Saturday, October 15, 2005

Slátur

Nú, eða sláttur! Undarlegt hvað einn stafur getur skipt miklu máli!... en þetta er nú útúrdúr.
Nú eru haustverkin í algleymingi. Sláturgerð var sl. föstudag (í gær) og styttist í "kjötbras" og kabarett.
Sverrir bró. er að semja hlutverk fyrir okkur systkinin (svo við getum nú bæði slegið í gegn;) og Árni bró ku víst búinn að trúlofa sig! Það las ég a.m.k á Bloggi og ekki lýgur það ! Nonni bró er staddur í S.-Ameríku og Þórður bró hjá Securitas!
Og ég.....bara sama sama. Nema kanski að viðbættu kabarett-gospel stússi.

Nýju nágrannarnir á efri hæðinni eru flutt inn, í kvöld, svo ég fer að sjá fyrir endann á endalausum hamarshöggum, borhljóðum og ýmsum hávaða !
En hvað þau eru heppin að eiga svona "geðgóðan" nágranna :)
Svo auglýsi ég hér með eftir góðu fólki til að kaupa efstu hæðina í húsinu "mínu", það er búið að gera hana voðalega fína og er hún jafnframt á viðráðanlegu verði fyrir milljónamæringa:)

Jæja, best að fara að koma sér í háttinn, reyna svo að vera dugleg á morgun og laga til og þrífa!!! Or not!;/
Svo held ég líka að það séu allir (allir tveir) hættir að lesa bloggið mitt....en það er líka bara allt í lagi, ég get þá bara farið að láta allt flakka! Múhahaha!

Till next...adios

Sunday, October 02, 2005

Veðurspá vetrarins

Nú er ég búin að dreyma fyrir veðri vetrarins!
Það var í fyrrinótt sem mig dreymdi að ég fór inn í fjárhús sem var nánast fullt af kindum, þó
gátu þær nú samt hlaupið um og voru mjög styggar! En samt dáðist ég að litarfari þeirra, það voru nefnilega margar flekkóttar, flestar í framan! Ég hugsagði einmitt að það væri nú gaman ef það væru fleiri svona í sveitinni heima!;)
Þetta var í einhverjum fjárhúsum fyrir austan...er ekki viss með staðsetninguna.
Svo veðurspáin er svohljóðandi: "Það verður mjög umhleypingasamt veður í vetur, snjór og hláka til skiptis og talsvert hvasst!

En frá veðurspá í heilsufar dagsins! Nú er liðið rétt að skríða saman eftir magapest sem laggt hefur alla í sófann!
Mikael byrjaði á þriðjudagskvöld, síðan ég á föstudag og Kristján í gær, laugardag. Kristján greiið fór nú verst út úr þessu því hann byrjaði að æla kl.05 að morgni laugardags og hætti ekki fyrr en um kl.10 að kvöldi sama dags!!!
En nóg af svona ógleðissögum!
Kristján er að fara á Reyki á morgun, verður í 5 daga.
Ég er byrjuð að syngja í gospelkór, og líkar ágætlega það sem af er. Ætla svo bara að sjá til hvað verður.
Svo eru að fara að skella á Kabarett æfingar, reyndar búnir tveir fundir og lofa góðu :)
Man ekki eftir að það hafi verið komið svona mikið efni svona löngu fyrir Kabarett.....

Allir sem virkilega langar til að hlæja og skemmta sér, þeir mæta sko á Kabarett....áætluð dagsetning er 28.og 29. október!

Hef svo sem ekki miklu við að bæta í dag, nema kanski að ég hef tekið þá drastísku (or not) ákvörðun að láta karlmenn algerlega eiga sig a.m.k næstu tvö árin!!!
Og eftir því sem að ég hugsa það betur, því skynsamlegri finnst mér þessi ákvörðun ;)

Till next...adios