vinsamlegast kommentið endilega á bloggið og ég hef samband ;)

Till next...adios

Sunday, October 05, 2008

Dauðasyndirnar

Snilld - frábært - æðislegt...þetta er svona mín gagrýni í mjög stuttu máli á leikverkinu Dauðasyndirnar sem er verið að sýna hjá LA núna. Reyndar er þetta gestasýning frá Borgarleikhúsinu, en hún verður ekkert verri við það :)
Þetta var frábær uppsetning og svaðalega vel leikin...greinilegt að þarna var fagfólk á ferð sem var ekkert að gleyma sér í "of margar sýningar" komplexum, heldur nýttu sér út í ystu æsar hversu vel þau kunnu textann sinn og höfðu vakandi auga með öllu sem gerðist í kringum það!
Ætla ekki að segja of mikið til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá þessa sýningu. Ég mæli amk algerlega með henni :)

Jæja, verð víst að fara að læra, er búin að vera í sveitinni í allan dag...mest að borða og horfa á Liverpool vinna Man.C....jiiiiiiha :)
Svo var maður náttlega að segja bless við Nonna bró sem er að arka af stað til Liverpool með viðkomu í Reykjavík. Óska honum og Kathleen velfarnaðar á nýjum slóðum :)

lesa...lesa...

Till next...adios

Saturday, October 04, 2008

Kreppan er öllum til góðs

Ég var í snilldar matarboði í gær, þar sem niðurstaða umræðna kvöldsins var sú að kreppan væri bara af hinu góða. Hún mindi að lokum leiða til þess að smá þjóðhreinsun verður af þessum sveppum sem þykjast sjórna og ráða öllu....og í næstu kosningum mun vonandi enginn kjósa sjálfstæðisflokkinn ;)

Ég fór í ræktina í fjórða skiptið á fimmtudainn...var svo hryllilega sniðug að fara fyrst á Bautann með bekknum, þar sem ég tróð í mig kjúklingaloku, frönskum og salati...í stuttu máli þá var ræktartíminn erfiður og ég bara fitnaði ef eitthvað var!
Eitthvað var greinilega búið að gera fyrir sturturnar á svæðinu, því síðast þegar ég fór þá rétt lak vatnið úr sturtunni, svo ég þurfti nánast að hlaupa á milli dropanna til að blotna. En í þetta skiptið var krafturinn svo mikill að það lá við að það væri ekkert skinn eftir á mér eftir sturtuna...varð að halda mér í svo ég þeyttist bara ekki oní niðurfallið!
Annars var þetta fínt :)

Mikael kom heim úr skólanum í gær án tösku, án úlpu, án húfu og án leikfimisfata...ótrúlegt að hann skuli ekki gleyma sjálfum sér í skólanum einhvern daginn....ég rak hann með harðri hendi af stað aftur í skólann og sagði honum að sækja það sem á vantaði. Plataði Kristján til að fara með honum...þeir komu svo með flest til baka nema úlpuna...svo ég vonast bara eftir góðu veðri á mándudaginn :)

Well...er á leiðinni í leikhús í kvöld að sjá Dauðasyndirnar...fun fun fun...

Till next...adios

Friday, October 03, 2008

Fyndið :)

Rakst á þessar samræður, sem hafa átt sér stað fyrir nokkru, milli Winston Churchill og Lafði Astor, og finnst þetta fyndið :)

Lafði Astor: "Ef ég væri gift þér myndi ég setja eitur í kaffið þitt."

Winston Churchill: "Ef þú værir konan mín, þá myndi ég drekka það."

Lafði Astor: "Þú ert fullur"

Winston Churchill: "Já, frú. Ég er fullur. En á morgun verður runnið af mér en þú verður ennþá ljót."

He he...

Annars er ég að reyna að lesa, en það gengur nokkuð hægt, en samt örugglega...hehe. Ég fór á styrktartónleika Aflsins í Sjallanum í gærkveldi, það var rosa gaman. Skil ekkert í öllu þessu fólki sem mætti ekki...það var fullt af fínum hljómsveitum og til styrktar góðu málefni. Veit ekki hvort að Akureyringar eru svona menningarlausir...hummm!
Það var líka uppboð á tónleikunum, margt eigulegt boðið upp...ég missti mig aðeins í uppboðinu og keypti forláta eyrnatól...eða Professional Reference Earphones eins og það útleggst á engilsaxneskunni...Þau ku víst vera snilld, en mér gengur hálf illa að láta þetta hanga inn í eyrunum á mér...kanski er ég bara með svona lítil eyru ;/
Jæja, best að lesa meira, er að fara í miðannapróf á þriðjudaginn og á eftir að lesa heilan haug...svo er ég náttúrulega voða upptekin alla helgina, matarboð í kvöld og leikhús og partý annaðkvöld...buzy byzy...:)
Gleðilega helgi :)

Till next...adios

Wednesday, October 01, 2008

Dah!

Ég var að horfa á fréttir núna kl.22:00, ég bara varð að sjá fréttirnar aðallega vegna þess að ég hef ekki haft neinn tíma (eða gefið mér hann) til að læra í dag, og á eftir að læra helling...þess vegna fór ég náttúrulega að horfa á seinni fréttir. (Ekki spyrja mig nánar út í þessa röksemdarfærslu mína, því hún heldur hvorki vatni né vindi).
Það sem vakti athygli mína í þessum fréttatíma var að nú ætlar Akureyrarbær að hækka allar gjaldskrár sínar um A.M.K. 10% (sem eftir mínum skylningi verður ekki minna en 15%...maður er nú farinn að þekkja þetta pakk sem situr í bæjarstjórn)...svo var talað við bæjarstjórann...og eins og vanalega var það aumkunarvert.
Auðvitað þótti henni alveg hræðilegt að velta þessari hækkun yfir á heimilin/fjölskyldur í bænum sem mega náttúrulega ekkert við meiri hækkunum en verið hafa (nema náttúrulega launahækkunum) en þetta var og verður bara svona. Hún hefði næstum geta sagt: "Sorry guys, get ekkert að þessu gert". En ég spyr: Getur þetta fukking bæjarfélag ekki bara tekið á sig hækkanir alveg eins og heimilin í bænum??? Getur bæjarfélagið ekki bara þraukað og tekið lán og hjálpað vaxtarpíndu fólki í bænum??? Á bæjarfélagið ekki að hjálpa í stað þess að velta öllum hækkunum yfir á okkur???
Ég segi bara fuss og svei!
Ef ég væri bæjarstjóri þá væru hlutirnir nú ekki svona, sei sei nei...hér væri allt í blóma og allt annað gert en að hækka útgjöld þeirra sem minnst mega við því :)
Ég er nefnilega svo sniðug ;) og ætla líka að verða bæjarstjóri þegar ég er orðin stór :)

Well...verð víst að senda einhver verkefni frá mér fyrir háttinn...og þá kanski betra að fara að vinna eitthvað í þeim ;)

Á meðan að allt hækkar sem hækkar getur þá getum við þó brosað til hvors annars...það kostar ekki neitt og ber góðan ávöxt ;)
Vá hvað ég er góð í spakmælunum...múhahaha :)

Till next...adios