Thursday, August 28, 2008

My mind is clear ;)

Ég er búin að vera hálf heyrnarlaus í nærri tvær vikur (fyrst ég er hálf sjónlaus þá var þetta lítið að bögga mig) en ákvað loks að gera eitthvað í því í gær og skrapp til læknis. Í stuttu máli var hausinn á mér fullur af skít...eða eyrað af merg...og það var skolað út í snarhasti. Mér leið pínulítið eins og það væri verið að sprauta vatni lengst inn í hausinn á mér og núna er ég sum sé með hreinan huga...no dirty thougts now ;) reyndar var eyrað sem ég heyrði með líka fullt af merg, og sá mergur var svo pikk fastur að ég þarf að hella olíu í eyrað á mér til að losa eitthvað um það...og mæta svo aftur hjá góða lækninum í næstu viku. En þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig mínar hugsanir eru í dag...búið að smúla á mér heilann og með hausinn fullan af extra virgin ólífuolíu ;)

Strákarnir okkar mættu til landsins í gær, eins og sennilega allir vita, bein sjónvarpsútsending í 5 tíma var kanski aðeins ýkt, en svo sem allt í lagi, maður gat þá bara gert eitthvað gáfulegt á meðan. Annars er þjóðarstoltið alveg að sliga mann þessa dagana, það komu bara næstum tár þegar Óli forseti hnýtti stórriddarakrossinn um háls Óla heimspekings. Yfirmáta stórkostleg stund.
Ég gerði nú ekki beint fræðilega úttekt á því, en í fljótu bragði fanst mér eins og konur allra handboltakappanna væru ljóshærðar, og fór þá að hugsa um að konur flestra "frægra" kappa, t.d. íþróttamanna, Formúlu gauka og allsskonar dúdda, eru ljóshærðar! Og þar af leiðir að eina leiðin til þess að ná sér í "frægan" mann er að vera ljóshærð...
Endilega reynið nú að vera eitthvað ósammála þessum fræðum mínum ;)

Till next...adios

Wednesday, August 27, 2008

Fastar skorður

Nú eru strákarnir líka byrjaðir í sínum skóla, svo allt er að færast í fastar skorður, sem veitir hreint ekki af eftir stanslausar slæpur sumarsins...

Kristján byrjaði reyndar skólaárið (það tíunda!!!) á því að fara út í Hrísey með bekknum sínum, þau fóru frá skólanum í morgun og koma ekki aftur fyrr en á morgun. Svo hann þurfti nesti og viðlegubúnað fyrsta skóladaginn sinn...fannst reyndar með ólíkindum hvað drengurinn vildi taka með sér mikið nesti, hann er nú vanur að borða lítið sem ekkert, en tók núna með sér nesti sem ég gæti trúað að dygði honum í viku! Hann verður sennilega orðinn stór og sterkur þegar hann kemur heim á morgun ;)

Aftur á móti byrjaði Mikael sinn skóladag þetta haustið, á því að reyna að smygla leikjatölvunni sinni í skólann...sem tókst nærri því, bara fyrir einhvera tóma tilviljun ákvað ég að taka litina hans upp úr töskunni og sá þá blessaða tölvuna...hélt honum smá fyrirlestur en held að honum hafi verið nokk sama...bara svekktur yfir því að planið hafi klikkað hjá sér!
Hef það einhvernvegin á tilfinningunni að hann verði ekki lengi að koma sér í einhver vandræði í skólanum...einnig skyldi hann ekkert í því hvað væri verið að senda svona litla stubba í skólann, eins og fyrstu bekkinga! Þetta væri nú óttaleg smábörn sem hefðu lítið þangað að gera...minn svolítið fljótur að gleyma að hann var í þessum sömu sporum fyrir réttu ári síðan!


Þreyttir bræður ;) það er ekki alltaf svona rólegt í stofunni hjá mér ;)

Till next...adios

Monday, August 25, 2008

Skólinn byrjaður

Þá er alvara lífsins tekin við á ný eftir slæpur sumarsins og skólinn byrjaður ;)
Það er annars gaman að vera byrjaður aftur, gaman að sjá hvað allir koma yndislega óbreyttir undan sumri, enda gott mál að halda svona frábæru fólki eins og það er :)
Ég er líka í einhverjum bjartsýnisgír eftir sumarfríið og er að spá í að taka 18 einingar nú á haustönn...bara svo margt sem mig langar að taka og erfitt að velja...og þá velur maður bara allt :)
En þetta kemur allt í ljós, ef þetta verður of mikið, þá segi ég mig bara úr einum áfanga. Svo held ég að það geti alltaf komið sér vel að eiga auka einingar í handraðanum ;)

Jæja, er að hugsa um að kíkja í bók...spurning hvort það verður skólabók eða reyni að klára "Skuggi vindsins" eftir Carlos Ruiz Zafón, á ekki eftir nema rétt um 500 bls. og hreinlega veit ekki hvort ég hef tíma fyrir hana þegar skólinn verður byrjaður á fullu ;)

Till next...adios

Sunday, August 24, 2008

Silfur

Til hamingju Ísland með glæsilegan sigur handboltalandsliðsins...já það er sko sannarlega sigur að fá silfurverðlaun á ÓL!
Og skemmtilegt að verðlaunin séu í sama lit og nýji bíllinn minn ;) tí hí... jamm...silfur er fallegt :)
Ég meira að segja reif mig upp í morgun og horfði...dottaði nú samt aðeins yfir seinni hálfleiknum, en það kom ekki að sök.

Nú er svo skólinn að byrja í fyrramálið hjá mér, ég hlakka bara mikið til og það verður gaman að sjá allt skemmtilega fólkið sem ég er með í bekk aftur eftir langt hlé...


Skellti inn einni mynd af honum Mikael Huga krúttí púttí...er að fara að horfa á dvd með honum og Kristjáni...hver stenst svona biðjandi augnaráð???

Hafið það gott... og munið að :"Ísland er stórasta land í heimi" ;)

Till next...adios

Friday, August 22, 2008

Nýji kagginn :)

Nýji bíllinn :


og aftur nýji bíllinn ;)

eins og glöggir lesendur sjá er númer bílsins UO-580 en þessi skammstöfun stendur fyrir "ungleg ofurkona" eða "ungleg ofurgella" get bara ekki ákveðið mig hvort passar betur við mig ;) hehe...
Ábendingar vel þegnar ;)

Íslendingar eru aldeilis að gera það gott í handbolta á ÓL...ég sá síðustu 5 min. af leiknum í dag, þegar þeir rúlluðu yfir Spánverja ;) var með strákana í viðtölum í skólanum, ekki góð tímasetning en slapp til. Nú verður maður bara að rífa sig upp eldsnemma á sunnudagsmorguninn og horfa á úrslitaleikinn...eða bara vera ekkert farinn að sofa...er náttúrulega að fara í mjög merkilegt brúðkaup kvöldið áður :)

Farin að sópa upp glerbort...tveir skylmingaguttar voru að rústa ganginum :/
Áfram Ísland :)

Till next...adios

Wednesday, August 20, 2008

Í berjamó

Að tína tína ber...



Mér tókst að draga strákana með í berjamó í dag...held að þeim hafi ekki leiðst það neitt sérstaklega þegar til tók. Annars var svolítið sniðugt hversu ólíkir þeir bræður voru í tínslunni. Mikael tínir ber eins og herforingi...bara moka moka og ekki svo nauið þótt það slæðist með dálítið mikið af óþarfa greinum og stráum. Kristján aftur á móti fór mjög varlega í þetta, grandskoðaði hvert einasta ber og gerði þetta af mikilli nákvæmni...þurfti ekki mikið að hreinsa hans ber, en Mikael var ólíkt afkastameiri ;)
Svo voru köngulóavefir líka að þvælast eitthvað fyrir Kristjáni, en hann gat ómögulega tínt ber þar sem þeir voru...er jafn illa við vefinn eins og köngulærnar ;)
Það hvarflar stundum að mér að þeir geti bara ekki verið aldir upp á sama staðnum og af sömu manneskjunni...hummm...en það bjargar því að þeir eru báðir sætir og góðir eins og ég ;)

Fór í bókaleiðangur í Eymundsson í dag, tók með nokkrar gamlar bækur síðan í fyrra á skiptibókamarkaðinn, ekki vildu þeir nú taka nema 3 af þeim...alltaf verið að skipta um bækur...en mér tókst að skila 3 og kaupa 3 :) annars var svo brjálað að gera að ég þurfti að bíða í biðröð í hálftíma í skiptibókunum...til að skila sum sé!
Nú er ég bara að bíða eftir að skólinn hjá strákunum setji inn innkaupalista fyrir 10.bekk svo ég geti keypt skóladótið fyrir strákana, nenni ekki margar ferðir í bókabúð...

Till next...adios

Áfram Ísland :)

Ég reif mig náttúrulega upp eldsnemma í morgun og studdi rækilega við bakið á strákunum okkar í Íslenska handboltalandsliðinu ;) Hefur eflaust verið spaugileg sjón að sjá mig aleina hálfsofandi fyrir framan sjónvarpið að öskra "JESS" og "ÁFRAM SVONA" út í morgunsárið.
Áfram Ísland...og taka svo bara restina ;)
Var annars búin að spá Ísl. 4. sæti...en eitt af þremur efstu væri nú snilld :)

Komum við hjá Goðafossi um daginn...Mikael er svolítið berjablár þarna ;)

Þú átt að vernda og verja,
þótt virðist það ekki fært,
allt, sem er hug þínum heilagt
og hjarta þínu kært.

Fann þetta í krotað á bréfsnifsi þegar ég var að laga til, veit ekki hver höfundur er, en held að ég hafi fengið þetta sent í sms einhvertíman fyrir margt löngu...krúttlegt :)

Þetta er næstum eins krúttlegt:

Þetta er lítið og lélegt bú
og langt á milli bæja
drukkinn bóndi og digur frú

drullug börn o jæja.


Veit heldur ekki eftir hvern þetta er...fann þetta í sama draslinu og hitt...hehe, nú get ég hennt þessu drasli ;)

Það er sól og blíða...er að spá í að draga strákana með í berjamó...með góðu eða illu ;)

Till next...adios

Monday, August 18, 2008

Brokkgengur skokkari

Ég hnýtti á mig skokk skóna "eldsnemma" í morgun í sól og blíðu og hljóp af stað...en svo fór að halla undan fæti, eða eins og er sagt um íþróttamennina: "það tóku sig upp gömul meiðsl" ég fékk í hnéið og er búin að haltra um eins og gömul hæna í allan dag!
Spurning um að leggja bara hlaupaskóna á hilluna og reyna bara að fara í ræktina í vetur og styrkja þetta blessaða hné eitthvað...ekki dugar þetta svona kona!

Ég gleymdi annars að segja frá því um daginn, að á ferðalagi mínu til höfuðborgarinnar, sum sé bæði til og frá Rvk. þá varð ég vitni af þvílíkum glanna-rugl-akstri að ég bara á ekki til orð. Það eru greinilega margir hálfvitar á ferð um vegi landsins, fólk tekur framúr við fáránlegar aðstæður bara til að koma 1 min fyrr á áfangastað...ég hugsa að það sé frekar einskær heppni en hitt að ekki skuli vera fleiri slys á þjóðvegum landsins, og þá sérstaklega þessum spotta milli Rvk og Ak.
Voðalega væri nú gaman ef fólk æki bílum sínum gáfulega og eftir aðstæðum...og margir þurfa greinilega að rifja upp umferðarreglurnar, eins og að taka ekki framúr þegar það er óbrotin lína...það virðist svona smotterí hafa dottið út úr heila sumra!!!

Ökum varlega en snarlega ;)
Áfram Ísland

Till next...adios

Saturday, August 16, 2008

Ég er komin heim með nýja skó...

...og gott betur en það ;)
Ég er sem sé komin heim eftir Reykjavíkurför mína...það var fín ferð og var hún mest notuð til að kaupa og kaupa og kaupa...Held ég sé búin að fá útrás fyrir kaupæði næsta árið eða svo...og kanski líka búin með eyðslufé heimilisins næsta árið eða svo...hehe...

Annars er ferðasagan í stuttu máli svona: Fór suður snemma miðvikud. fór með Kristján til góða læknisins, fór svo til Steinunnar bestu og hitti hennar fólk sem er allt frábært náttúrulega :) Adda skvísa dróg mig út á trampólínið...er ennþá að jafna mig eftir þá lífsreynslu! Svo gistum við strákanrnir hjá Árna og Siggu Láru sem var frábært eins og venjulega. Allur fimmtudagurinn fór í Smáralindina og allur föstudagurinn fór í Kringluna og Nexus á Hverfisgötunni (svo þar með er komin skíringin á kaupæði mínu). Þegar fór svo að rigna í dag og ég vissi af blíðu á Akureyri þá var ekki til setunnar boðið og brunað af stað, með stuttu stoppi hjá föður Kristjáns..komum heim um 8 leitið, þreytt eftir að hafa borið inn alla innkaupapokana, en sæl eftir fína ferð :) Bíllinn stóð sig vel, ljúfur í akstri og krúttlegur á að horfa ;) er sko ennþá að horfa á hann dásemdar augum...set inn myndaseríu af gripnum um leið og ég er búin að skrúbba af honum borgarrykið ;)

Jæja, held ég verði að koma mér og mínum í rúmið...þeir bræður sitja reyndar sem fastast við sjónvarpið og horfa á þær dásemdar dvd myndir sem Kristján fann í Nexus...svo það er best að byrja á að ýta við þeim...

Till next...adios

Tuesday, August 12, 2008

VW Passat

Ég hélt upp á sigur Íslendinga á Þjóðverjum í dag með því að kaupa mér Þýskan bíl ;) hehe....
Eftir langt og erfitt ferli var loksins tekin þessi stóra ákvörðun og þrátt fyrir minn ógurlega vilja til að kaupa mér Toyotu þá varð það ekki raunin að sinni :)
Nú bara vona ég hið besta...er að bíða eftir að fá bílinn afhentan, en það er sum sé verið að skipta um tímareim í honum. Svo verður brunað af stað til Reykjavíkur eldsnemma í fyrramálið!
Annars er allt gott að frétta af mér og mínum...liggjum í leti og slæpumst af öllum mætti fram að skóla ;) tók reyndar og henti helling út úr herberginu hans Kristjáns í gærkveld, svo nú er hægt að ganga um gólfið án verulegra farartálma.

Held ég láti þetta bara duga í bili...er dálítið þreytt eftir bílabisness dagsins ;)

Till next...adios

Friday, August 08, 2008

Keila

Ég var orðin passlega þreytt á bílaprufunum á miðvikudaginn þegar ég skellti mér í keilu með ættingjum og vinum...það er skemmst frá því að segja að það var rosa gaman og ég varð í þriðja sæti á eftir Sverri bró og Nonna bró...(greinilega svakalegir keiluhæfileikar í ættinni) reyndar tókum við svo annan leik í fljótheitum, en þar gekk mér ekki eins vel.
Síðan rauk ég heim og náði í krakkaskarann sem þar beið og brunaði í bíó...því það átti að storma á WALL-E...en ekki vildi betur til en það að þá var hætt að sýna hana kl.20:00 og var verið að sýna Mummy sem mér fanst ekki hæfa þeim börnum yngri en 12 ára sem voru með í för...svo ég fer aftur heim með barnaskarann...en restin af keiluliðinu skellti sér á Mummy.

Svo í gær, svona í sárabætur fyrir bíó missi dagsins á undan, þá skellti ég mér með krakkaskarann í keilu og svo í bíó á WALL-E kl. 18:00
Mér gekk rosa vel í keilu með krökkunum, fékk 135 stig og náði 4 fellum ;) reyndar voru mínir strákar svo metnaðargjarnir (eða eitthvað) að þeir voru þrusu fúlir yfir því að ná ekki fellu...samt í fyrsta skipti sem Mikael fer í keilu og annað skiptið sem Kristján fer...

Ég nennti ómögulega að halda áfram í bílaskoðunum í gær...og held ég nenni því ekki heldur í dag, finnst þetta með eindæmum leiðinlegt og skil ekki hvernig fólk nennir að skipta um bíla oftar en á 10 ára fresti! Væri fínt ef einhver kæmi bara með bíl handa mér og ég þyrfti ekki að hafa fyrir neinu...enda hef ég svo sem takmarkað vit á bílum svona over hoved ;)

Jæja, stefnan er tekin á sundlaug bæjarins...best að nota þetta góðviðri sem virðist ætla að ráða ríkjum eitthvað lengur, og er það vel :) verst að maður nennir ekki að gera neitt inni hjá sér þegar það er svona gott veður...;)

Till next...adios

Tuesday, August 05, 2008

Tívolíraunir

Ég þóttist vera voða góð í dag að fara með hann Mikael í Tívolí (ef tívólí skyldi kalla). Þetta skrapatól er staðsett á bílaplaninu við Glerártort og saman stendur af einu manndrápstæki, einu sæmó tæki og svo einhverjum uppblásnum hoppiköstulum! Ég fór í manndrápstækið með Mikael og í stuttu máli þá hélt ég að ég slyppi ekki lifandi úr þessu á tímabili....og ligg núna vælandi í sófanum með frosið rúgbrauð á lærinu! Þetta tæki snérist mjög-hræðilega hratt í hringi...óteljandi hringi...og ég þrýstist út í einhverja járnstöng með lærið svo stór sér á mér....er stokkbólgin og marin!
Svo er þetta rándýrt...þessi klukkutími í tívolí kostaði mig 5.000 kr. sem hefði kanski verið í lagi ef það hefði verið eitthvað gaman! Lélegasta þjónusta ever....og þeir sem voru að vinna þarna töluðu í besta falli lélega ensku en annars bara eitthvað babl!
Gæti ekki mælt með þessu þótt ég vildi...

Fór annars á bílasölu í dag og er með augastað á einum bíl...Toyota...ætla að sofa á þessu til morguns :)

Annars er gott veður og ég í góðu skapi...þótt ég væri í enn betra skapi ef lærið á mér væri ekki í steik...talandi um steik...er farin að elda kvöldmat, Kristján var að koma úr bíó...var að sjá The Dark Knight í annað skiptið ;)

Till next...adios

Monday, August 04, 2008

Frídagur verslunarmanna

Til hamingju með daginn verslunarmenn :)
Ég ætla nú samt að freista þess að finna opna búð í dag og athuga hvort ég geti ekki keypt mér mjólk, gos og snakk ;) planið er nefnilega að liggja í ógurlegri leti í dag...og það byrjaði amk vel með því að við sváfum öll fram að hádegi ;/

Ég held að verslunarmannahelgin hafi bara farið vel fram hér í bæ, allir voru voða rólegir og góð stemming á tónleikunum á íþróttavellinum í gær. Svo var flottasta flugsýning frá upphafi segja sumir...flott var hún...eins og milljón stjarna steyptist yfir oss í öllum regnbogans litum ;)

Ég gleymdi alveg að tjá mig um Batman myndina The Dark Knight sem ég sá um daginn...en ég verð að segja það að hún er þvílík snilld að vart hefur annað eins sést!!! Mæli eindregið með henni...stórmynd með stórleikurum sem sýna stórleik :)

Jæja, ætla að reyna að kroppa af mér maskara gærkveldsins...og tölta eftir snakki ;)

Till next...adios

Flugeldar

Ég hélt það myndi rigna inn kommentum eftir síðustu færslu mína...annaðhvort frá reiðum vottum eða einhverjum skottum...en það klikkaði...nema ein :)
Það er dimmt úti...held að sumri sé tekið að halla...einu sinni fanst mér verslunarmannahelgin vera til marks um lok sumars, núna er hún meira svona til marks um miðju sumars ;) það hlýtur amk að vera slatti eftir :)
Var annars á þessari flottu flugeldasýningu áðan, svei mér þá ef það er ekki bara flottara að vera á íþróttavellinum frekar en á tröppunum hjá mér, að horfa á sýninguna...kanski maður reyni bara að gera þetta að árlegum viðburði...;) amk ef það er gott veður ;)

Ég var voðalega dugleg í dag og fór í tvær grillveislur, eina í sveitinni um hádegið sem var ljómandi skemmtileg...samt leiðinlegt að Kathleen mágkona skuli vera að æða til Liverpool eftir rúmar tvær vikur...svo fór ég í annað grill seinnipartinn...það var mun frjálslegra...svona vínlega séð ;) svo maður var bæði glaður og góðglaður þegar stefnan var tekin á íþróttavöllinn...sum sé alveg frábær dagur að kveldi kominn...eða að nóttu kominn þar sem klukkan er víst orðin eitt!

Hætt að mala í bili...lífið er dans á rósrauðu skýi með hoppi og híi :)

Till next...adios