Tuesday, September 30, 2008

The snow is falling....

Ef mig misminnir ekki, þá var bara kominn hellings snjór og kuldi og alles á sama tíma fyrir ári síðan...svo þótt það sé smá slydda og kuldi úti, þá glottir maður bara við tönn og leitar að vettlingunum sínum :)
Nú á rikið banka...aftur...mér finnst þetta pínu skrítið allt saman, enda hef ég lítið sem ekkert fjármálavit....múhahaha.
Þetta er samt pínu svona eins og ef ég sel bíl...og sá sem kaupir bílinn af mér keyrir hann í klessu nokkrum árum síðar...og heimtar að ég kaupi aftur af honum bílinn!!! (eða amk að ég láni honum fyrir nýjum).
Annars virðist bankinn minn (já já auðvitað á ég banka...) ætla að koma sterkur inn og bjarga málunum. Kaupa bara Glitni og leyfa ríkinu að eiga smá part, bara svona til að það líti ekki út fyrir að landsbankinn eigi meiri pening en seðlabankinn...hehehe!
Þetta er Ísland í dag :)

Till next...adios

Monday, September 29, 2008

Hann á afmæli í dag :)

Hann Kristján Esra minn á afmæli í dag og er (eða verður kl.17:19) orðinn 15 ára :) Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt...og ég sem bara yngist með hverju árinu sem líður ;) hehe...Hér er hann við uppáhalds iðju sína...þessi mynd er nú sennilega tekin í sumar, og hann hefur alveg stækkað helling síðan ;)

Það er allt að gerast í banka/peninga/stjórnmálum landsins núna, virðist vera...allir á fundum og feykilegt fjör. Ég segi nú bara eins og þeir sögðu í spaugstofunni á laugardaginn...hvar eru allir peningarnir sem bankarnir eru búnir að græða síðustu ár??? Nú geta þessir háu herrar sagt að þeir voni að fólk hafi verið "svo fyrirhyggjusamt" að leggja fyrir pening þegar "allir áttu nóg af honum" ...en áttu bankarnir ekki að vera svo gáfulegir? Nei, þeir máttu náttúrulega bara setja allan sinn gróða í að kaupa hluta í félögum og fyrirtækjum sem eru löngu farin á hausinn...og núna eiga bankarnir bara engann pening til að lána Jóni eða séra Jóni!!! Sniðugt á Íslandi ;)
Ég las snilldar pistill eftir Illuga Jökulsson í Fréttablaðinu um helgina, þar sem hann var að benda Dabba dúdda á að hætta bara sem seðlabankastjóri, mikið var ég svakalega sammála Illuga, eins og ég er reyndar oft. Ætti að gera þennann mann að forsætisráðherra ;)hehe...
Well, hætt að bulla og farin í skólann...
Njótið dagsins í dag og bara sem allara flestra daga :)

Till next...adios

Sunday, September 28, 2008

Djamm jamm

Sá fáheyrði atburður gerðist í gær að ég fór á ball...það var nú skrall....:)
Annars var voða gaman, ég var nefilega ekkert á leiðinni neitt og ekki í einum einasta djamm/ball gír, en mér var bara ekki gefinn kostur á að segja nei ;) og sé heldur ekki eftir því að hafa farið...langt síðan að ég hef dansað svona svaðalega mikið. Árni bró var á djamminu með bekkjarfélögum sínum úr Hrafnagilsskóla svo við systkinin vorum í rosa stuði...svo kom Sverrir bró og keyrði okkur heim...krúttleg fjölskyldustund ;)
Svo í dag er ég þreytt og örlítið þunn og er alvarlega að spá í að rölta i búð og kaupa haug af snakki og gosi :)
Einnig þarf ég að reyna að lesa svolítið fyrir skólann...geysp...ég hlýt að hressast ef ég rölti í búðina...góða skemmtun í dag everyone :)

Till next...adios

Friday, September 26, 2008

Lærdómur

Ég var búin að hugsa mér að sitja sveitt og læra í allan dag...svo uppgötvaði ég það að strákarnir áttu bara að eiga frí í dag, svo það er viðbúið að eitthvað verði minna úr verki en til stóð.
Ég skrapp í ræktina í gær, í 4 skiptið, já já, þið komist ekkert hjá því að lesa um ræktartímana mína...hehe...var svo sem tíðindalítið í ræktinni...engir sýniþarfargaurar í þetta skiptið.

Ég er annars voða andlaus eitthvað, var að koma úr búiðinni, er þreytt og nenni ekki að læra...sennilega vegna þessa að það liggur svo mikið fyrir að ég veit ekkert á hverju ég á að byrja!

Kanski ég lakki bara á mér neglurna og sjái svo til hvort ég fyllist ekki dugnaði og andagift ;)

Till next...adios

Wednesday, September 24, 2008

How to Argue and Win Every Time...

Mig bráðvantar þessa bók: How to Argue and Win Every Time eftir G.Spence. Svona ef einhver lúrir á henni þá þætti mér vænt um að fá hana lánaða :)
Hún er sko ekki til á Amtinu og þetta eina eintak sem bókasafn HA hafði er í útláni og Lögberg lánar þessa bók ekki út!!!
Ekki það að ég ætli að sökkva mér niður í rökræður og hafa alltaf betur ;) heldur er meiningin að skrifa um hana ritgerð.
Annars er fullt að gera hjá mér í lærdóm...geysp...drakk mér til óbóta af kaffi í dag, þetta átti að vera svo fínt til að halda mér vakandi, en þá varð mér bara svo illt í maganum að ég þurfti að leggja mig seinnipartinn ;/
Svo er netið eitthvað að stríða mér...kemst ekki inn á msn og ekki inn á Facebook...svo ég sennilega bara neyðist til að lesa skólabók í kvöld ;)
Það var sláturgerð í sveitinni í gær...sennilega var sett nýtt hraðamet í sláturgerð...enda fagmenn á ferð ;) tókum ein 20 slátur á 2 tímum...er bara ekkert að ýkja núna...

Jæja, hef ekki meira að tjá mig um í bili...var jú reyndar á kynningarfundi hjá 8.-10. bekk í Brekkuskóla í morgun, svo var farið til umsjónakennara, ég lét plata mig í bekkjarráð...hugsaði greinilega ekki nógu skýrt á þessum tímapunkti...var sennilega í einhverju sykur sjokki eftir allt kökuátið...en 10.bekkur var að selja kaffi og kökur...og það er bara ekki hugsunarvænn morgunmatur ;) en ég humma þetta einhvernvegin fram af mér ;) hehe...

Till next...adios

Tuesday, September 23, 2008

Amerískt...

Ég ákvað að sinna bandarísku genunum í Kristjáni í gær og fara með hann á Ameríska-daga í Hagkaupum! En hann var búin að biðja um það síðan fyrir helgi...svo heim var komið með sælgætis-epli, eplakanil-muffins og einhvern hræðilega vondan djús í risa flösku, ásamt öðru eðlilegu fæði ;) kjúllabitum og svoleiðis :) Það er nú aldeilis gott að gelgjan fái smá nasaþef af þessum hluta uppruna síns svona eins og einu sinni á ári ;)
Annars er hann orðinn svo hryllilega duglegur að vakna á morgnana, alveg sjálfur, að það hálfa væri nóg! Þegar hann loksins tekur sig til, þá líka vaknar hann fyrir allar aldir eða kl.06:10 og ég er sum sé vöknuð við hann ca. 06:11 en þá er hann að brasa við að fá sér morgunmat í eldhúsinu og það fer ekki hljóðlega fram. En auðvitað á maður ekki að kvarta...það sem áður tók mig u.þ.b. 45 min að koma honum á fætur, tekur hann sjálfan 1 min. :) Vona bara að hann haldi þessu áfram sem allra lengst :)

Ég náði þeim áfanga í gær að fara í 3 skiptið í ræktina, svo ef ég gefst upp núna þá hefur tíminn ekki kostað nema 15.000 kr. ;) hehe...nú verður maður bara duglegur og kemur út í plús :)
Annars held ég að það sé ekkert hætta á að ég nenni ekki í ræktina, mér finnst þetta nefnilega bara pínu gaman...svo er svo mikið af spaugilegu fólki þarna. Í gær var t.d einn sem sennilega var kraftlyftinga stússari, því hann var með sæmilega bumbu og svaka grifflur og labbaði framhjá tækjunum reglulega (var sennilega inn í horni þar sem eru bara lóð og jötna dót). Mér fannst aðallega fyndið hvað hann var alltaf að rölta þetta fram og til baka...held að hann hafi kanski bara pínu verið að sýna sig með flottu grifflurnar sínar ;)
Svo var þarna líka einhver ofurkrafta kona...var búin að sjá hana hamast inn í jötnahorninu í lóðum, svo kom hún og stökk í eitt tæki rétt hjá mér og dróg að sér einhverja stöng nokkrum sinnum af miklum móð. Ég auðvitað ætlaði líka að prufa sama tæki og settist og reif í stöngina...en hefði nú sennilega fyrr rifið vöðva en að rífa upp þessi lóð sem héngu á stönginni!!! Var ekki pinninn í einum 60 kg. Þegar ég var búin að setja pinnann í 40 þá rétt drullaði ég stönginni að mér...en ekki meira en svo ;)
Ég held samt að ég vilji ekkert verða svona ofurkrafta kelling...fínt að geta opnað krukkur nokkurnvegin hjálparlaust...bið varla um meir ;)

Jæja, þarf að fara að drífa mig í skólann...svo í sláturgerð...bissý Krissý :)

Till next...adios

Sunday, September 21, 2008

Partýstúss og Skriðjöklar

Þar kom að því að ég færi í partý!
Gústa bauð gömlu og nýju eldhúsliði í partý í gær og þar var náttúrulega vel veitt til hægri og vinstri :)
Ég lét auðvitað ekki mitt eftir liggja í að eta, drekka og tala...mest tala samt!
Held að ég hafi ekki átt mikið eftir ósagt eftir partýið hjá Gústu, því ég talaði svo hryllilega mikið...hún verður sennilega að reyna að halda annað partý svo að hinar geti komist að líka ;) hehe...
Svo tókst mér að draga stuðboltana Evu og Svanhvíti með á hótel KEA þar sem Skriðjöklarnir voru að spila...það var fínt, dansaði smá og drakk smá, gekk svo heim og það gekk vel :)
Við vorum náttúrulega svo miklar prinsessur við gellurnar að við bara gengum inn á ballið þótt við værum miðalausar og allt...en við vorum bara svo glæsilegar ;) tíhí.
En ég entist nú ekki alveg allt ballið...veit ekki hvort ég var svona þreytt eftir að hafa hlaupið um "öll fjöll" fyrr um daginn...eða eftir að hafa talað frá mér allt vit í partýinu ;) en eitthvað var það!

Í dag er ég líka búin að vera þreytt og löt...og ætla að auka enn meira á leti mína með því að panta pizzu í kvöld :)

Mér reyndar tókst að láta Kristján taka mynd af mér fyrir málstofuverkefni í fyrramálið, en við áttum að taka myndir af okkur og reyna að ná til áhorfandans og vekja upp umræður og eitthvað blabla...best að henda inn myndinni...augnablikk...here it is :)
Fyrirmyndin er sum sé Frelsisstyttan ef einhverjir hafa ekki fattað það ;) en hugmyndin er að túlka togstreitu kvenna við að sinna heimilisstörfum, vera flottar og fínar og vera einnig hlaupandi upp um öll fjöll :)
Ég held á bókinni Örvænting eftir Stephan King í annari hendinni og pizzuskera í hinni ;) en það er svona kyndill nútímakvenna ;) hehe...

Leti er í lagi...stundum ;)

Till next...adios

Friday, September 19, 2008

Fool for Love

Ég fór í leikhús í gær og sá "Fool for Love" sem var fín sýning sem hafði þó einn stóran galla.
Sá galli er KK, sá kappi er aldeilis ljómandi góður söngvari og lagasmiður, en leikari er hann ekki og hefur ekki meiri hæfileika á því sviði en fuglahræða í roki. Það vakti furðu mína að þessi ágætu lög hefðu ekki bara verið leikin af bandi (þetta litla sem hann spilaði "læv" þar að segja) og fenginn "alvöru" leikari í hlutverkið. Ég sá alveg fyrir mér Þráinn Karlsson eða Árna Tryggvason...hefði verið snilld að sjá þetta hlutverk amk leikið af manni sem getur leikið. Hannes Örn Blandon hefði líka rúllað þessu upp, og hann kann líka á gítar ;) hehe....Jæja, best að blammera ekki KK í spað. Hinir 3 leikararnir sem ég man ekkert hvað heita (gleymdi alveg að kaupa mér leikskrá) voru fínir, samt hafði maður á tilfinningunni stundum að þeir væru búnir að leika þetta svo oft, og kynnu rulluna sína svo vel, að stundum var full mikil værukærð yfir þeim. Hefði viljað halda spennunni allan tímann, það var eins og þau dyttu út stundum. En þetta var alveg fínt, ekki eins gott og "Killer Joe" en ég sé alls ekkert eftir því að hafa farið í leikhúsið...alltaf gaman í leikhúsi :)

Annars er lítið að frétta, ég fór í sveitina á miðvikud. að hjálpa til við smölun og frádrátt sláturlamba. Á eftir að bera þess merki enn um stund, þar sem lærin á mér eru þakin marblettum, meira stórum en smáum. Ætlaði í ræktina í gær, en ákvað að láta það bíða aðeins meðan mesta marið væri að jafna sig...kanski reyni ég að ýta sjálfri mér af stað í dag ;)

Jæja, ætli ég reyni ekki að lesa eitthvað...geysp...stefnir í brjálaða djamm helgi um helgina, Pub-Quis í kvöld (ef ég hundskast af stað) og brjálað partý annaðkvöld...

Góða helgi gott fólk :)

Till next...adios

Wednesday, September 17, 2008

Að hella úr skálum...

Ég er algerlega búin að ákveða að fara aftur í ræktina á morgun...ætlaði í dag, en þar sem ég fer í sveitina seinnipartinn að reka inn og draga úr sláturlömb, þá verð ég náttúrulega að hvíla mig svolítið mikið í dag! ;)
Ég fór á fund í gærkveldi hjá sundfélaginu Óðni, þar sem Mikael er byrjaður að æfa sund, þá verður maður nú að reyna að sýna áhuga og stuðning....Það er skemst frá því að segja að fundurinn var hrútleiðinlegur (með fullri virðingu fyrir hrútum) og var mér að engu gagni. Það var aðallega verið að tala um þau börn sem eru farin að keppa og dúdderí varðandi það. Geysp, hvað ég var fegin þegar þessi fundur var búinn...það vakti reyndar furðu mína hversu fáir foreldrar voru þarna, miðað við að þetta er víst svo vinsælt að það eru langir biðlistar af krökkum sem langar í sund!
Svo var annar fundur í morgun, kynningarfundur fyrir 2.og 3. bekk í Brekkuskóla. Eitthvað var það nú svipað gaman...engar nýjar fréttir, en svo sem allt í góðu að kíkja í skólann og svoleiðis. Mæting foreldra var ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur, eða u.þ.b. helmingur.
Svo á víst að fara að skylda mann til að koma í skólann og vera inn í bekk eða í frímínútum í 2 klst. á önn...(eða vetri, man það ekki). Mér finst þar reyndar frekar kjánalegt, finst í góðu lagi að kíkka við, en að vera píndur í það...hummmm...ekki þarf kennarinn hans Mikaels að koma í vinnuna til mín ;) hehe...nú geri ég alla kennara ættarinnar brjálaða ;)

Vaknaði við voða mikið rok í nótt...fór fram og þar sem stofuglugginn, sem snýr í suður, var opinn upp á gátt þá voru öll laufblöð og sandur bæjarins komin inn í stofu til mín...ekkert spes gaman, reyni kanski að ryksuga þegar ég nenni ;)

Jæja, ætli ég dembi mér ekki í verkefni sem ég er búin að humma fram af mér í allan morgun...hafið það gott....rok(-k) og ról :)

Till next...adios

Monday, September 15, 2008

Ræktin

Í dag fór ég í líkamsrækt.
Það er flóknara heldur en að fólk heldur.
Ekki sjálf athöfnin, heldur að undirbúa sig undir það að fara í ræktina.
Ég byrjaði á því að reyna að finna mér föt til að fara í.
Íþróttabuxur: Ekki gat ég farið í hlaupabuxunum mínum, því þær eru ansi þröngar, en þegar maður er á hlaupum er það í lagi, en ekki þegar maður er í nágvígi við annað saklaust fólk! Það endaði með því að ég rændi íþróttabuxum af Kristjáni, svörtum og víðum Nike :)
Bolur: Þar versnaði í því. Ég á bara gamla ljóta slitna boli. Ekki gekk nú að fara í "Reykjavíkurmaraþon" bolnum mínum,(frá í fyrra) þá hefði ég eflaust virkað of "pró" sem gekk náttúrulega ekki í fyrsta tíma...maður má ekki gefa saklausu fólki ranga mynd af sér. Ekki gekk að fara í kvennahlaupsbolnum fjólubláa, það var bara eitthvað svo of kellingalegt! Sorrý, get bara ekkert að því gert, þetta eru flottir bolir, en ekki í fyrsta tíma í ræktinni. Að endingu rændi ég hvítum bol af Kristjáni- Addidas :)
Skór: Ég á náttúrlega þessa forlátu góðu hlaupaskó, en þar sem þeir eru úti-hlaupnir og skítugir, þá gekk það ekki...fann eldgamla skó (sem ég notaði þegar ég fór í ræktina með Gústu fyrir ca.10 árum, og entist í ca. 10 tíma ;) dustaði rykið af þeim og reyndi að ná af þeim mesta kattarhárinu og þá var ég bara nokkuð klár. Þessi ferill tók samt u.þ.b. 20 min.
Held að það hafi verið einfaldasti hluti ræktarinnar að kaupa blessaða kortið og eyða þar með langt um efni fram...en maður verður nú að reyna að fíla kreppuna ;)
Svo fór ég í ræktina sem tók mig um 45 min. Ákvað að vera nú ekkert að ofgera mér og mínum strengjum :)
Svo þarf náttúrulega að þvo öll þessi föt fyrir næsta tíma...þetta tekur allt sinn tíma ;)
Þetta er ég, voða hissa á hvað ég var dugleg í ræktinni ;)

Ræktum sjálf okkur :)

Till next...adios

Strengir

Það er best að hætta að hneikslast á bloggleti annara og skrifa bara sjálfur ;)

Það bar svo við um þessar mundir, eða nánar tiltekið síðustu helgi, að smala átti saman öllu fé á fjalli...og var það gert, nema náttúrulega þær sem urðu eftir, þær urðu eftir.
Á föstud. skrapp ég í sveitina og smalaði Kaupangstúnið með Sverri bró og Friðriki Inga frænda, gekk það með ágætasta móti, ég þurfti amk ekki að hlaupa mikið, þótt Sverrir hafi þurft að hlaupa talsvert ;)
Á laugard. var svo fjallið smalað, frá Fiskilæk að Bíldsá og gekk það sæmó, frekar var féið tregt til túns að taka og vildi heiðar heimsækja enn um hríð...(alveg að farast úr skáldmæli og er að reyna að auka við málskrúð mitt...vona að fólk fyrrist ekki við;).
En fyrir rest komum við kindunum í hús og eftir smá matarhlé, þar sem einnig var horft á seinnihálfleik Man.United og LIVERPOOL, þar sem Liverpool vann náttúrulega ;) þá var farið að draga í sundur. Gekk það bara ljómandi.
En svo voru náttúrulega þeir sem fæst fé eiga en vilja stjórna mest, búnir að færa til smölun í Fnjóskadal, svo að ég og Sverrir stukkum þangað (eða fórum á pikkuppnum) til að draga í sundur þar. En svo skemmtilega vildi til að kindabílsbílsstjórinn gat komið þá um kvöldið og við náðum að troða öllu okkar fé (eða Sverris) á bílinn. Svo þótt við værum ekki að koma í sveitina fyrr en klukkan var farin að ganga ellefu, þá vorum við nú bara sæmilega ánægð yfir því að þetta væri búið :)
Svo ég bruna af stað í bæinn með Mikael Huga og Guðrúnu Mist innanborðs, en þá vill nú ekki betur til en svo að ég keyri á heimaganginn, hana Esmeröldu litlu :( Hringi alveg skelfingu lostin í Sverrir, sem kemur hlaupandi og bjargar geðheilsu minni...ég gat nú reyndar ekki mikið gert, þar sem lambið kom stökkvandi út úr háu grasi og nánast hljóp á bílinn...en samt leiðinlegt að kála lambinu sem ég hafði mikið fyrir að halda lífinu í í vor...en þessu verður víst ekki breytt.
Í gær var svo frekar rólegur dagur, ég skrapp í sveitina og náði í nokkrar kindur með Sverri, sem voru á Króksstöðum, en fór svo í bæinn og lagaði pínu til...og planaði heil óskup...nú verður herbergið hans Kristjáns tekið í frumeindir fljótlega :)

Reyndar vour merkilegustu fréttir helgarinnar þær, að ég KEYPTI MÉR KORT Í LÍKAMSRÆKT á föstudaginn !!! Er reyndar ekkert farin að nota það, þar sem ég er alveg að farast úr strengjum eftir átök við kindur, en það er best að drolla ekki lengur og drífa sig af stað :)

Till next...adios

Wednesday, September 10, 2008

Jón Gunnar krútt :)

Ákvað að skella hér inn bréfi, sem fer í sveitapóst Eyjafjarðarsveitar nk.laugardag, en það er varðandi hann Jón Gunnar sæta frænda :) Þar sem ég held að margir sem kíkja hér inn á bloggið (þótt ég hafi ekki hugmynd um fjölda þeirra) kannist við kauða og vilja gjarnan leggja sitt af mörkum til að hjálpa honum. En hér er bréfið:

Veitum Jóni Gunnari lið !!
Eins og flestir vita þá varð Jón Gunnar Benjamínsson á Ytri Tjörnum fyrir alvarlegu slysi fyrir tæpu ári og er eftir það bundinn við hjólastól. Jón Gunnar hefur sýnt ótrúlegan dugnað við að koma sér út í lífið á nýjan leik en betur má ef duga skal. Hann er nú að fara í kostnaðarsama endurhæfingu til Frakklands þar sem vonir eru bundnar við að ný meðferð geti hjálpað honum til að ná frekari bata.

Jón Gunnar hefur um árabil verið gleðigjafi í lífi okkar sem búum í þessu sveitarfélagi og aldrei horft í tíma eða fyrirhöfn þegar þurft hefur að taka til hendinni. Nú höfum við tækifæri til þess að greiða örlítið inn á þessa skuld. Ef við tökum okkur saman og leggjum hvert og eitt örlítið af mörkum getum við létt undir með honum í baráttunni sem er framundan.

Hært er að leggja inn á reikning sem hefur verið stofnaður í hans nafni í Landsbankanum, rekningsnúmer: 0162-05-270209, kennitala 270375-3679. Við hvetjum ykkur til þess að koma þessu einnig á framfæri við þá sem ekki fá sveitapóstinn okkar og þið vitið að vildu leggja málefninu lið. Ef fólk vill hafa annan hátt á er hægt að hafa samband í síma 463 1236 eða 868 7121 og við nálgumst framlagið til ykkar.

Vinir og velunnarar Jóns Gunnars


Með fyrirfram þökk fyrir ykkar framlag :)

Till next...adios

Tuesday, September 09, 2008

Af handbolta og heimsendi

Mikael Hugi kom galvaskur heim úr skólanum í gær, dróg upp þetta fína plakat af Ísl.handboltalandsliðinu (áritað og alles) og tilkynnti mér það að hann ætlaði að æfa handbolta!!!
Ég tók nú ekkert alltof vel í það, þar sem drengurinn er nýbyrjaður að æfa sund og einhverra hluta vegna þá finnst mér bara alveg nóg að 7 ára börn æfi bara eitt í einu (bara einhver sérviska í mér...náttlega). En ekki vildi hann láta það stoppa sig, og sagði það ekkert mál að æfa 4 daga vikunnar, 2x sund og 2x handbolta...ég var svona næstum orðin fortöluð um þetta og á fremsta hlunni með að samþykkja allt saman, þegar ég rak augun í það að strákarnir í hans aldursflokki æfa mánudaga og fimmtudaga, eða nákvæmlega sömu dagana og sundið er...og næstum á sama tíma, eða handb.æfingunum lýkur á sömu mínútu og sundið byrjar. Þannig að ég slapp fyrir horn, og ekki verður minst á handbolta hér á þessu heimili í nokkra daga....svo vona ég bara að hann jafni sig á þessu :) Plakatið fína er samt komið upp á vegg, rækilega límt með límbandi...þarf sennilega bara að mála yfir það eftir einhver ár ;)

Kristján tilkynnti mér hinsvegar, þegar ég kom heim úr skólanum í dag, að heimsendir yrði á morgun! Ekkert voða gaman að koma heim og fá þær fréttir, ekki einu sinni komin úr útiskónum. Reyndar fór hann að lesa sér til um þetta á netinu (og er kanski enn að því) og sagði nokkru seinna að það væru 0% líkur á heimsendi á morgun, því að þetta "svarthol" eða eitthvað sem "kremur öll atóm" byrjar ekki að virka fyrr en 21.október eða svo...
Þetta var víst rætt fram og aftur í skólanum hans í dag...ekki gott að fylla gelgjuhugann heimsendahugsunum, nóg er nú að gerast þar samt ;)

Jæja, Mikael sofnaði í sófanum...(var samt ekki á neinum æfingum í dag) svo ég er að spá í að reyna að vekja hann og gefa honum og Kristjáni kvöldmat, hengja upp úr þvottavélinni og kanski lesa eitthvað í skólabókum...Verum nú góð við hvort annað :)

Till next...adios

Monday, September 08, 2008

Réttar réttir

Dreif mig og strákana eldsnemma á fætur í gærmorgun og svo brunuðum við austur í Fnjóskadal, eftir morgunmat og eftirrekanir ógurlegar.
Dásamlegt veður, sól og blíða og fullt af kindum í Illugastaðarétt...sem allir aðrir áttu! Sjaldan eða aldrei höfum við (ok, Sverrir bró.) átt svona fátt fé á réttinni eða tvær fullorðnar og fjögur lömb ;) En þetta var nú samt bara gaman og næstu helgi verða svo göngur og meiri réttir...og hellings fleira fé til að draga ;)

Ég á við alvarlegt vandamála að stríða, veit ekki alveg hvernig ég á að höndla það. Ég þarf nefnilega að lesa heila djö...kássu af bókum, greinum og þh. fyrir skólann, sem væri kanski í lagi ef ég yrði ekki alltaf svo hryllilega þreytt þegar ég er að lesa...sem endar yfirleitt (næstum undantekningalaust) með því að ég sofna!
Jafnvel þótt ég sitji á hörðum stól með kaffibollann límdan á hendina...þá sofna ég samt!
...var ég ekki eitthvað að skrifa um þetta á síðasta skólaári líka...hummm!
Sé fram á að sofa mikið í vetur ;)

Jæja, ætla að halda áfram að lesa fyrir kynjafræði, reyna að byrja að lesa fyrir mannfræðina og elda mat í leiðinni...buzy buzy days :)

Till next...adios

Saturday, September 06, 2008

Sláturhús 5

Vaknaði í morgun við fyrsta hanagal...eða við síðasta þrastartíst! Þetta var alveg eldsnemma, löngu fyrir fyrstu mjaltir og allt. Stökk fram í eldhús, sá nokkra fiðurskúfa á flögir, grimma ketti dansa stríðsdans í kring um öskrandi þröstinn. Ég næ í sóp og sópa kattaróhræsunum í burtu, tek skelkaðan fuglinn og hendi honum út um eldhúsgluggann, hann virðist vera í lagi, þótt ekki flygi hann langt. Ákvað að geyma að ryksuga upp þetta smá fiður þar til dagrenning væri opinberlega viðurkennd, og skreið aftur upp í rúm.
Var vakin aftur miklu seinna af skelkuðum unglingi. Hann sagði að það væri allt út í fiðri og blóðslettum á ganginum og eldhúsinu. Þar sem unglingurinn er mjög dramatískur, þá hélt ég að hann væir bara að gera mikið úr þessum örfáu dúskum á eldhúsgólfinu. Reyndist ekki vera raunin. Kattarófétin höfðu farið aftur og náð sér í annan þröst, eða þann sama, (gleyndi að merkja þann sem ég henti út) slátrað honum á hrottafenginn hátt svo að fiður og blóðslettur voru út um allan gang og allt eldhús, hafa samt farið mun hljóðlegar í þetta skiptið. Svo lá næstum ónartaður fuglinn við matardallinn.
Unglingurinn ryksugaði, ég fór út með líkið og henti því í tunnuna (ekki endurvinnsluna samt) og unglingurinn þvoði líka upp blóðsletturnar. Ætla í tónabúðina og kaupa risa stjóra bjöllu og hengja um háls kattarins. Er líka að spá í að koma á laggirnar dún og fiðurhreinsun og reyna að græða eitthvað á þessu...

Till next...adios

Friday, September 05, 2008

Lesleti

Er búin að vera löt hér inni undanfarið, enda svo sem ekki haft mikið að segja...og hef ekki enn ;)
Skólinn náttúrulega byrjaður á fullu og ég engan vegin komin í lestrar-lærdóms gírinn...vona að það fari nú samt að bresta á ;)

Aðafundur Freyvangsleikhússins var sl. miðvikudagskvöld, þar náði ég að koma mér út úr stjórninni og ætla nú bara að njóta þess að kvabba í nýrri stjórn...hehe...

Svo eru Illugastaðarréttir á sunnudaginn...svo hauststörfin eru að bresta á af fullum þunga ;)

Mikael er voða duglegur við að skilja eftir fötin sín og annað lauslegt í skólanum eða í sundi, svo ég fór í göngutúr með hann í dag og fann tvennar peysur ;) kom við í Vaxtarræktinni og spurði um verð á árskortum...þetta er amk fyrsta skrefið í að koma sér í ræktina...búin að vera á leiðinni þangaði í ...hummm....einhver ár ;)
Núna er bara að láta vaða...verð að gera eitthvað, ligg bara á meltunni og hreyfi mig ekki neitt...ekki get ég hlaupið fyrr en hnéið á mér "lagast" :) Svo nú á bara að taka á því!!!

Jæja, búin að ausa full mörgum loforðum núna út á alheimsnetið ;) læt þetta duga í bili...

Till next...adios

Monday, September 01, 2008

Sölukaup

Ætla að byrja á að óska sjálfri mér til hamingju með að hafa selt gamla grána (sum sé gamla bílinn, Renault 19 módel 1990) á 30 þús. kall, í dag :)
Þessi peningur dvaldi reyndar stutt við í veskinu, því ég fór nánast beint í BIKÓ og keypti baðvask og blöndunartæki fyrir sambærilega upphæð ;)
Kom einnig í fyrsta skipti inn í Europrice og það er búð sem kemur skemmtilega á óvart...þarna er bara hægt að kaupa allt milli himins og jarðar (ekki gæludýr samt) á ótrúlega óokruðu verði :) þarna náði ég sum sé að eyða meiri pening ;)...Ég kom nefnilega bara miklu í verk í dag, nema náttúrulega að lesa allt sem ég á að lesa fyrir morgundaginn...sem er alveg slatti ;/
Mikael er á sínu fyrsta sundnámskeiði, eða sinni fyrstu sundæfingu...byrjaður að æfa sund með Óðni, vona bara að það gangi vel og hann verði næsti Michael Phelps ;) Nafnið hlýtur amk að vera ágætis byrjun ;)
Jamm, jamm...þarf að fara og gera ofurinnkaup á Kristján, sundskýlu, leikfimisföt og skó...það er alltaf eitthvað...ótrúlegt hvað lappirnar á drengnum hafa stækkað í sumar!!! Allt skótau orðið of lítið...
Svo er leynifélagsfundur í kvöld....ekki lesa þetta...rosa leynilegt...usss..usss.....;)

Hafið það gott í haustblíðunni...já, það er komið haust...liggur í loftinu....en það þarf ekkert endilega að vera slæmt...göngur og réttir....sláturgerð og gæsamergð ;)

Till next...adios