Saturday, November 27, 2004

Lazy town

Latibær
Ofsalega mikið réttnefni á Akureyri ef maður spáir í það.
Ekki það að fólk sé latt yfir höfuð. Heldur nennir það bara ekki að gera eitthvað sem það telur vera óþarfa.
T.d ef eitthvað er um að vera. Kveikt á jólatré, uppákoma í miðbænum, þá er ekki mikil mæting. Á annað hundrað manns í miðbænum...er stundum sagt. Samt búa víst um 16.000 manns á Akureyri og hlýtur að fara fjölgandi miðað við öll húsin sem spretta upp eins og golfkúlur!

Þar sem áhugi manna á golfi hefur aukist gríðarlega síðustu misseri, tel ég víst að golfkúlur séu orðið algengara fyrirbæri en gorkúlur.

Lág laun, mikill snjór.
Kanski bara vænlegast að drífa sig í ysinn og þysinn í stórborginni.

Það ku að vísu vera jafn kallt (eða örlítið kaldara) í 5°C hita í Rvk. eins og í 5°C frosti á Ak.

Jæja, ætli maður hugsi þetta bara ekki aðeins lengur...svona fram á vorið og þá kemur hiti og sól og þá bíður maður til haustsins og þá er skólinn allt í einu byrjaður og þá bíður maður til vorsins og þá kemur hiti og sól.....

Áður en maður veit af situr maður í ruggustólnum sínum fyrir framan sjónvarpið með barnabörnin á hnjánum, heklar lopapeysur og syngur "aldrei fór ég suður" með Bubba Morteins.

Svo sem til margt verra en það....hugs hugs...

Till next...adios

Tuesday, November 23, 2004

og marrið í snjónum

...var það eina sem heyrðist í kyrrðinni.
Hver hefur ekki lesið svona lýsingu í rómantískri ástarsögu?
Þar sem unga og ástfangna parið gekk um skógivaxna hlíðina, snjórinn sligaði greinarnar og það eina sem heyriðst var marrið í snjónum.

Mér svona datt þetta aðeins í hug þegar ég ruddist út í 15°C frostið á laugardaginn.
Reyndar heyrði ég helling meira en marr, heyrði í bílum og fólki að skafa af bílum og fólki að reyna að koma bílunum sínum í gang, fólk að fá start...og s.frv.

Mikið ofsalega var nú KALT !

En þar sem ég er af víkingum komin, dreif ég mig á jólahlaðborð um kvöldið (barnapían kom reyndar á stuttermabol! og ákvað ég að hún væri bara nær víkingunum í þróunninni en ég).

Mikið var nú etið en minna drukkið.

Reyndar hafði ég ágætis tíma til að hugsa er heim kom,laust fyrir miðnættið, og ákvað alveg með sjálfri mér, í ljósi fyrri reynsla minna í karlamálum að: ÉG ætlaði að leggja stund á skírlífi!
Eða að minnsta kosti þangað til að frostið færi niður fyrir 10°C !

Svo í dag er ég mjög ánægð, frostið komið niður í 1°C og fór meira að segja niður fyrir frostmark seinnipartinn í dag.

Svo nú bíð ég bara eftir drauma prinsinum (Shrek er að verða ljómandi góður kostur...en meira að segja hann á kærustu!)..........og bíð og bíð og bíð og bíð og bíð og bíð go íðb bo bðg bí goð og bíð :)

Tralll la la Cest a la vi...

till next... adios

Thursday, November 18, 2004

Nú er það svart maður...

...allt orðið hvítt!
Og jafnvel örlítið meira en bara hvítt!
Hér er allt að fara á kaf.

Fyndin fréttakona hjá Bylgjunni sagði í morgun:"Það snjóaði aðeins á Akureyri í nótt, en ekki nægjanlega mikið til að hægt sé að opna skíðalyftur í Hlíðarfjalli". !!!

Svona fólk er bara ekki í lagi!

Það er eins og það sé eitthvað "möst" að hægt sé að opna í fjallinu, alveg slétt sama er mér!
Auðvitað aukast tekjur bæjarins ef allt fyllist af trítilóðum snjórennurum. En eitthvað kostar líka að moka og moka götur bæjarins.

Svo þarf maður að druslast til að skafa og moka upp bílinn á morgnana. Og tillitslaus lýðurinn æðir áfram sem aldrei fyrr og er slétt sama þótt "bjargarlaus" kona sitji föst í skafli eða spóli og spóli í hálkunni...Nei það er sko frekar ruðst framfyrir, heldur en að bíða augnablik, svo maður þurfi ekki að stoppa á mjög svo óheppilegu augnabliki.

Annars ætla ég ekkert (eða lítið) að láta snjóinn fara í taugarnar á mér í vetur.
Ég veit að það verður nóg af honum svo ég nenni ekki að vera pirruð í allan vetur.

Er samt viss um að bærinn gæti sparað hellings pening, ef hann leggði bara af þetta skíðalands vesen. Selja bara troðarana og lyfturnar. Staffið getur fengið vinnu við kennslu, (kennarar hvort sem er farnir að vinna við "uppistand"). Og ef fólk þarf endilega að vera eitthvað að þvæla þetta á tunnustöfunum, getur það bara skellt þeim á axlirnar og arkað upp brekkurna!
Tvöföld útrás.

Læt ég nú þessum skíðasnjóapistli lokið...góðar (snjó-)stundir:)

Till next...adios

Tuesday, November 16, 2004

Slegið á frest...

Ég frétti af námskeiði, sem var reyndar í gær, (sennilega að tilefni afmælis míns) sem hét :"afhverju frestum við"?
Alveg snargáfuð kona, einhverslags ráðgjafi , var með þetta námskeið.
En ég ákvað að fresta því að fara á það.

Ég er alveg ofboðslega flink að fresta.

Fór að reikna, en fattaði svo að ég átti eftir að sækja verkefnið á netið.
Svo ákvað ég að kíkja aðeins í leiðinni á nokkur blogg....og fyrst ég var á annað borð að því, þá var nú alveg tilvalið að skrifa smá. Aðallega til að nenna ekki að læra!
Íllu er best skotið á frest. Sagði einhver snillingur.

Svo ég fresta lærdómnum framm á síðasta dag.

Svo fresta ég að tala við fólk, ef ég er eitthvað hrædd við viðbrögðin.

Svo fresta ég öllu sem ég mögulega get...

Svo heyrist mér kennarar vera að hugsa um að fresta því að haga sér heimslulega...

Svo ég er að hugsa um að fresta því að skrifa meira í bili...

Till next...adios

Monday, November 15, 2004

Afmælið mitt :)

Ég á afmæli í dag
ég á afmæli í dag
ég á afmæli sjálf
ég á afmæli í dag...........vei jibbí, húrrrra :)

Byrjaði vel dagurinn...eða þannig, svaf aðeins yfir mig, og ruslaði strákunum á fætur í snarheitum við lítin fögnuð.
Svo byrjaði stimpilklukkan að pípa afmælissönginn þegar ég loksins stimplaði mig inn, svona 15 min á eftir áætlun.

Ætlaði að vera voða dugleg og læra, en nennti því ekki...

Er nánast ennþá að jafna mig eftir stuð helgarinnar!
Kabarettinn tókst alveg feyki vel, og allir sælir og glaðir.

Svo kíkti Alla mágkona áðan og færði mér afmælisgjöf frá familíunni, hring og eyrnalokka :) æði.

Er annars að hugsa um að skríða í rúmið, er soldið þreytt...reyni bara að skrifa eitthvað nánar um helgina og fleira við tækifæri....andinn ekki yfir gömlu konunni núna!

Ákvað bara aðkoma því að að ég ætti AFMÆLI, svona fyrir þá sem gleymdu því :)

Till next...adios

Sunday, November 07, 2004

Ergelsi

Ó bloggið mitt blíða
því bregðstu mér nú?...

Þetta er þriðja tilraun mín til að skrifa eitthvað.
Alltaf kemur einhver leiðindar villumelding og allt fer, hverfur, kabússs!

Ætla núna að sýna hvað ég er fljót að læra af reynslunni, og skrifa lítið...og reyna að senda það. Athuga svo hvað gerist.

Var annars búin að skrifa tvö, hreint snilldar, blogg.
Sem nú svífa heimilislaus um símalínur alheimsins. Or not....

Ef þetta virkar ekki núna, fer ég í fýlu og skríð upp í rúm!

Till next...adios

Saturday, November 06, 2004

Stundarbrjálæðið....

Ofboðslega er nú að verða langt síðan ég skrifaði eitthvað síðast.
Hummm reyni að bæta úr því hér með...

Ég fékk eitthvað eyðslu-kast í dag!
Fór fyrst í BT og ætlaði að kaupa nýtt víedó (það gamla át síðustu spólu, og frussaði henni út í tætlum!) en í þessari "Brjálæðislegu Tækjabúð" var aðeins eitt vídeó á boðstólnum!
Eitt vídeó?! Eru allir hættir að kaupa vídeótæki???
Manninum í búðinni fannst það nú bara alveg í góðu lagi, það kostaði 14.900kr. Sem mér fannst of mikið fyrir svona einnota tæki.
Annars bauð hann mér sambyggt vídeó og DVD sem kostaði 37.000 og eitthvað... en fannst samt ekki taka því að standa upp og sinna mér neitt.
Hann sat þarna eins og límdur við skrifstofustólinn sinn og snéri sér í hringi eins og lítill krakki.
Fannst ég greinilega ekki þessleg að ég myndi kaupa neitt.

Þá kom hann Kristján minn hoppandi með Scooby Doo 2 DVD diskinn og krafðist þess að hann yrði keyptur.
Ég var nú svo sem búin að lofa því að kaupa hann þegar hann kæmi út (lofaði því í verkfallinu langa, orðin hálf rænulaus af verkfallssyndrome).
Svo er ég að reyna að gera ekki mikið upp á milli strákanna, svo ég keypti "Stjúart litla" á einhverju glæpsamlegu tilboði 990kr.

Svo arkaði ég með diskana að afgreiðsluborðinu, og þar var nú annað upp á teningunum, enda allt annar afgreiðslumaður á ferðinni.
Það var bara "þakka þér fyrir", "gerðu svo vel" og þakka þér kærlega fyrir" í öðru hverju orði!
Ég hélt að hann myndi jafnvel bjóðast til að halda á pokanum (með diskunum 2) út í bíl fyrir mig....en það slapp til :)

Jæja, og áfram hélt ég með eyðsluglampann í augunum....eitthvað yrði að gera til að auka "flæðið" á kortinu mínu fína.
Datt í hug að fara í BÍKÓ og athuga hvort þeir ættu fleiri en eitt vídeótæki, en viti menn, eitthvað hafði greinilega fréttst af þessum ferðum mínum svo þeir skelltu bara niður grindarhliði all vígalegu rétt við nefið á mér og sögðu að þeir væru að loka!
HUH, ég var nærri búin að garga á þá í gegnum víggirðinguna að ég hafi nú ætlað að eyða stórfé þarna hjá þeim. En hætti við. Of kurteis og vel upp alin.
Gekk bara í burt og fór að hugsa hvaða búðir væru opnar lengur en til 2 á laugardögum....
Ákvað samt að fara í Nettó, þar sem það var í leiðinni...
Keypti þar tvo diska. PATIENCE með krúttinu mínu honum Gogga Mikaels, og syngur hann fyrir mig í þessum skrifuðu orðum.
Hann Kristján minn fann þarna "nýja" diskinn með Ýrafár á aðeins 990kr. sem ég var svo sem einhverntíman búin að lofa að kaupa fyrir hann......
Og þó ég hafi ekki keypt "neitt" þá náði ég að eyða þarna rúmum 6.000 kr. DUGLEG :)

Þegar þessu var lokið, vildi Kristján komast heim að horfa á DVD diskinn sinn nýja, svo það varð sátt um það, að vídótækjakaupunum yrði slegið á frest, og í staðin farið í dýrabúðina að kaupa gras handa fiskunum. (Ég held að þetta séu túnfiskar, því þeir éta svo mikið gras!).

Þegar þangað var komið, þá sá ég svo flotta "skjótta" gullfiska að ég bara varð að kaupa tvo!
Strákurinn sem var að afgreiða mig þar, var svo utanvið sig, að ég þurfti að biðja hann fimm sinnum um gras í búrið, og svo gleymdi hann líka slöngu (til að tengja við Mikka mús í kafarakúlu)! En þetta hafðist, og nú synda þeir um í búrinu, þeir Depill og Sonic Sprettur.

Og núna er ég búin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera, og það er að skrifa svo ofboðslega mikið einn daginn, að það myndi örugglega enginn nenna að lesa það.

Best að hætta þessu og reyna frekar að reikna eða teikna....drauma eldhúsið mitt á blað.

Till next...adios