Friday, August 31, 2007

Tíðindalítið

af vesturvígstöðunum....
Ég verð að segja að ég held að ég sé ótrúlega heppin með bekkjarfélaga. Þetta eru bara þvílíku perlurnar :)
Við sátum nokkrar inn í matsal í morgun, eftir tíma, og ætluðum að tala eitthvað um námið. En þetta endaði í endalausum samræðum um allt milli himins og jarðar. Bæði unglingadrykkju, agaleysi á krökkukm og prump kvennfólks ;)
Alger snilld :)
En námsefnið hleðst upp, þarf að lesa eina bók og skila ritgerð um hana eftir 2 vikur.
Annars held ég að ég ætti að hætta að kvarta og reyna heldur að gera eitthvað. ;)
Var alveg uppfull af visku áðan og ætlaði að bogga helling af skemmti/gáfu-efni, en hef svo bara verið á hlaupum og allt það gáfulega dottið út úr hausnum á mér.
Er að fara að vinna í fyrramálið svo það er kanski bara best að koma sér í rúmið og blogga bara seinna þegar ég hef eitthvað til málanna að leggja. Já, og svo þarf ég að hengja upp mislita þvottinn áður en ég fer að sofa ;)
Það rignir og þar af leiðandi er allt blautt.
Ætla líka að reyna af veikum mætti að fá Kristján til að hætta í tölvunni án þess að brjóta mikið af húsgögnum. ;)

Till next...adios

Thursday, August 30, 2007

Bara eitthvað

Ekki langt í dag, er þreytt og svo líka pínu þreytt og á eftir að hengja upp þvottinn :/
Er að gera mér aðeins betur grein fyrir því að ég þarf sennilega að skipuleggja mig örlítið betur, og helst sem fyrst...
Hef enn ekki litið í skólabók, (búin að kaupa þær allar samt) og virðist alltaf finna mér nóg að gera. Hef samt ekki skúrað eða lagað til síðan nýnemavikan hófst (hummm, þetta eru kanski staðreyndir sem maður á ekki að segja frá í bloggi) .
Fór aðeins út að skokka í dag (nú er sko meiningin að taka þátt í Akureyrarhlaupinu og hlaupa 10 km. á innan við 60 min) en mikið óskup var ég nú eitthvað þung á mér. Enda ekkert skokkað í rúma viku (bara drukkið bjór og aðrar svipaðar veigar).
En ég finn nú samt að þetta er voða gott fyrir mann,að hlaupa sko, sérstaklega þegar maður situr svona mikið á rassinum allan daginn.
Jæja, ætla að athuga hvort þvottavélin sé búin að þvo hvíta þvottinn minn, sá misliti verður víst að biða til morguns...eins og ýmislegt fleira ;)
Hafið það rosagott, og takk fyrir kommentin krúttin mín ;) gaman að vera lesinn, þótt ég sé sjálf ekki vel lesin ;)

Till next...adios

Wednesday, August 29, 2007

Hremmingar

Ég lenti í alveg ógurlegum hremmingum í gærkveldi!
Þetta er frekar óhugnarleg saga, svo að viðkvæmir eru beðnir að lesa ekki lengra og fá sér heldur bók eftir Stefan King að lesa!
Það byrjaði allt frekar sakleysislega, svona venjulegt kvöld, strákarnir skruppu út á leikvöll og ég lét fara vel um mig í sófanum og ætlaði jafnvel að glugga í skólabók.
En þar sem ég hálf ligg í sófanum finn ég allt í einu eins og eitthvað sé að skríða upp fótlegginn á mér undir buxnaskálminni!
Mér fannst þetta að sjálfsögðu óþægilegt og hristi fótinn og dusta skálmina (læddist að mér sá grunur að kónguló hefði hætt sér full nálægt mér) en finn ég þá ekki þennan hroðalega sársauka í fætinum. Eins og hnífur væri rekinn á kaf í fótinn og snúið í sárinu. Og það hætti ekkert að vera vont! Sá ég þá ekki hálfdauðan geitung velta glottandi undan skálminni. Á þessum tímapunkti var ég ánægð með að strákarnir voru á leikvellinum, því sennilega hafa þeir ekki heyrt mömmu sína segja "shitt, fokk, andsk"....og s.frv. jafn oft á stuttum tíma.Ég reyndi að kreista eitthvað út úr stungusárinu en ekkert gekk. Sá fyrir mér hvernig var alltaf sogið úr sárum eftir bit kvikinda í bíómyndum í gamladaga, en hvernig sem ég reyndi þá náði ég ekki með munninn að leggnum á mér...svo ekki bjargaði það mér að hafa horft á káboj-myndir hér í denn ;)
En ég sturtaði yfir svöðusárið helling af sótthreynsandi, og var næstum búin að sturta í mig restinni af flöskunni. Bara svona til að athuga hvort það virkaði þá ekki fyrr ;) Það hvarflaði að mér að hringja í 112 því að þetta var jú sko sannarlega neyðartilvik, en þar sem einhver kunnugur hefði getað svarað ákvað ég að láta það vera.
En setti svo kaldan klút á sárið og beit á jaxlinn....Strákarnir vorkenndu mér út í eitt, þegar þeir komu inn og ég sagði þeim hvað hafði gerst. Mikael sagði að ég ætti að kaupa vélsög og hann ætlaði sko að saga hausinn af geitungnum í hefndarskini fyrir mig.
Svo bara kvaldist ég það sem eftir var kvöldsins, vældi í sumum í gegnum msn og sms og vil þakka öllum stuðninginn á þessum hryllingstíma. Fékk mér svo verkjatöflu fyrir svefninn og var mun betri í morgun., og núna lítur bara útfyrir að ég haldi fætinum :)
En ég finn samt ennþá öggu-pínu pons til.

Till next...adios

Tuesday, August 28, 2007

Bilun eða brjálæði?

Púfff, ég veit ekki hvort ég er að verða veik, eða bara svona hrikalega þreytt! Vona nú samt að þetta sé bara þreyta.
Mætti eldsnemma í morgun og fór í "val-fags-leit" þar að segja, ég þurfti að finna mér val-fag, og það virtist ætla að verða þrautin þyngri. Aðallega samt út af því að það er ekki svo margt í boði núna, og það sem er kennt, það stangast endalaust mikið á við stundarskrána mína :/
En kl.08:10 mætti ég í : "Meginþættir í þróunarmálum", sem ég hafði hugsað mér að yrði áhugavert, og tíminn passaði fínt. En fuss og svei, það voru tveir skiptinemar í tímanum (frá Litháen) og þá varð kennslan að fara fram á ensku, og ekki nóg með það, þá voru þetta annars-og þriðja árs nemar, sem virtust vita allt og búnir að nota sumarfríið í að kynna sér málið. Mér fannst sumir bara ætla að bjarga heiminum, stöðva fátækt í Afríku og þótt víða væri leitað ;) Ég var alveg uppgefin eftir að hafa setið þarna í 4 tíma, og var farin að hallast að því að gáfulegra væri að fara í Ítölsku! En ákvað svo að kíkja í tíma í "Myndfræði og myndnotkun í fjölmiðlum" og það virkaði bara svona hrikalega spennandi. Jafnvel þótt að ég hafi komist að því að það er kennt með 3.árs nemum í fjölmiðlafræði. Ekki jafn skerí og hitt ;)
En nóg um það í bili.
ÉG gjörsamlega gleymdi að greina frá þeim merkilega atburði um daginn ,að garðurinn var sleginn! En reyndar var sá galli á gjöf njarðar,. að hann er illa sleginn, og ennþá hey út um allt, bæði í litlum heysátum og einnig á dreif um garðinn....svo þetta er alveg spurnig hvort var skárra..
Einnig finnst mér núna leiðinlegt að búa við hliðina á leikskóla! Agalega geta þessir krakkar haft mikin hávaða!
Jæja, held að ég hætti núna að bulla, og reyni frekar að hvíla mig aðeinsl.

Till next...adios

Sunday, August 26, 2007

Brúðkaupið

Jamm, þetta var sko brúðkaupið - með ákveðnum greini ;)
Verð bara að segja það að þetta var með skemmtilegri brúðkaupum/veislum sem ég hef farið í :) með fullri virðingu fyrir þeim brúðkaupum sem ég hef farið í....
Kirkjuathöfnin var náttúrulega voða falleg og skemmtileg, bæði sögðu þau "já" Nonni og Kathleen. Og svo lék skoskur sekkjapípuleikari útgöngumars.
Veðrið var ágætt, pínu kalt í útimyndatökunni, en svo brast bara á með blíðu, og eftir fordrykk og snittur var manni hlýtt að utan sem innan ;)
Það var bara voða gaman að vera aðstoðarveislustjóri, Sverrir reddaði öllu og ég bara var í því að brosa og vera sæt ;) gekk alveg glimrandi vel. Sve stóð sig náttúrulega stórvel sem veislustjóri og svaramannaræðurnar hanns voru bráðskemmtilegar. Enda átti maður nú ekki von á öðru :)
Maturinn var alveg snilld, og svo var alveg bunki að bráðskemmtilegu fólki mætt á svæðið.
Ég man ekki alveg hvað klukkan var þegar ég skreið í sumarbústaðinn sem ég hafði afnot af, en eftir að maður er búinn að sitja á barnum nokkra tíma og reyna að finna upp á nýjum og nýjum drykkjum til að prufa, þá er eins og tímaskinið fari eitthvað á skjön ;)
Var að reyna að rifja upp drykkju dagsins/kvöldsins og röðin var eitthvað á þessa leið:
Hvítvín, beylis líkjör, kampavín, hvítvín, rauðvín, skot (man ekki hvaða tegund) white russian, fjórfaldur beylís líkjör og svo rauðvín í restina.
Heilsan hjá mér í dag hefur verið frekar döpur, en ég náði þó að keyra heim skammlaust og skíða upp í sófa seinnipartinn, þar sem ég hef dvalið síðan...en núna ætla ég að rífa mig upp úr sófanum og koma mér í rúmið. Enda skóli hjá allri fjölskyldunni á morgun :)

Till next...adios

Friday, August 24, 2007

Hamrar

Jæja, nú er ég sko opinberlega orðin háskólanemi, og farin að haga mér sem slíkur.
Var með þennan fína kennara í dag, hana Friðbjörgu, og hún kenndi mér að "fara á flóa" sem þýðir að kaupa sér "háskólaföt" á lítin pening á flóamarkaði hjálpræðahersins.
Ég held bara að ég hafi verið orðin upprennandi "flóa-kelling" í restina.:)
Svo að launum fyrir kennsluna, þá fór ég með hana á Glerártorg og kenndi henni að eyða peningum í vitleysu og sannfæra sjálfan sig um að þetta sé eitthvað sem er nauðsinlegt að eiga;)
Af því að ég er svo góð!
Svo var háskóladjamm á útivistasvæðinu að Hömrum frá 2-5 í dag, þar var farið í leiki og keppt í mörgum erfiðum þrautum. Og ég held að liðið mitt hafi verið laaaaaang síðast, en það var nú bara vegna þess að ég var með svo miklum kelllllingum í liði! Líka eina liðið sem hafði engan karlmann innanborðs, samt var skipt í lið! Story of my life :)
Jæja, nú er Nonni bró að fara að ganga í það heilaga á morgun, ég vona bara að hann sé jafn rólegur og ég...er að reyna að koma mér af stað að ná í buxur sem var verið að stytta fyrir mig. 'Svo vona ég bara að föt strákanna séu sæmilega hrein og einhversstaðar þar sem ég finn þau. En ég hef nógan tíma til að vesenast í því.
Ætla að trimma eftir buxunum núna, fá mér einn Kalda og fara að sofa ;) geri svo allt sem ég hef ekki nennt að gera í dag, á morgun ;)

Till next...adios

Hikk

Já, góðir hálsar...nú er sko háskólalífið byrjað fyrir fullri alvöru.
Það var pizza og bjór í boði nemendafélagsins á Parken í kvöld, og ég, eins og sannur íslendingur, lét ekki mitt eftir liggja....gjörsamlega tróð í mig pizzum og frönskum og þambaði svo bjór eins og lindarvatn.
Er nú kanski aðeins að ýkja, en þar sem ég las í blaði um daginn að maður ætti aldrei að fara að sofa undir áhrifum, þá sit ég nú bara hérna og blogga.
Annars er gallinn við svona kvöld, að fólk er að tala voða mikið og voða áhugavert, en það er bara svo mikill hávaði að maður bara kinkar kolli og brosir og þykist heyra allt...en er svo bara engu nær um viðkomandi manneskju!
Annars er ég líka búin að komast að því að það eru MJÖG fáir karlmenn í háskólanum á Ak. það eru nokkrir stráklingar, en svo virðist sem kvenþjóðin sé að hertaka námsbrautir skólanna. Hvernig er með ykkur karlmenn? Ætliði bara að fara að leyfa kellingunum
að ráða öllu???
Áður fyrr mér öðruvísi brá.
Svo er aftur djamm á morgun, í Kjarnaskógi....frá kl.14:00-17:00 og svo aftur eftir kl.20:00!
Hugsa nú að ég verði að sleppa kvölddjamminu, þar sem það ku víst æskilegt að ég mæti í búðkaup morguninn eftir...í sveit mýanna.
Keypti mér prenntara í dag, fór að kaupa skóladót fyrir strákana, og fanst alveg ótækt að kaupa ekkert handa mér ;) svo ég greip með mér einn prentara.
Svo núna get ég prenntað út hin ýmsu eitthvað...finn eitthvað út úr því, get amk prentað sem ég hef ekki getað leeeeengi.
P.s ég er ekki ennþá búin að komast að þessu með Pálma Gunnarsson, og ég bíð alveg rooooosalega spennt eftir mánudeginum :)
En fyrst; brúðkaup og djamm.....og ekkert endilega í þessari röð ;)

Till next...adios

Tuesday, August 21, 2007

Sulta

Ég keypti mér blandaða berjasultu um daginn, og er að verða búin með meira en hálfa krukkuna! Hún er bara svo þvílíkt góð, sérstaklega með camenbert-osti og bruðum ;)
Ég kom hundblaut úr grillinu í skólanum í dag, reyndar var ekki bara grill, heldur líka ratleikur sem mitt lið, sem var númer 6, skíttapaði í :)
Annars var þetta fínt, hlaupa úti í rigningunni (þá kom sér nú vel að vera nýbúinn að halupa 10km í Rvk.) og borða grillaðar pylsur á eftir.
Svei mér þá ef ég kann ekki bara vel við mig í skólanum.
Svo er maður strax farinn að segja: "jess, það er bara eftir hádegi á morgun", sem er kanski ekki eins gott, að tileinka sér leti strax á nýnemavikunni, og lærdómurinn sjálfur ekki einusinni byrjaður!
En ég get nú afsakað mig með því, að tæknilega er ég ennþá í sumarfríi :) svo það má bara segja að ég sé dálítið dugleg að vera í skóla í sumarfríinu mínu :) hehe

Till next...adios

Skólinn

Þá er ég byrjuð í skólanum.
Var voða fengin að sjá að ég var sko bara alls ekki elst í bekknum mínum! ;)
Komst svo að því í dag (þegar við þessar "gömlu" vorum á "trúnó") að ein er jafn gömul mér, ein ári yngri, ein 44 ára og svo náttúrulega líka 21 og 22 ára skvísur...svo hef ég ekki komist að aldrinum á fleirum. Enda skiptir það svo sem engu máli heldur, væri alveg slétt sama þótt ég væri elst. Svo eru heldur ekki allir mættir í bekkinn, svo ég er ekki ennþá búin að komast að því hvort hinn skráði Pálmi Gunnarsson (sem er á bekkjarlistanum) sé hinn eini sanni gleðibanka-gjafi, eða bara einhver venjulegur maður ;)
Það væri rosalegt ef hinn eini sanni Pálmi Gunnarsson yrði með mér i bekk!!! Ég er sko nefnilega búin að halda upp á hann síðan ég man eftir mér, og ég var sko pottþétt á því að Gleðibankinn myndi gersamlega rústa Eurovision þarna í denn. En þótt að vonbrygðin yrðu mikil þarna um árið, þá myndi það lækna gömul sár að vera með goðinu í bekk ;)
Annars gekk allt á afturfótunum hjá mér í dag. Það var kynning á tölvukerfinu í morgun, og allir sátu við tölvu og fóru eftir því sem kennarinn sagði. En mín tölva, hún virkaði náttúrulega bara ekki! Svo hann þurfti að restarta henni og voða vesen, allir að bíða eftir mér...hummm
Jæja, svo var smá pása og við fórum nokkur og fengum okkur kaffi, sem hljómar nú sakleysislega. Nei, þá tókst mér sko að sulla kaffinu mínu út um allt, samt búin að setja svona take-away lok á glasið!
Fall er fararheill...sagði ein og ég vona sko sannarlega að það sé rétt.
Svo þurfti ég að fara með báða strákana í viðtöl í skólann, svo ég hef mest verið á hlaupum í dag. Svo er ég að fara á eftir í grillveislu upp í skóla í rigningunni ;)
Og rosalega skrifa ég alltaf mikið af sko-um og svo-um þegar ég er að blogga.....hummm
Ætla að fara og finna regngallann ;)

Till next...adios

Sunday, August 19, 2007

Reykjavíkurmaraþonið

Það eru komin staðfest úrslit :
Ég var nr. 1769 og hljóp á: 1:03:52
2799 keppendur tóku þátt í 10 km. hlaupinu svo að ég hef hlaupið hraðar en 1030 manns, sem er ekki svo slæmt ;)
Annars var nú líka meiningin að taka þátt og hafa gaman af þessu, en ekki reyna að vera eitthvað súper framarlega. En það er bara plús að ganga vel :)
Það var líka heitið á mig, og fyrir hlaupin mín (og gjafmildi góðmenna) þá fá ADHD samtökin 5.000 kr. Og þar með er ég búin að gera góðverk ársins ;)
Annars vcrð ég að segja það, að það kom mér á óvart hvað ég hafði hrikalega gaman að þessu. Stemningin í kringum þetta allt og bara allt! Rosa gaman, og ég var alveg hrikalega ánægð eftir þetta. Svo er það bara Akureyrarmaraþonið næst ;)
Núna getur Árni bró hætt að efast um að ég hafi hlaupið...getur sko bara farið inn á marathon.is og flett mér upp :)
Reykjavíkur ferðin var bara fín, kíkti aðeins á tímamótatónleikana á Laugardalsvelli á föstud.kv. Nælon var að spila þegar maður gekk inn í mannhafið...svo bara fjölgaði eftir það.
Fínir tónleikar, nema síðasta hljómsveitin...Stuðmenn. Ég veit hreinlega ekki hvort ég vorkenndi meira, áhorfendunum að hlusta á þessi óskup, eða Stuðmönnum að vera svona gjörsamlega misheppnaðir! Yfirgaf hryllingin í snatri, eins og flestir aðrir.
Allt hitt fínt. Bubbi mjög góður, náði upp svaka góðri stemningu. Todmobile fín, greinilega gert þeim báðum gott, Andreu að fá sér nýjar tennur og Eyþóri að fara í meðferð ;) voru bara bæði sæt og fín...og kunna sko að spila og syngja.
Það skemmtilegasta við svona tónleika, er að maður getur sungið hástöfum með hljómsveitunum án þess að nokkur heyri í manni ;) svo ég er búin að fá þessa fínu útrás fyrir söngþörf mína í bili :)
Svo var maður náttúrulega eins og prinsessa hjá þeim Árna og Siggu Láru, ekki amalegt að vera í gistingu hjá þeim. Takk kærlega fyrir mig :)
Hugsa að ég skrifi aðeins meira um suðurferðina næst, eins og laugarvegsferðina mína og fleiri skemmtileg atvik...
En núna er ég þreytt eftir allan aksturinn í dag (ekki hlaupin, sei sei nei), svo ég bið ykkur vel að lifa.

Till next...adios

Tuesday, August 14, 2007

Fréttir eða ekki fréttir

Bara örstutt, ætlaði bara að kyssa nýju tölvuna góða nótt, og ákvað að skrifa þá nokkrar línur í leiðinni ;)
Ég fór í klippingu og litun í gær og svo í lit og plokk í dag, svo það er ekki víst að það þekki mig nokkur sála eftir þessa yfirhalningu. En ég lét þó bótoxið í friði ;)
Skokkað aðeins í dag, í ca.50 min. ætla svo bara að slappa af fram að maraþoninu. Eins gott að standa sig þar, þar sem að ég er búin að fá tvö áheit :)
Er svo að bruna af stað til Reykjavíkurborgar seinnipartinn á morgun. Við Kristján förum bara tvö, því að Alla mágkona ætlar að vera svo góð að hafa Mikael tvær nætur og svo verður hann í sveitinni eina nótt :) Verður eflaust gaman fyrir alla aðila ;)
Verður fínt að hafa smá tíma til að dúllast í Reykjavík.
Planið var að kaupa sér fullt af fötum fyrir komandi skólaár, en þar sem ég eyddi öllum peningunum mínum í tölvu, þá verður víst minna af því...nema ég fari bara á Herinn ;)
En ég get líka örugglega fundið mér eitthvað uppbyggilegara að gera í Rvk. heldur en að eyða peningum í föt ;)

Till next...adios

Monday, August 13, 2007

Nýja fartölvan :)

O já, þið lásuð rétt, nú er ég búin að fjárfesta fyrir lausafé heimilisins, en er orðin fartölvu ríkari. Varð bara að blogga aðeins og segja frá því.
Þetta er skínandi hvít DELL tölva og mér finnst hún flott, sem er nú samt kanski ekki aðalatriðið, heldur að hún virki vel :)
Ég er amk búin að hafa það af að tengjast þráðlaust netinu :)
Er bara meira tækniundur en ég hélt...

Afmælisveislan fyrir Nonna bró gekk bara ljómandi vel, mikið etið og talað.
Svo er gaurinn að fara að gifta sig eftir 2 vikur svo það er skammt stórra högga á milli hjá honum!

Ég sókti um 20-30% vinnu hjá mínum gamla vinnustað, en stjórn FSA leggst gegn því að ég verði ráðin í þá stöðu, veit ekki hvort það er persónulegt eða...hummm, finnst það ansk... skítt eftir 16 ára starf.
En ég er sem sagt á lausu í íhlaupavinnu að ýmsu tagi, vantar smá vinnu með skólanum, svona til að eiga fyrir salti í grautinn og saft út á líka ;)
Kanski líka bara best að kúpla sig alveg út úr þessu....
Ætla amk ekki að bögga mig á því, heldur horfa bjartsýn fram á veginn og hlakka til skóladaga :)

Og svona rétt í lokin, ef einhver skyldi hafa misst af því.....MÉR FINNST NÝJA FARTÖLVAN MÍN FLOTT :)

Till next...adios

Fertugsafmæli :)

Ekki mitt nei, svona til að fyrirbyggja allan misskilning!



Hann á afmæli í dag

hann á afmæli í dag

hann á afmæli hann Nonni

hann á afmæli í dag :)



Jibbí,klapp klapp....og s.frv.



Jamm, hann Nonni bróðir er fertugur í dag....ótrúlegt en satt :)

Til hamingju með afmælið Nonni :)



Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, þar sem ég er á leiðinni í sveitina í grillveislu í tilefni afmælisins :)

Skrifa kanski fréttir af veisluhöldum í kvöld, ef ég ét ekki yfir mig ;)

Till next...adios

Sunday, August 12, 2007

Sunnudagsmorgun

Ok, kanski ekki alveg morgunn, þar sem klukkan er að nálgast 13:00 en það er, til þess að gera, svo stutt síðan að ég drattaðist á fætur að mér finnst ennþá vera morgunn.
Fór að skokka í gær og fyrradag líka.
Hlýt að hafa Reykjavíkurmaraþonið af ;) Það er samt enginn búinn að heita á mig ennþá!
Ég veit ekki hvort fólk hefur svona litla trú á mér, eða vill bara nota peninginn sinn í eitthvað gáfulegra ;) og þá er það bara allt í lagi.
Var reyndar að hugsa um að gáfulegra hefði verið að láta fólk heita beint á mig, sem sagt, ef ég hleyp 10 km. þá borgar fólk bara mér beint, í staðin fyrir að forrík félög hljóti góðs af.
Frekar þá ég, bláfátækur námsmaðurinn ;)

Fór á stúfana á föstudaginn og lét panta fyrir mig fartölvu.
Hún kemur sennilega norður á mánudag-þriðjudag...þetta er DELL tölva og vona ég bara hið besta.
Svo þarf ég líklega að kaupa nýtt lyklaborð á þennan tölvugarm, space-bar takkinn er nánast hættur að virka, svo núna þarf ég virkilega að hafa fyrir því að hafa bil á milli orða!
Þarf sko að ýta á sérstakan stað á takkanum til að hann virki. Ekki gaman!

Hann Mikael minn er að verða tannlaus ;) hehe...það bara hrynja úr honum tennurnar núna, búinn að missa eina framtönn að neðan og báðar framtennurnar uppi! Og þetta hefur bara hrunið úr honum á 2 vikum eða svo. Enda tannálfurinn verði tíður gestur á heimilinu ;)
Reyndar missti hann eina tönn í gær og sagðist bara vilja eiga hana, ætlar sko ekki að gefa tannálfinum fleiri tennur!
Jafnvel þótt hann fái pening fyrir...svo hann er búinn að læra það að peningar skipta ekki öllu máli í þessu lífi ;) Og það gott að hann er búinn að átta sig á því :)

Till next...adios

Thursday, August 09, 2007

Púfff

Ég kom heim fyrir u.þ.b. 2 klst. síðan og síðan er ég búin að liggja á meltunni og rymja ógurlega!

Forsagan að því er löng og talsvert merkileg.

Þannig var því nefnilega háttað að ég vaknaði eldsnemma í morgun eða rúmlega 9:00 eða ca.9:29 nánar tiltekið.
Fór með Bollu í saumatöku (sem á mannamáli þýðir að ég lét taka saumana úr sígjótandi-kisunni sem ég er að passa, en nú gýtur hún ekki meir...múhahahaha, mikið er vald mannsins!)
og svo fór ég og skráði Mikael í vistun í skólanum (kræst hvað krakkinn er orðinn gamall, að byrja í skóla og alles!) og svo hjólaði ég með honum í íþróttaskólann. (ætti kanski að hætta að hafa alltaf þessa sviga inn á milli? hummm).
Þegar öllu þessu var lokið, þá keypti ég kartöflusekk og brunaði í sveitina. Nú átti sko að taka á því og rusla inn nokkrum böggum. (Nokkuð mörgum böggum)
Og það gerði ég, með smá hjálp frá Sverrir bró. (skrifað í von um að hann sé ekkert að lesa bloggið mitt...usss)
Þegar ég kom heim um kl.17:06 þá fann ég ekki nokkra löngun hjá mér til að standa í eldamennsku, og strákarnir fundu ekki neina löngun hjá sér til að borða það sem ég bauð þeim uppá (ég sagði: hvort viljið þið soðin fisk eða koma með mér á Greifann?).

Svo það varð úr að fjölskyldan labbaði niður Þórunnarstrætið og inn á Greifann.
Þar var sko tekið á því við átið...ostafylltar tortillaflögur í forrétt, karmellukjúklingur í aðalrétt og swiss-mokka í eftirrétt :) Og þetta er bara það sem ég borðaði ;)

Ég rétt svo gat dragnast upp Þórunnarstrætið og hent mér niður við fréttaáhorf.
Verð reyndar að geta þess að áður en að swiss-mokkanu kom, þá höfðu strákarnir gefist upp og fóru bara á undan mér heim!
Ps. ég var bara að plata þegar ég sagði í upphafi að forsagan að þessu væri merkileg ;)

Till next...adios

Wednesday, August 08, 2007

Annir

Það er mikið að gera á stóru heimili....og sérstaklega þegar maður nennir ekki á fætur fyrr en fer að halla í hádegið.
Verð að reyna að fara fyrr að sofa (og reka strákana fyrr í rúmið) og drífa mig á fætur fyrr, dagurinn var nærri hálfnaður þegar ég skreið á fætur um kl.10:30 í morgun.
En ég bætti það upp með því að fara út að skokka (eftir laaaaaangt hlé) þegar ég var búin að hjóla með Mikael í íþróttaskólann. Ætlaði svo að plata Kristján með mér í sund, en þá var klukkan orðin alltíeinu svo margt að ég bara slappaði af þar til að ég sótti Mikael aftur.
Svo var stefnan sett á sveitina þar sem ég fékk að keyra traktor ;) og rakaði dreifar fyrir Sverri.
Það er nú bara skemmtileg tilbreyting að traktorast aðeins :)
Á meðan batt Sverrir slatta af böggum sem meiningin er að ráðast á á morgun og koma undir þak.

Afskaplega er nú annars misjafnt hvað fólk er símavænt.
Ég þurfti að hringja í LÍN í dag;"lánasjóður íslenskra námsmanna" sagði stelpurödd þurrlega.
Ég bauð kurteislega góðan dag, og sagði til nafns, en fékk engin viðbrögð. Var nærri búin að segja "HALLÓ er örugglega einhver þarna" en var nokkuð viss um að stelpugreiið sem svaraði væri ennþá á hinum enda línunnar, svo ég bar upp erindið. "Ég gef þér samband við Rannveigu" sagði röddin á hinum endanum og ég gat ekki einu sinni sagt "takk" því það upphófst svona sónnn-bil-sónn-bil í þó nokkurn tíma.
Svo svaraði hún Rannveig, og þar var allt annað uppi á teningnum, eftir að hún var búin að leysa úr mínum málum var bara farið að spjalla, um hvað bankaábyrgð á lánunum væri há! Hún reiknaði það út að fyrir einn vetur væri bankinn að taka rúman 35.000 kr. bara í þóknun fyrir þessa bankaábyrgð. Ég sagði að það væri nú hægt að gera ýmislegt skemmtilegra fyrir þann pening, og þá sagði hún (sem mér fannst svolítið gaman) "já, það er t.d hægt að kaupa sér í matinn fyrir þetta í heila viku" Þá sagði ég nú bara af minni alkunnu hógværð: "ja, ég hugsa að maður gæti nú keypt í matinn í meira en viku fyrir þessa upphæð". "Já, kanski ef maður er rosalega útsjónarsamur" sagði hún þá.
Stuttu seinna þakkaði ég henni fyrir góða þjónustu og kvaddi.
En það sem mér fannst spaugilegt við þetta, er að ég efast um að stór hluti þjóðarinnar hafi þessa upphæð úr að moða til matarkaupa á viku!
Eða er ég svona skrítin?
35.000 kr. á viku er ca.140.000 kr. á mánuði. Og það er nú ekki mikið meira sem ég er að fá útborgað á mánuði. Þá er eftir að borga þetta vanalega, húsaleigu, hita, rafmagn, síma og sfrv.
Hummm....greinilega eru launin betri í Rvk. En það er skemmtilegra að vera snöggur á milli staða í staðin ;)

Till next...adios

Tuesday, August 07, 2007

Matur...

Ef ég hef léttst um svo mikið sem 1-2 kg. á þessum hlaupum mínum undanfarið, þá eru þau sko komin til baka og ríflega það ;)
Ekki að það hafi verið meiningin að léttast neitt, er bara ánægð með þyngd mína. En ég var aðeins búin að fá ábendingu um það að borða nú vel fyrst ég væri að þessum hlaupum.
Nú hef ég aldrei átt í vandræðum með að borða :) ég etið á við meðal hval ef svo ber undir, og ekki hafa nú hlaupin dregið neitt úr matarlystinni.
En þess síðustu 5 daga sem ég hef ekki hreift mig neitt (sökum veikinda að sjálfsögðu) hef ég etið sem aldrei fyrr! Ég bara hef nánast hangið í ísskápnum og nammi nammi namm...
Ég hélt að ég hefði gert innkaup fyrir rúma viku sl. föstudag, en þurfti aftur í búð í dag!
Kanski enda þessi hlaup mín með því að ég hleyp í spik ;)

Allt annað; ég sá í sjónvarpinu í kvöld tvo stjóra og fattaði þar með allt í einu að mér finnst afskaplega leiðinlegt að sjá þessa stjóra á skjánum, veit ekki endilega afhverju, kanski bara öfund...en þessir stjórar eru bæjarstjórinn á Akureyri (æ greiið kemur bara ekki vel fyrir) og borgarstjórinn í Reykjavík (æ greiið er bara eitthvað svo ömurlegur).
Kanski er ég alveg úti að aka, fór bara allt í einu að spá í þessu, finnst að þetta fólk ætti að hafa talsmann-eða svona fjölmiðlafulltrúa, sem kemur fram fyrir þess hönd, svona eins og flugleiðir eða fjarðarál...
Jæja, what ever....
Fattaði allt í einu í dag, að ég á bara fullt af ónotuðu áfengi síðan síðustu helgi ;)
Spurning hvort maður detti eitthvað í djammgírinn á næstu mánuðum.
Annars fara næstu helgar að verða ansi þétt bókaðar, næsta helgi reyndar nokkuð stapil, bara afmælis-grill fyrir Nonna fertuga (múhahahaha) bróðir minn á mánudaginn.
Helgina þar á eftir er Reykjavíkurmaraþon, þar á eftir ætlar Nonni fertugi að gifta sig og svo þarf ég kanski að vinna og svo koma göngur og réttir og svo og svo og svo...kræst, það verða komin jól áður en ég veit af.

Till next...adios

Monday, August 06, 2007

Skárri...

en verri.
Eitthvað er nú heilsufarið að lagast, enda ekkert ball í kvöld. Verslunarmannahelgin að renna sitt skeið á enda. Og fólk að skríða heim á leið.
Nema ég, ég skríð bara heima ;)
Hálsinn er skárri, en eitthvað er kvefið að aukast. Verð að reyna að hlaupa þetta úr mér...
Nú hafa náttúrulega 3 dýrmætir skokkdagar farið forgörðum, hugsa líka að það sé gáfulegast að halda sig heima við í dag.
Þarf líklega að byrja æfingarprógrammið alveg upp á nýtt....kanski líka að semja eitthvað æfingaprógramm ;)
Það var þessi fína flugeldasýning í gærkveldi. Ég stóð dúðuð við útidyrnar og fylgdist með, fékk þó smjörþefinn (eða púðurreikinn) af verslunarmannahelginni.

Tíminn æðir áfram, og ég sem ætlaði að gera svoooooo margt í sumarfríinu, er ekki búin að koma nokkrum hlut í verk.
En jæja, Mikael fer í íþróttaskólann hálfan daginn næstu 2 vikurnar, og þá verður sko tekið á því, skúrað, skrúbbað, rifið út úr skápum og skúffum, hennt og brennt!
Nema ég finni mér eitthvað annað að gera...sem eru þó nokkrar líkur á. Enda nóg að skúra gólfið og sjá svo til með rest ;)

Till next...adios

Sunday, August 05, 2007

Stutt

Þetta verður stutt blogg í dag.
Eins og glöggir lesendur tóku eftir, þá bloggaði ég ekki neitt í gær, sem er mjög skrítið.
En það átti sínar ástæður. Ég var lasin :( og er það enn...
Ekkert svo sem fárveik, en svona slöpp slöpp slöpp veik, pínu hálsbólga, pínu kvef og svoleiðis, en aðallega slen og máttleysi.
Sit nú og drekk te með hunangi og sítrónusafa útí.
Missti af partý í gærkveldi...og tónleikum á föstudkv. Eins gott að ég fór út á fimmtudkv. annars hefði öll helgin verið ónýt! Eða ónýtt ;)
En svona á móti, þá er fínt að nota þessa köldu, blautu daga í það að liggja í sófanum og horfa á vídeó og þamba te.
Gott að ég fór í Bónus á föstudaginn og keypti byrgðir af mat fyrir viku tíma eða svo.
Hélt að skrílslætin í bænum yrðu kanski svo mikil að maður þyrði ekki út úr húsi í nokkra daga.
En bæjarstjórinn(-stjórnin) sá nú fyrir því, jamm, bara banna þessum skríl á aldrinum 18-23 ára að koma til Akureyrar!
Nú var sko tekið fast á hlutunum....kanski líka með þeirri afleiðingu að tiltölulega fáir lögðu leið sína hingað. Ekkert meira að gera hjá löggunni en um venjulega helgi, engin brjáluð læti og allir glaðir, nema verslunarmenn ;) sem missa þarna af því gullna tækifæri að selja drukknum ungmennum vörur og hafa af þeim sumarkaupið.
Kanski ættu nú verslunarmenn bara að taka sér frí þessa helgi.!!! Hætta að hugsa um gróða endalaust. hummm....
Annars finnst mér þetta samt hálf grátlegt að banna vissum aldurshóp að tjalda á tjaldstæðum bæjarins. Sérstaklega þar sem það er mjög lítill hópur sem hefur skemmt fyrir hinum.
Það á bara að taka þessa bjána sem eru með læti, setja þá á svartan lista og banna þeim að fara á útihátíðir ;)
Ég fór nú á nokkrar útihátíðir á þessum aldri 18-23 ára, eða sennilega eina á ári að meðaltali...sennilega bara farið síðast 22 ára en þá fór ég til Vestmannaeyja.
Útihátíðir eru einmitt fyrir þennan aldur 18-23 ára! Mátt fara án foreldra og eftir 23 þá eru margir farnir að búa og eiga börn eða erlendis í háskóla eða eitthvað.
Það er öllum hollt að upplifa að vera á alvöru útihátíð, svona eins og var í Húnaveri í gamla daga. Enda finnst mér að útihátíðir eigi að halda fjarri mannabyggð. Og bjóða sérstaklega velkomin ungmenni á aldrinum 18-23 ára :) Þau eru sko ekki verri en við...nema síður sé ;)

Till next...adios

Friday, August 03, 2007

ýmislegt...

...fer öðruvísi en áætlað var.
Eins og til dæmis í gær. Ég kíkti á kaffihús með Kathleen tilvonandi mágkonu minni, og vandaði mig ósköpin öll við að finna 2 klst. bílastæði, svo ég þyrfti nú ekki að vera í stresskasti. Og það tók tíma, því það var búið að loka af helling af bílastæðum í miðbænum fyrir eitthvað fuck... tívolí!
En ég fann það fyrir rest, meira að segja bakkaði snilldarlega inn í það (er greinilega ekki venjuleg kona, því þær ku víst ekki kunna það) og tölti á Bláu könnuna. Sat þar í fínu yfirlæti, tjatti og kaffi, þar til að ég þurfti að ná í móður mína til læknis. Ég er hálfnuð upp gilið þegar ég sé eitthvað rusl á framrúðunni hjá mér. Shittt! Ég fékk sekt :( Gleymdi að setja bílastæðaklukkuna í gluggann, hún lá bara og brosti í sætinu við hlið mér.
Ég krossbölvaði þessu asnalega kerfi, sem mér hefur annars þótt sniðugt þar til nú.
Mér finnst að fólk megi bara leggja þar sem það vill þegar því langar til þess!
Breyti þessu þegar ég verð bæjarstjóri! Og þar varð ég 1000 kr. fátækari :(
Eftir snatt og snúninga með mömmu, keyrði ég hana í sveitina og svo mig heim aftur.
Fannst þá að ég væri ekki búin að gera neitt af viti, skellti mér í skokkskóna og hljóp (mjöööög hægt, en örugglega) upp að Hömrum og til baka.
Hún Friðbjörg hafði annars sent mér sms þegar ég var að leggja af stað í skokkið, til að spyrja hvort ég hafði áhuga á að fara á Hvanndalsbræður á Græna hattinum.
Auðvitað var ég til í það. Eftir skokkið snaraði ég mat á borðið, hennti mér í sturtu og rölti til Friðbjargar.
Við fengum okkur bjór og röltum svo niður í bæ. Tónleikarnir áttu að byrja kl.21:00 svo okkur fannst nú alveg passlegt að vera þarna hálftíma fyrr. En viti menn...UPPSELT!!!
Þá var víst biðröð langar leiðir og uppselt í forsölu...
Þá voru nú góð ráð dýr, en eftir stutta umhugsun ákváðum við bara að fara á tónleika með Ragnheiði Gröndal í Ketilhúsinu í staðin. Gaman að geta valið úr viðburðum ;)
Og það var bara ljómandi gaman, kanski svolítið mikið öðruvísi stíll en Hvanndalsbræður, en öðruvísi gaman.
Var líka gaman að vakna í morgun hress og spræk, en ekki jafn gaman að sjá allt út í fiðri og dauðan þröst á gólfinu!
Og ennþá minna gaman að komast að því að allt var komið á flot í þvottahúsinu og geymslunni minni :(
Var að henda út drasli fram eftir degi. t.d gömlum myndum og fötum, allt haugrennandi!
En ég lagaði þó til í geymslunni fyrir vikið :)

Till next...adios

Thursday, August 02, 2007

Bjartsýni eða brjálæði?

Góðan dag gott fólk.
Ég var vöknuð eldsnemma í morgun (á undan börnum og vekjaraklukku er MJÖG snemma) og ákvað að lesa örlítið af þessum 15 kg sem ég fékk á bókasafninu.
Þá reyndar rann á mig mikil syfja aftur, rétt mátulega ætlaði ég að leggja mig aftur, þegar Mikael vaknaði. Og þá var nú ekki aftur snúið í rúmið...
Drattaðist á fætur, sparkaði tölvunni í gang og í einhverju bjartsýniskasti skráði ég mig í Reykjavíkurmaraþonið 18.ágúst 2007 :)
Fólk getur meira að segja heitið á mig, og þá renna þeir peningar til styrktar ADHD-félaginu.
Ætla nú reyndar "bara" að hlaupa 10 km.
En kanski 21 km á næsta ári ef ég kemst skammlaust frá þessu ;)
Þetta er a.m.k hvatning í þá veru að halda áfram að hreifa sig. Stefni nú ekki á neinn stórsigur, en væri gaman að fá að vita hvað maður skokkar þetta hægt ;)

Svo allt annað; las í blaði í morgun: (rosalega hef ég komið miklu í verk og klukkan ekki orðin 12:)
"Vill skylda Íslendinga á hegðunarnámskeið" Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af grófu ofbeldi! - Og þá ekki vaxadni ofbeldi, heldru grófara ofbeldi. Og áhorfendur standa hjá og horfa á og hafa gaman að!!!!! Halló, what´s going on?
Í fyrsta lagi, finnst mér að fólk það sem kallar sig "eðlilegt" eigi að hafa vit á því að haga sér almennilega.
Þá meina ég bara svona atriði sem er ekki erfitt að muna eins og t.d. ekki lemja fólk, ekki segja ljót orði við annað fólk, ekki hrinda fólki eða ergja annað fólk!
Meira að segja þótt fólk sé orðið dauðadrukkið, þá á það ekki að missa það mikið af vitglórunni að það lemji, bíti, hrækji eða ráðist á annað fólk með einum eða öðrum hætti.
Þá er nú bara í góðu lagi að verða fullur og æla í blómabeð í næsta garði. :)
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, og afhverju ekki líka fólkið í landinu, eða heiminum ef út í það er farið.
Það er svo margt sem ég ekki skil...sem betur fer.

Till next...adios

Wednesday, August 01, 2007

1.ágúst

Það var bara með miklum vilja og sjálfsaga að ég gat haldið aftur af mér í dag og sleppt því að æða út í búð og eyða "öllum" barnabótunum mínum í vitleysu.
Þess í stað borgaði ég nokkra reikninga, fór á bókasafnið og fékk mér nægjanlegt lesefni til næstu aldamóta.
Bókalistinn hefur aldrei verið svona "menningarlegur" áður eftir ferð á bókasafnið:

Mannkynssaga - frá miðri nítjándu öld til vorra daga.
Fólk í fjötrum - baráttusaga íslenskrar alþýðu.
Nútímasaga (reyndar gefin út 1985 svo það er spurning hvort hún er nútímaleg...hmmm)
Hnattvæðing og þekkingarþjóðfélag - Ísland í breyttu þjóðfélagsumhverfi 1

Hananú! Svo þykist ég ætla að vera voða dugleg og lesa og reyna að vita eitthvað smá þegar skólinn byrjar. En kanski verður bara ekkert farið út í þetta lesefni, en það hlýtur að nýtast mér á einn eða annan hátt.
Svo aðalástæða þess að ég er að reyna að halda í þessar krónur sem ég fékk í dag, er að ég ætla að fjárfesta í fartölvu fljótlega(hér eftir kallað FFF). Og þá hugsa ég að það sé kanski ekki verra að eiga einhverja greiðslu upp í það.
Annars ætla ég nú ekki að kvarta yfir að hafa ekki fengið fúlgu fjár frá skattinum í dag. Þetta er reyndar í fyrsta skiptið í mörg ár þar sem ég þarf ekki að borga neinn skatt!
Bara dregið af mér eitthvað gjald í framkvæmdarsjóð aldraðra (sem mér skylst að sé aldrei notaður í það sem á að nota hann í) og svo fæ ég restina að barnabótunum.
En þetta er nú kanski afleiðing þess að ég geri skattaskýrsluna mína sjálf, á ekki neitt og skulda næstum ekki neitt...ennþá ;)
En ég sé nú ekkert eftir þessum krónum í ríkiskassann, læt ekki mitt eftir liggja í að halda þessu yndislega landi gangandi :)
Ísland er land mitt....tralalalalalalalala la la...

Till next...adios