Thursday, April 20, 2006

Gleðilegt sumar

Nú er sumar
gleðjist gumar
gaman er í dag....

Það er nú samt ennþá snjór, og dáldið kallt...en það hlýtur að lagast ;)

Mikael spurði mig að skemmtilegri spurningu í gær, hann spurði: "Mamma, afhverju eigum við ekki svona þjón"?
Hummm, mér vafðist eginlega tunga um tönn, afhverju á ég ekki bara svona þjón?
Þótt spurningin virðist alveg út í hött, þar sem ekki margar fjölskyldur eiga þjón (spurning líka um að eiga eða hafa) en það sem er sniðugast í þessu, er að ég væri bara alveg til í að "eiga" þjón ;)
Eða hvað....er þetta kanski spurning um að þurfa ekki alltaf að gera alla hluti sjálfur?
Hafa einhvern til að deila öllu með, bæði gleði, sorg og vinnuálagi heimilisins.
Þurfa ekki alltaf að skúra, elda, vaska upp, þvo þvott og laga til ein.
Svo eftir þessa litlu spurningu; "afhverju eigum við ekki þjón" þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að sennilega væri óþarfi að eiga þjón (nema ég væri ógeðslega rík) en ágætt væri einhverntíman í framtíðinni að eignast góðan mann ;)

Þar sem ég lét einhverntíman (fyrir óralöngu) út úr mér hér á þessu bloggi að ég væri ákveðin í að vera karlmannslaus í 2 ár, þá ætla ég að segja núna að ég hef ákveðið (vegna góðrar hegðunar) að stytta þennan tíma niður í ár! Er þetta ekki svoleiðis í hegningarlögum, maður á rétt á reynslulausn eftir að hafa "setið" af sér helming dómsins?;)

Ég verð kanski að fletta því upp....en ég hef nú samt grun um að ég sé að verða búin að "afplána" þennan tíma....

Till next...adios

Sunday, April 16, 2006

Gleðikona í háska...

Uhhh...
Nei, ég meina: GLEÐILEGA PÁSKA :)

Þá er páskahátíðin gengin í garð...ótrúlegt að jólin skuli bara rétt búin...hummm
Hér er nú kuldi, rok og kvef, sem eru þrenning sem ég gæti alveg hugsað mér að vera án!

Fór með "litlu" bræðrum mínum í leikhús sl.fimmtud.kv. að sjá Litlu Hryllingsbúðina, og verð ég bara að segja að þessi sýning er alger snilld :)
Væri til í að sjá hana aftur...svona ef það er einhver þarna úti sem vantar "leikhúsfélaga" ;)
Öskraði og klappaði svo mikið í uppklappinu að síðan hef ég verið raddlaus og hálf lasin!

Þá er hann Jón víðförli kominn til landsins, og væntanlegur norður yfir heiðar eftir helgi. Mun þá verða hafist handa við að æfa hið bráðum fræga ör-leikverk: Dagur í lífi Mörthu Ernsdóttur, sem mun verða sýnt í Borgarleikhúsinu í byrjun mai :)

Að öðru leiti mun vera tíðindarlítið á norðurslóðum...

Till next...adios

Monday, April 10, 2006

Brúðkaup

Heil og sæl...

Búin að komast að því að það les enginn bloggið mitt....a.m.k kommentar engin og þar af leiðandi dreg ég þá ályktun að engin lesi það!
Svona eru bara ályktanir dregnar, hvort sem þær reynast svo sannar eða ei.

Fréttir dagsins: (eða frétt laugardagsins) Árni og Sigga Lára giftu sig, eftir að hafa skírt dóttirina Gyðu, sem glöggir lesendur (or not) taka eftir að er EKKI í höfuðið á mér!!!
Svo þá verð ég líka að nefna að hún Steinunn er best :) hún skíðri sko dóttur sína í höfuðið á mér ;) hana Katrínu Söru :)
En þetta var nú útúrdúr...Mest er ég nú hissa á að þau skötu hjú skuli ekki hafa beðið mig um að syngja í brúðkaupinu (hefði þá náttúrlega líka þurft að vita af því) því eins og staðan er í dag þá eru 50% líkur á að hjónabönd endist hjá þeim sem ég syng í brúðkaupinu hjá:) Og verð ég að segja að það eru nú bara ansi góðar líkur ef að líkum lætur ;)
Ef ykkur lesendur góðir (or not) finnst þetta farið að verða of mikið bull hjá mér, þá er það algert bull hjá ykkur að halda það. Það er bara að greina hismið frá kjarnanum og komast að þeirri niðurstöðu að að að að að ...hummm, ekki ætla ég að fara að greina þetta oní ykkur!!!

Það er allaveganna búið að skíra og gifta í þessari fjölskyldu á þessu ári og gott að það eru aðrir sem taka það að sér en ég ;)
Ef einhver greinir sárindi eða kaldhæðni í þessu þá; so be it!

Svo ætla ég að hætta núna áður en ég fera að tala um herinn, fúlar kellingar eða eitthvað sem lengir bloggið mitt úr hófi fram!

Till next...adios

Wednesday, April 05, 2006

Textar

Sælt veri fólkið...
Þar sem ég hef ekkert gáfulegt uppá að bjóða, þá er ég bara að hugsa um að skella hér inn nokkrum textum síðan úr kabarett haustið 05
Þessu var svona hnoðað saman eina kvöldstund á meðan að strákarnir slógust á stofugólfinu ;)



Wig Wam-----In my dreams .....byrjunarlag?

Komdu komdu komdu
Komdu nú á kabarett
Kabarett

Ýmislegt mun gerast hér í kvöld
Gleði glysið tekur af öll völd
Grínið gert af köldum köppum hér
Gerið bara ekki grín að mér.

Komdu komdu komdu
Komdu nú á kabarett
Þú ert sá eini sem ekki fer á kabarett
Er það rétt?

Í gulum vestum stígum hér á stokk
Flytjum fallegt gleði glauma rokk
Féið kom allt af fjall’í haust
Því kyrjum við með hári raust.

Komdu komdu komdu
Komdu nú á kabarett
Þú ert sá eini sem ekki fer á kabarett
Er það rétt?
Er það rétt?

Ef gaman verður hér í kvöld
Þá kem ég aftur næsta ár....

Komdu komdu komdu
Komdu nú á kabarett
Þú ert sá eini sem ekki fer á kabarett
Er það rétt?
---------------------------------------------
Þetta var sumsé byrjunarlag kabaretts, en svo gerist ýmislegt og þegar við grípun næst niður þá er þar bóndi einn sem hefur fellt hug sinn til móru sinnar og hyggst á brúðkaup....
A.t.h þetta var upprunalega ekki mín hugmynd, heldur samdi ég bara þennan texta í takt við atriðið sem á eftir kom ;)




Jakob Sveinstrup---talking to you.
Lagið til hennar Móru! (kanski full gróft...en)


Þú kemur mér á fætur sérhvern dag
Ég færi til höfin og svo morgungjöfin
Ef aðeins gæti opnað augu þín
Og vakið þér þrána,á undan honum grána

Þú ert svo sæt og fín
Ég vil þú verðir mííííín

Úúje

Ég tala til þín Móra mín
Ég tala til þín já, þú vekur hjá mér þrá
Ég ávalt þig vil, ljós og leynt
Svo nú skal til prestsins arka beint

Þú ert allt er finna vil
Ég aldrei aldrei aldrei mun vilja við þig skil.....nað

Ég hugsa oft er búum saman við
Hve væri það gaman er jörmun við saman
Ég af þér fæ ei nóg
Frá ég í réttinni, réttinni þig dróg.

Ég tala til þín Móra mín
Ég tala til þín já, þú vekur hjá mér þrá
Ég ávalt þig vil ljóst og leynt
Svo nú skal til prestsins arka beint.

Svo kom að sjálfsögðu prestur og taldi því alls ekkert til fyrirstöðu að gifting yrði milli þeirra. Fyndið samt að fyrir fáum vikum var það í fréttum að maður nokkur í útlöndum, hafði þurft að giftast geit sinni, þar sem komið hafði verið að þeim í "ástaratlotum". Og fylgdi það fréttinni að en væru hveitibrauðsdagar hjá þeim ;)
Spuning hvort Freyvangsleikhúshöfundar séu forspáir????

Svo er það úrgangurinn....farið var að beita þá dagsektum sem ekki voru búnir að koma "niður" hjá sér rotþró, og ´því var sjálfsagt að gera grín að því (okkur er ekkert heilagt)

Waterloo---ABBA
Rotþróarlag!

Mai Mai er vorið kom þá frestur var á enda
Ó nei, og ég hef ekki klárað öll mín skylduverk

Í vasanum á ég ei aur
En þarf samt að losa burt saur...

Rotþróin...því ertu ekki enn kominn
Rotþróin...nú leggst hann þungt á mig skatturinn
Rotþróin...get ég ei sloppið þó vildi víst
Rotþróin...leggst á þann stað er skyldi síst
Óóóó
Rotþróin...freistandi verður fjóshaugurinn

Mai mai, ég reynd að hald í mér en gat það eigi
Ó je, nú er mín eina von í flórnum kúnum mínum hjá

En aldrei nú neitað því get
Að skíturinn fer ekki fet

Rotþróin....og s.frv.

Rotþróin...tekur við því sem að frá mér fer.

Jæja, þá eru tveir textar eftir sem munu bíða næsta bloggs :)

Till next...adios