Wednesday, July 27, 2005

Til-raunir

Ég hef sennilega verið í einu af mínum víðfræðu bjartsýnisköstum þegar ég fann upp fyrirsögnina á þessu bloggi mínu...."Allir dagar eru góðir dagar".....því sumir eru ekki eins góðir og aðrir!
En ég hef nú reynt að lifa eftir uppáhalds "frasanum" mínum:
"Brostu og allur heimurinn brosir með þér....gráttu og þú verður blautur í framan".
og mun reyna það áfram, hvað sem öllum "ekki alveg eins góðum" dögum líður.

Einnig finnst mér gremjulegt, þegar maður tekur rétta og góða ákvörðun (að maður telur), þá geti einhver annar tekið aðra ákvörðun sem gjörbreytir manns eigins ákvörðun !
Sem sagt: er ekkert að marka mína ákvörðun, ef einhver annar tekur aðra ákvörðun sem er yfirsterkari minni ákvörðun!???

Ok, nú vita sennilega fæstir sem lesa þetta (ef einhverjir eru enn nógu þolinmóðir að kíkja hér inn) hvert ég er að fara.....og það er bara allt í lagi....maður þarf ekki endilega að gefa útskýringu á öllu....stundum er maður bara að hugsa undarlega....eða ekki!!!

En núna er ég að hugsa um að reyna að komast á námskeið, og námskeiðið á að heita "Lærðu að hugsa eins og karlmaður", svo ef einhver veit um slíkt námskeið þá má láta mig vita takk (",)

Læt þetta bara duga í bili

Till next...adios

Danmerkurferðin - annar hluti

Jæja, það er ekki seinna vænna að halda áfram með danmerkurferðasöguna....fer nú að verða svolítið djúpt á mynninu!....en höldum áfram sem frá var horfið....

Á föstudagsmorguninn var byrjað á smörrebröd sem var afgreitt af tælendingum í smákompu nærri Ráðhústorginu. Ráðhústorgið er náttúrulega snilldar-torg, þar sem fólk er eins og heima hjá sér, klippir ýmist táneglur á eiginkonunni eða sefur svefni hinna (svefn-)drukknu!
Þá upphófst eina verslunarbrjálæði mitt í ferðinni.....það stóð í ca.2 tíma á Strikinu á meðan að hann Jón hvíldi sig eftir "erfiða" æfingu gærkvöldsins ;)
Enda ekki leggjandi á nokkurn karlmann að æða búð úr búð (fór nú inn í ca.5 búðir) og kaupa og kaupa!!!!
Ég keypti mér sko alveg þrennar buxur og tvenna boli! Og Spiderman bíl handa Mikael ;)

Þegar ég kom heim til Jóns með pinkla mína var hann hinn hressasti og við ákváðum að fara í gönguferð um Köben. Fórum reyndar fyrst á fantagóðan veitingastað og fengum geðveikan kjúkling! Þ.e.a.s hann var geðveikt góður......verð að komast að því hvernig danir matreiða kjúklingabringur....eru alveg meirar og safaríkar....mmmmmmmm :)

Svo var labbað og labbað og skoðaðir allir merkustu staðir Kaupmannahafnar...Litla hafmeyjan (sem er ekki mikið stærri en ég) Nýhöfn, Marmarakirkjan, og fullt af stöðum sem Nonni man hvað heita :)

En ég stóð líka í sporum HC.Andersens ;)
var að vísu heillengi að spá í hvaða spor væru þarna út um allt!!!

Eftir allt labbið fórum við og sáum frumsýningu á myndbandi þeirra Hekkenfeld-bræðra....skítkast. Sem er bæ the vei, alveg snilld....:)

Til að gera langa sögu stutta, þá var ferð í dýragarðinn á laugardeginum, þar sem ég missti mig með myndavélina, enda ekki á hverjum degi sem maður sér ljón, fíla og gíraffa!!!

Og á laugardagskvöldinu voru svo hinir víðfrægu og stórskemmtilegu útgáfutónleikar Hekkenfeld :)
Þar sem Jón bró var náttúrulega laaaang bestur :)
Bjórinn kostaði bara 10 kr.danskar.....svo ég var fegin þegar ég vaknaði upp heima hjá Jóni uppúr hádeginu á sunnudeginum.... en ég mæli alveg með skemmtistöðunum "Kósí" og "Can can" svona ef einhver er á leið til Köben ;)

Sunnudagurinn var letidagur, sem leið að mestu leiti á snilldarbarnum "Oscar", mæli einnig með honum...

Svo á máundagsmorgun var komin tími til að kveðja þessa frábæru borg...og var ekki laust við að það væri með örlitlum söknuði. Nonni fylgdi mér á flugvöllinn....þar sem ég reyndar komst í hann krappann!

Sennilega er mynd af mér núna á Kastrup....svona til vonar og vara fyrir þá ef mér skyldi detta í hug að skreppa aðra ferð yfir atlandshafið :)

Ég kom heim um hádegisbilið, náði í Kristján og við brunuðum heim á leið....með viðkomu á Dalvík að ná í Mikael. Það voru þreittir en ánægðir ferðalangar sem komu heim um kvöldið :)

till next...adios