Friday, August 26, 2005

Rigning

Bara örstutt í dag....

Það er rigning og rigning og rigning, ííííííííískuldi og skólinn er byrjaður hjá Kristjáni.
Vinnu vikan er búin JÍBBÍ! Væri alveg til í djamm, en nenni því ekki!

Nágrannar mínir, moldvörpurnar sem eru að grafa allt í sundur og byggja leikskóla við hlið mér, eru voða duglegir. Búnir að reisa voða vegg og halda ótrauðir áfram að girða mig af.

ÉG er ennþá að pirra mig á yfirkerlingunni í vinnunni! Og er nú svo komið að ég myndi stökkva þegar í stað í sambærilega-launaða vinnu! Ef hún væri nokkursstaðar í boði.
Hvað ein kona getur verið "pirrandi" er eiginlega óskiljanlegt! En þetta er nú víst það eina sem hún leysir vel af hendi ;)

Það var í fréttunum í dag að það væri búið að færa sönnur á það að karlmenn væru gáfaðari en konur!
En hvernig stendur þá á því að við þurfum alltaf að hafa vit fyrir körlunum???

Það getur svo sem vel verið að við konurnar höfum minni heila og minna vit, en við notum það a.m.k betur :)

Till next...adios

Monday, August 08, 2005

Heimskramannaráð!!!

Það er nú ekki oft sem ég nenni að rífast, og ennþá síður að ég finni mig knúna til að rífast við bláókunnugt fólk!
En þetta gerðist í dag. Það er nefnilega verið að byggja leikskóla við túnfótinn hjá mér, og allt í lagi með það (nema hann er 3 árum of seint á ferðinni!) nema að þegar ég kom heim úr vinnunni í dag þá var nánast búið að girða fyrir dyrnar hjá mér!
Ég kannski ýki nú aðeins, en samt sem áður eru aðeins tveir metrar (samkvæmt mínum fótum) frá húsvegg og að fyrirhugaðri leikskólagirðingu!
Og ekki var menni sagt eitt eða neitt og blessuð "verktaka girðingin" er talsvert inn á lóðinni
Þessum blessuðum bæjarskipulagtvitleysingjum datt nefnilega í hug að láta endurmæla lóðina og komust þá að því að lóðin var of stór (skemmtileg tilviljun fyrir þá!). Svo runna greiin hér fyrir norðan húsið verða að víkja og gott betur en það!
Svo á að koma vírnetsgirðing á milli mín og organdi leikskólabarna!!!
Og svona til að toppa alla vitleysuna, þá á leikskólalóðin að liggja ca.meter hærra en lóðin hjá mér!!!
Herra "þú hefur ekkert um þetta að segja kelling", sem er sennilega verkstjóri hjá Hyrnu, sagði að ég gæti bara talað við skipulagsdeild Akureyrarbæjar ef ég væri eitthvað ósátt við þetta. En þar væri opið milli 10-12 á dagin. En þeir ætluðu að vera búnir að grafa upp runnana annað kvöld!
Ég sagði að mér þætti nú allt í lagi að tilkynna svonalagað íbúum hússins með smá fyrirvara,svo maður gæti nú allaveganna atugað hvort þetta væri löglegt yfir höfuð.
En hann sagði að það væri ekki sitt verk, bæjarapparratið hefði átt að gera það ef það þyrfti yfir höfuð.
Urrrrrr ég hefði getað argaðá þessa #####.
Svo er náttúrulega búið að grafa og grafa og moldarhaugarnir eru að verða hærri en húsið og mér líður eins og ég búi í kartöflugarði!
Svo nú verð ég að muna að hringja í fyrramálið og skammast ég einhverjum Leif hjá skipulagsdeild. Hann Finnur fulli kall, sem býr enn fyrir ofan mig, er búin að selja og sagðist hafa haft samband við kaupendur, en þeim var sko alveg sama..En bæ the vei....maðurinn sem keypti er að fara að vinna hjá Hyrnu sem er umrætt verktakafyrirtæki!
Svo virðist enginn vita hver á íbúðina á efstu hæðinni! Er það hægt?
Ég hélt að það þyrfti að vera skráður eigandi að íbúðum! Ekki gæti ég skilið bílinn minn eftir á víðavangi og þóst svo bara ekkert kannast við gripinn ef ég væri beðin um að fjarlægja hann!
Er þá bara hægt að labba út úr eigin íbúð og svo kannast bara ekki neinn við neitt!!!

Jæja, búin að fá smá útrás....og ég sem var búin að hugsa mér að tileinka bloggið mitt í dag fyrsta vinnudeginum eftir sumarfrí og tala illa um "ótrúlega asnalegu eldhúskellinguna utan úr geimnum" að öðru nafni "yfirgribba eldhússins" en hún slapp vel vegna framkvæmda við útidyrahurðina hjá mér!

Verður kanski ekki svona heppin næst!!!!

LOST að byrja bráðum...lifið heil!

Till next...adios

Friday, August 05, 2005

Einkamálaauglýsingar

Nú er svo komið að mér finnst ég sitja föst í sama farinu.
Allt í kring um mig er fólk að gifta sig, eiga börn eða á leiðinni til að gera annaðhvort!

Svo ég er búin að sjá, að við svo búið verður ekki unað til lengdar!!!
ÉG er búin að skipuleggja umbótaferli mikið.
Þar sem tilraunir mínar á öldurhúsum bæjarins hafa ekki borið tilætlaðan árangur,
verður að fara nýjar leiðir.

Nokkrar hugmyndir hafa skotið upp kollinum og nú er bara að velja úr.
Ein er að auglýsa í einkamálaauglýsingum dagblaðanna. Spurning hvort Mogginn, DV eða Fréttablaðið er vænlegast til árangurs.
Hugmynd að auglýsingu gæti verið svona:

"Staða eiginmanns og uppalenda er laus til umsóknar.
Umsækjandi skal vera góður í samskiptum, hafa mikla þolinmæði og úrræðagóður.
Áhersla er lögð á snyrtimennsku og gott útlit.
Æskilegt er að umsækjandi sé ekki mikið yfir kjörþyngd og hafi ríkulegan húmor.
Barngóður og ökuréttindi algert skilyrði.
Þetta er reyklaus "vinnustaður" en áfengisneysla er leifð í miklu hófi.
Umsækjandi þarf að geta tekið til hendinni og kunna á þvottavél og uppþvottabursta.
Einnig þarf umsækjandi að hafa góð laun og geta séð fyrir heimili ef svo ber undir.
Ekki er krafist mikillar menntunar en öll mentun verður talin til tekna umsækjenda.

Umsóknir sendist til elisabkf@hotmail.com , ásamt mynd. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál."

Hummm, ég þyrfti kanski að endurskoða þessa auglýsingu áður en ég set hana í blöðin!
Sennilega of löng, kanski betra að segja bara:
"Mig vantar kall, þarf að vera nothæfur í flest, má vera notaður en helst ekki af of mörgum"

Kanski ég hugsi þetta aðeins....

Till next...adios

Thursday, August 04, 2005

Grill

Það var haldin gríðarleg grillveisla, á ættaróðalinu Brekku, í gær.
Tókst það bara með ágætum eftir að örlitlir hnökrar eins og "gasleysi" hafði verið kippt í liðinn.
Telst mér svo til að þar hafi verið samankomin 15 stk. fólks á öllum aldri.:)

Þetta er náttúrulega alveg nauðsinlegt, að hóa stórfjölskyldunni saman a.m.k einu sinni á sumri.
Verst að þarna vantaði Siggu Láru og kafbátinn ;)

Voru teknar þarna tímamóta myndir, eins og : Sverrir og Nonni í pólitískum samræðum", "Árni og Nonni að vaska upp" ,"Sverrir og maiskólfurinn", "Þórður og pabbi í langborðsumræðum" , og fl.(mér tókst að koma mér undan uppvaskinu með því að þykjast þurfa í bæinn....uppvaskið var svo lööööngu búið þegar ég kom mér loks af stað í bæinn;)
Myndi ég setja þessar fínu myndir hér á bloggið mitt ef ég kynni það!
Hef reyndar gert nokkrar tilraunir til að setja myndir á bloggið mitt, en þær enda alltaf með "error" eitthvað , eða það bara gerist ekkert!

Annars er ég að upgötva mér til mikillar skelfingar að sumarfríið mitt er að verða búið!:(
Vinna á mánudaginn!!!

Till next...adios

Wednesday, August 03, 2005

Bifreiðaskoðun

Þegar maður fer með gamla bíla í skoðun (eins og gamla grána minn f.1991) þá þarf maður að vera passlega vitlaus varðandi bíla (eða þykjast vera það) og vera af kvenkyni.
Þetta tvennt hefur a.m.k reynst mér ljómandi vel :)
Ég ákvað í morgun (eldsnemma) að ljúka þessari árlegu kvöð af!
Setti upp sakleysingja svipinn og þóttist glugga í gamalt vikublað, á meðan að þungbúinn maðurinn hristi til bílinn minn!
Svo kallaði hann á mig og sýndi mér mjög ábúðafullur að það væri slitin "upphengja" á pústurrörinu, og það væri náttúrulega ekki gott. Ég tók undir það og sagðist myndi láta laga það í hvelli svo ég myndi ekki missa pústurrörið undan mér á versta tíma!
Svo var líka eitthvað "sambandsleysi í stöðuljósinu að framan", en það fór að loga aftur þegar "hann skellti niður húddinu". Láttu nú laga þetta, saði hann á meðan hann límdi þennan fína "06" miða á númeraspjaldi mitt :)
Ég hélt það nú, sagðist ætla beint að láta hengja upp pústið og spurði hvort hann héldi að ég þyrfti á verkstæði útaf "sambandsleysinu". "Nei, nei...bíddu bara, fyrst ljósið fór að loga aftur og sjáðu bara til".
Svo keyrði hann bílinn út fyrir mig og ég þakkaði pent fyrir.

Og að sjálfsögðu fór ég strax og lét hengja upp pústið, lét meira að segja skipta um olíu í leiðinni !

Næst á dagskrá er ekki að fara með bílinn á verkstæði vegna sambandsleysis....það væri öllu nær að ég færi sjálf í "sambandsleysiskoðun".

En næst á dagskrá er að fara í "lit og plokk" og sjá hvað það gerir fyrir sálartetrið :)

Till next...adios

Monday, August 01, 2005

Vigdís Finnbogadóttir...

Ég sá mér til mikillar skelfingar að það eru 25 ár síðan að Vigdís Finnbogadóttir var sett inn í embætti forseta íslands!!!
Það er í sjálfu sér ekki mesta skelfingin, enda var hún aldeilis fínasti forseti....heldur það að ég man þetta eins og gerst hafi í gær!!! hummmkanski ekki í gær, meira svona fyrragær....en það lítur óneitanlega út fyrir að annað hvort man ég langt aftur í bernsku, eða er að verða svona skolli gömul!!! Og gott ef það seinna er ekki nærri lagi !

Ætli það ség ekki að verða komin tími á að maður ákveði hvað maður ætlar sér í lífinu, taka einhvejar drastískar ákvarðanir.
Ég hef nú yfirleitt verið meira svona fyrir að láta hlutina gerast, án þess að hafa bein afskipti af framgangi mála...kanski er komin tími á breytingar!!!

Ég ætla að minsta kosti að hugsa málið...sjá hvað gerist :)

Svo var líka í fréttum að "engar nauðganir hafi verið kærðar um helgina", talandi um að engar fréttir séu góðar fréttir ;) líka samt skrítið að byrta "engar fréttir" í fréttunum.....fer að minna mann á "ekki fréttatímann".;)

Nú hlusta ég bara á "They might be giants" diskinn sem Sverrir var svo góður að brenna fyrir mig :)
Alger snilld :) Þegar ég hugsa um það , þá finnst mér alveg með ólíkindum að þeir séu ekki þekktari en þeir eru!!! Eða eins og einhver snillingur sagði :"menningarsnauða pakk".

Till next...adios