Monday, January 17, 2005

Starfsdagar

Búin að komast að því að starfsdagar í skólum og leikskólum, eru ekkert svo slæmir.
A.m.k ekki ef maður hefur verið svo forsjáll að skilja eftir sumarfrísdaga.
Ég var í öllu falli ánægð með að vera heima í dag, með litlu kútunum mínum báðum.
Þetta er að vísu í fyrsta skifti sem starfsdagur er sama dag í leik-og grunnskólum hér á brekkunni! En alveg afskaplega hentugt.
Dagurinn fór samt mest í að gera allt sem þarf að gera fyrir kl.16:00
eins og að fara í banka og svoleiðis.
Fór líka og lét taka passamynd af mér og sótti um vegabréf!
Svo nú er ekki aftur snúið...nú skal stefnt að því ljóst og leint að komast til útlanda, nánar tiltekið höfuðstað danaveldis.
Kristján fór í fyrsta skipti í TTT í Akureyrarkirkju. Þetta heitir: "tíu til tólf", og er farið í leiki, sungið og ýmislegt með trúarlegu ívafi.
Hann fann algerlega upp á þessu hjá sjálfum sér. Kom eitthvað fólk að kynna þetta í skólanum á föstudaginn, og hann hefur greinilega heillast svona af því.
En ég er nú ánægð með að pilturinn finni sér einhver önnur áhugamál en að tapa sér í tölvuleikjum.
Annars tíðindalítill dagur.
Það er bara allt voða tíðindalítð í kring um mann núna.
Ætla að draga hana Elísabetu, nöfnu og vinkonu út á lífið næstu helgi!
Nú skal mála bæinn grænan :)

Till next...adios

Saturday, January 15, 2005

Blogg...bölvun eða bæting?

Las það í blaðsnepli nú um daginn, sennilega Fréttablaðinu,
að fólk hefði misst vinnuna útaf blogg skrifum sínum!
Varð nú hálf hvumsa við, þar sem ég hef lítillega reifað vinnu mína á téðum vettvangi.
En afhverju í óskupunum má maður ekki segja sína skoðun á blogginu?
Þetta er nú meira eins og opinber dagbók, heldur en háalvarlegur fréttamiðill.

Er nú svo komið með mig og mína vinnu, að ég er alveg að gefast upp!
Og ekki batnaði það er ég fékk síðasta launaseðil og komst að því að námið mitt, sem staðið hefur yfir í 3 og 1/2 ár, var metið til 8.000 kr.launahækkunar!!!
Ekki finnst mér það nú til að hrópa húrra fyrir.

Ég fengi t.d hærri laun sem ófaglærð matráðskona á leikskóla!
Eftir að þær fengu launahækkun nú um áramót, sem að vísu voru 2 ár aftur í tímann!
En þar sem ég vinn hjá Ríkinu, þá á ég bara að vinna af hugsjón, og ekki hugsa um peninga eða vinnuaðstöðu.

Svo nú ætla ég að leita mér að alvöru að nýrri vinnu, a.m.k ef engar breytingar verða á mínum vinnustað.
Það væri þá bara allt í lagi ef ég yrði rekin vegna skrifa um vinnuna á bloggið, myndi spara mér uppsagnarbréfaskrif :)

Annars örlítið að öðru; ef einhver er með góða uppskrift, að því hvernig á að losna við kvef og hósta, er það vel þegið.

Till next...adios

Sunday, January 09, 2005

Snjór, snjór og meiri snjór

Þetta fer nú alveg að verða ágætt.
Eins og það hafi ekki verið nóg af þessu hvíta kalda fyrir. Nei...þá þurfti nú endilega að snjóa 15cm í viðbót í gær!

Ég ákvað að láta reyna á hvernig heilsan væri orðin, og mokaði snjófjallið ofan af bílnum mínum. Tók tíma sinn, en ég lifði það af, svo ég ætla þá að drífa mig í vinnu á morgun.

Þórður bró á víst afmæli í dag. 39 ára kallinn, ef ég reikna rétt.

Snæfell er byrjað að myndast hér fyrir neðan hjá mér. Risa stór snjóhaugur sem vex og dafnar mjög vel í þessu veðurfari.
Hélt reyndar í fyrra að Snæfell færi bara ekki neitt um sumarið og myndi bara breytast í jökul.
Þá ætlaði ég að skíra það Snæfellsjökul.

Það er ótrúlega mikill snjór sem kemur úr Þórunnarstrætinu og hefur vetursetu hér á auða græna blettinum, fyrir neðan húsið.

Það stendur að vísu til að byggja þar leikskóla, sem mun koma til að ná alveg upp að dyrum hjá mér. Sennilega samt ekki fyrr en Mikael er byrjaður í skóla, hitt væri of auðvelt fyrir mig!

Hvað blessaðir bæjarstarfsmannamokararnir gera þá við snjóinn, veit ég hinns vegar ekki!

Og blessuð börnin sem enn nenna að sparka í bolta, þurfa sennilega að leita sér að öðrum auðum blett fyrir tuðrusparkið.
Bæjaryfirvöld bera sennilega þá von í brjósti, að þessi hreyfingarþörf, sem enn er í örfáum börnum, leggist senn alveg af og flytjist alfarið í fingur barnanna. Auðvitað er búið að gefa allar tegundir íþrótta út á leikjatölvuformi og því tilvalið að börnin séu ekki að þvælast úti á auðum blettum, heldur einbeiti sér að fingrafimi í fótbolta.
Enda alkunna að fótbolti er fremur hættuleg íþrótt, fólk fótbrotnar, snýr sig um ökla, slítur liðbönd eða þaðan af verra.
Tölvuleikir aftur á móti eru tilltölulega hættulausir, ef leiðbeiningum er fylgt um 15 min hlé á klukkutíma. Tognaður þumall er tiltölulega fátítt.

Nú langar mig til að byðja æðri máttarvöld um örlítið minni snjó, eða amk að það snjói ekki meira í vetur :)
Annars fer þorrinn að byrja...sososo

Með von um betri og bjartari tíð

Till next...adios

Wednesday, January 05, 2005

Rok og rólegheit

Þá er nú allt að færast í samt horf, eftir tilbreytingu jóla og áramóta.
Þetta er nú búið að vera alveg ljómandi, ef frá er talið að leggjast í eymd og volæði með eihverslags pestarmynd um áramótin.
Eginlega ómynd, því maður er eginlega hvorki hress né lasinn!

Er samt heima, finnst mun betra að vera heima með hitalurðu og höfuðverk, en að þræla mér út í vinnunni fyrir vanþakklæti og leiðindi.

Nú er ég farin að hljóma eins og ég sé búin að fá hundleið á vinnunni, sem er bæði rétt og ekki rétt.
Aðallega búin að fá nóg af yfirmannsómyndinni, sem virðist hafa þá einu ánægju í lífinu að gera öðrum lífið leitt!
Get svona rétt ímyndað mér áramótaheiti hennar: " reyna að lækka laun sem flestra, og kannast aldei við neitt sem ég segi eða geri".

Svo skrifa ég ekki meira um vinnuna, ætla að forðast kærur fyrir meinyrði á þessu nýja ári :)

En ef einhver veit um góða vinnu (vel borgaða og góðan vinnutíma) er ég sko alveg tilbúin að skoða málið.

Ef vinnan krefst búferlaflutninga, þá vantar mig aðstoð við það.

Ég steingleymdi nú alveg að stíga á stokk (væntanlega eldspítustokk) og strengja áramótaheit, en það er spurning að breyta til og strengja þrettándaheit.

Þar sem þrettándinn er nú á morgun er hægur vandi að skella sér í það.
Hummm, kanski að:
framkvæma í stað þess að tala (eða skrifa).
skipta um vinnu á árinu (13 ár er eflaust orðið nóg á sama stað).
Verða betri persóna en ég er (það er alltaf hægt að bæta allt, líka það sem er gott fyrir;)

Þá er best að leggjast undir feld og hugsa málið.

Ps. mér fannst áramótaræðan hanns Halldórs forsætisráðherra alger snilld!
Hjartanlega sammála þessum fína kalli.
Og ef einhverjar kellingar eru að reyna að snúa þessu upp í eitthvað allt annað en það er, þá ættu þær nú bara að leita sér hjálpar.
Að hann væri eitthvað að ala á samviskubiti einstæðra mæðra er þvílík fyrra.
Ég held frekar að karladruslurnar sem ekki nenna eða vilja sinna börnum sínum ættu að taka þetta til sín. Þessi ábyrgðarlausu fífl.
Svo eru þessar kellingadruslur, sem eiga barnsfeður sem vilja og nenna að sinna börnum sínum, ekkert nema leiðindin við þá!
Fussumsvei og fussumsvei!

Nú hætti ég áður en ég tapa mér alveg...

till next...adios

Monday, January 03, 2005

Gleðilegt ár ***

Þar kom að því.
Bara nýtt ár að byrja.

Að því tilefni vil ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og vona að nýja árið verðir öllum til heilla og hamingju :)

Annars sit ég hér með höfuðverk og kvef og bíð eftir að eitthvað verði ákveðið með flug.
Hann Kristján minn átti nefnilega að koma norður í kvöld, en þar sem ekkert hefur verið flogið síðan í morgun, er það að verða óvíst. Á að athuga eftir 15 min.
Nonni bró er líka að bíða eftir flugi, en hann er að fara suður og síðan til Danaveldis á morgun.

Ekki veit ég hvað þetta veðurlag á að þíða.

Sennilega að rætast "kinda" draumurinn minn síðan í haust.

Þá dreymdi mig að ég kom inn í fjárhús og leit þar yfir stóran kindahóp. Allar voru þær hvítar, nema örfáar voru með smá dökkar rákir í framan.
Ég hugsaði með mér að þetta væru minsta kosti 100 kindur. Og var eginlega hissa, því ég hélt að eigandi kindanna ætti bara 10 kindur!
En svona fyrir utan draumalandið á þessi maður ekki eina einustu kind!
Maðurinn í draumnum er pabbi vinkonu minnar og heitir Ægir.
Svo ég spáði því að það yrði ægilega mikill snjór í a.m.k. 100 daga!

Mig langar svo sem ekkert að hafa rétt fyrir mér.
En að fenginni fyrri reynslu hef ég oftar rétt fyrir mér, (ef ég ræð draumana mína rétt)
heldur en veðurklúbburinn á Dalvík ;)

Jæja, ætla að láta þessar hrakspár duga í bili, og fara og tékka á flugi í textavarpinu.

Till next...adios