Saturday, July 29, 2006

Afsakið hlé

Nú verður gert stutt eða langt hlé á ferðasöguEgilsstaða, vegna kveinstafa löngunar minnar!

Sjaldan er ein bára stök, nema einstöku Bára...

Í dag bilaði sjónvarpið mitt,eða það bendir allt til þess að það sé ónýtt, því að það kviknar ekkert á því....var reyndar búið að suða svolítið í því undanfarnar vikur, en ég átti nú ekki von á þessari snöggu uppgjöf þess!
Þvottavélin er nánast farin að þurrþvo þvottinn að mestu leyti, því að vatnið hefur sennilega fundið sér fljótlegri leið í gegn um botninn á vélinni. Og því er gólfið farið að verða blautari en þvotturinn!

Bílgreyið mitt harkar ennþá af sér, en ég er farin að verða ansi smeik um að þeir í bifreiðaskoðuninni skelli hlæi af mér þegar ég verð búin að safna kjarki fyrir skoðun!

Svo núna áðan þá greip ég til þess örþrifaráðs að kaupa mér Lottó miða, í þeirri veiku von að ég vinni örlitla upphæð fyrir nýjum heimilistækjum!
Er samt ansi skíthrædd um að ég þurfi bara að vinna fyrir þessu eins og vanalega...

Fór í bíó áðan með Mikael (ekkert sjónvarp...bara bíó;) á myndina "Over the Hedge" - sem var svo sem ágæt. Nema hvað, einhver snillingur hefur fundið upp sleikjó með ljósi inní!
Ég veit ekki hvort að einver hefur haldið að krakkar þyrftu að borða sleikjó í myrkri, og þyrftu þar af leiðandi ljós til að hitta á munninn....en krakkar á næsta bekk fyrir framan mann í bíó veifandi þessum ljósastikum út um allt er frekar hvimleitt!
Og þegar einn krakkinn tók sig til og fór að veifa þessu nánast framan í mig, þá tók ég mig til og hvæsti á þá "hættið þessu" með djúpu reiðilegu röddinni, sem hefur sennilega snarvirkað í annars frekar skuggalegum bíósalnum (ef sleikjóarnir eru undanskyldir) því þeir snarhættu.
Eitthvað hefur nú krakkinn kvartað í mömmu sína, því að ég heyrði hana segja "það var gott hjá henni að segja þetta". Ég var reyndar búin að heyra mömmuna biðja krakkana að hætta þessu, með afskaplega litlum árangri þó.

Samt pínu fyndið, að ég verð ekki glöð ef að börnin mín eru skömmuð af bláókunugu fólki... sem er þó samt lang áhrifaríkast...

Spurning afhverju ekki er boðið upp á hlýðninámskeið fyrir börn...svona svipað og fyrir hunda, þar sem foreldrar mættu með börnin sín og þeim yrði kennt hvernig á að láta börnin hlýða...
ég myndi mæta manna fyrst ;)

Till next...adios

Sunday, July 23, 2006

Egilsstaðir

Ég er búin að sannreyna það að það er satt að það sé alltaf gott veður á Egilsstöðum...
A.m.k hefur það verið reyndin þessa tæpu 3 daga sem ég dvaldi þar, og einnig þegar ég var þar í 3 daga í fyrrasumar ;)

Og ekki skemmir nú gestrisni og velgjörðir heimafólks :)

Þegar ég brunaði austur um hádegisbil á föstud. var hér búið að rigna eins og hellt væri úr fötu...en veðrið snarbatnaði eftir sem austar dróg og svoleiðis búið að vera sól sól og sól.

Á föstudeginum var aðallega talað og talað (sumir meira en aðrir...hehe;) og sopið á öli...ehhemm nei ég meina bjór (komumst að því í Trivial á laugardkv. að það er sko ekki það sama;)
og var það alveg hreint ljómandi gaman og gott. Álaborgar ákavíti hvað???

Á laugardagsmorgninum...ekki neitt eldsnemma, var fyrst setið í sólinni og svo brunað uppá Kárahnjúka.
Spenningurinn var mikill, sérstaklega því við áttum allt eins von á að sjá mótmælendur...en þar var ekkert nema einn hundur!
En mikið eru þeir nú búnir að gera "stórbrotið landslag" enn flottara :)

GOOOOO Landsvirkjun :)

Eftir að hafa sér þessar framkvæmdir og þetta landslag, þá skil ég ekki hvernig í óskupunum fólk nennir að eyða tíma og peningum í þessi mótmæli!
Þessir mótmælendakjánar ættu heldur að gefa fjármunina, sem fara í þessa mótmælendavitleysu, til sveltandi barna úti í hinum stóra heimi.

Svo gleymdi ég myndavélini heima....(og Nonni sinni á Egilsstöðum þegar við fórum á Kárahnjúka,en ég ætla sko ekki að minnast á það svo hann heyri;) og þar að leiðandi eru engar snilldar flottar myndir af risa stíflu á þessu bloggi....
Fer bara aftur eftir rúmt ár og tek myndir af flottu vatni ;)

Meiri ferðasaga seinna...

Till next...adios

Tuesday, July 18, 2006

Bankaleynd?

Í dag fór ég í banka...sem er svo sem ekki í frásögur færandi.
Nema útaf því að þetta voru erindagjörðir sem áttu að vera í þágu eldri stráksins míns...
Það er nefnilega að hér í gamla daga (eitthvað um það leyti sem hann er skírður) þá stofnaði ég fyrir hann reikning í Búnaðarbankanum sáluga. Æskulínu reikning, nánar tiltekið.
Þetta ku vera reikningur sem hentar börnum upp að unglingsárum...Heitir víst Krakka KB eftir að Búnaðarbankinn varð KB-banki.
En þar sem ég í sakleysi mínu fer að tala við unga afgreiðslustúlku, sem vissi greinilega ekkert of mikið um svona bækur, eða sparnaðarleiðir, þá kemur að önnur kona eldri og "vitrari" og segir mér að það skipti nánast engu máli hvort hann er áfram með þessa bók eða fær "unglingabókina" sem ég man ekki lengur hvað heitir....
Vextirnir séu nánast þeir sömu (munaði 0,5%) og ekki er hægt að leggja inn á "gelgjubókina" nema með reglubundnum sparnaði!!!!
Hver býr til svona dæmalausta vitleysu???
Gelgjubókin er bundin til 18 ára aldurs, en ekki hægt að leggja inn á hana nema með reglubundnum sparnaði!?!
Ég átti eginlega ekki til eitt einasta orð...sem sé, annað hvort að leggja inn einu sinni í mánuði, eða sleppa því alveg!
Úfff, ég held að það þurfi alveg sprenglærðan fræðing til að reikna þetta dæmi til enda....ég er að minnsta kosti ekki að botna í þessu.

En ekki nóg með það....Hann Kristján á líka svona debetkort, sem hann fékk þegar hann var 11 ára (eitthvað tilboð í gangi þá) og sem betur fer hefur þetta virkað mjög sparnaðarlega á hann...hann leggur bara peninginn sem hann fær inn á kortið sitt og vill eiga sem mest þar ;)
En eitthvað var ég nú farin að óttast að hann gæti týnt því, og að vextirnir væru nú sennilega betri á einhverri bókinni...svo ég spurði hvort ég gæti millifært af debetkortinu yfir í bókina hans (þegar ég var búin að ákveða að halda bara gömlu bókinni)
En NEI! Foreldrar mega greinilega ekki sýsla neitt með fjármuni barna sinna!!
Það er lögverndað að ég má ekki hrófla við hans peningum, nema að hann sé með og gefi samþykki sitt!!!!! Hann má ekki einu sinni gefa mér umboð! Verður að koma sjálfur!

Ég bara spyr: Hvernig í ósköpunum er mér treystandi til að ala upp barn/börn ef mér er ekki treystandi til að millifæra 10.000kr milli reikninga sem hann á sjálfur???

Eru bankarnir hræddir um að foreldrar arðræni börnin sín???
Ef ég færi nú að ræna peningunum sem sonur minn á, tími ég þá nokkuð að gefa honum að borða, eða kaupa föt á hann???

En blessuð bankakonan (þessi vísari) hún sagði að vísu, að hann gæti stofnað einkabanka (ég get sko ekki heldur gert það fyrir hann) og ef hann vildi þá gæti hann gefið mér aðgang að honum ;)

Svo niðurstaðan er sú að tæplega 13 ára gamall sonur minn hefur ákvörðunarvald yfir því hvort að mér sé treystandi til að skipta mér að fjármálum hans :)

Till next...adios

Monday, July 17, 2006

Sól

Bara láta þá vita sem ennþá nenna að lesa þetta blogg, og þá sem búa fyrir sunnan ;) að það er sko búið að vera sól og blíða í dag...og á víst að vera áfram næstu daga:)

Ég er búin að vera voða dugleg í skemmtana lífinu undanfarið..búin að fara út 3 helgar í röð!!! Ekki láta þetta fréttast....svo sem ekkert rosalegt djamm á mér, kanski einna helst síðasta laugardagskvöld þegar ég var dregin (nauðug viljug ) á Sniglabandið sem var að spila á Rocco.
Þar voru aldeilis rifjaðir upp gamlir danstaktar, og vaknaði ég upp með ógurlegan hálsríg eftir allan "head-banging" dansinn....er maður að verða og gamall fyrir þetta???
Annars var þetta voða gaman, sérstaklega að fynnast maður vera orðinn 15 árum yngri ;)
Þótt ég hagi mér nú stundum svoleiðis ;)

Er ekki einhver "þarna úti" sem kann "instant" uppeldi? Sem gott væri að grípa til þegar manni finnst eitthvað vanta uppá...sennilega veit maður aldrei hvort maður er að gera rétt fyrr en börnin manns fara að ala upp sín egin börn ;)

Jæja, best að hætta að misnota aðstöðu annara og hætta að blogga í bili....man ekki heldur hvað ég ætlaði að skrifa...hehe
Sól sól sól :)

Till next...adios

Friday, July 14, 2006

Ég um mig frá mér til mín...


Tölvunördinn í mér er farinn að láta á sér kræla...og í tilefni af því ákvað ég að láta hér inn eina mynd af MÉR :)
Svo fyllist þetta blogg eflaust af myndum af afkvæmum og upplognum afrekssögum af mér og mínum ;)
Mér finnst samt alveg furðulegt að alltaf áður en ég fer inn á bloggið, þá hef ég svo mikið að segja...en svo þegar ég loksins hef mig í það þolinmæðisverk að fara hingað inn...þá er gjörsamlega allt þetta skemmtilega dottið út úr hausnum á mér! Og það dettur niðrá gólf og rúllar lengst undir sófa og ég næ bara ekki í það!....Og VÁ hvað þessi tölva er að gera mig brjálaða!!!

Og talandi um að gera mig brjálaða... Ég á þessa annars ágætu nágranna...en gallinn er bara sá að þau nenna ekki að ganga almennilega um ruslið!
Núna eru t.d kassar út um allt, meira að segja ofaná ruslatunnunum! Og í rokinu í gær þá fauk þetta út um allt, og mér leið eins og ég byggji bara á ruslahaugunum!
Ég er nú búin að tala við þau einu sinni, og mér var bara þakkað fyrir ábendinguna...en annars allt óbreytt.
Svo er eins og þau átti sig ekki á því hvenær tunnan er orðin full! Það er bara haldið áfram að setja poka í...þótt lokið sé löngu komið upp að vegg og algerlega ómögulegt að taka ruslaopkann upp úr tunnunni! Og auðvitað endar það með því að ég tek nýjan poka (sem hefur verið haganlega staðsettur hangandi utaná tunnunni) og laga ruslaómyndina...því að ég get bara ekki hugsað mér að ruslakallarnir komi að þessu svona.
Mér finnst þetta bara vera virðingarleysi við annað fólk.

Ég hugsa að ég þurfi bara að finna mér eyðibýli einhversstaðar (ekkert alltof langt í burtu) til að búa á. Fjarri tillitsleysi, yfirgangi, hroka og fúllyndu fólki :)

Jæja, þá er ég búin að fá smá útrás...fínt að hafa svona blogg til að skammast í ;)

Till next...adios