Thursday, February 03, 2011

Svejk

Hef ákveðið að geyma aðeins að skrifa um slúður...bara nenni því ekki strax ;)

Þess í stað ætla ég að minnast örlítið á mun áhugaverðara efni, en það er leiksýningin sem við erum að æfa af fullum krafti í Freyvangi þessar dagana.
Það er sm sagt komið á hreint að Svejk verður frumsýndur þann 19.febrúar, sem er laugardagur. Þetta snilldar leikrit er byggt á hinni þekktu bók Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hašek.
Þessi leikgerð er alger snilld, mikið að gerast og held ég að óhætt sé að segja að þetta verður veisla fyrir öll skynfærin :)

Þar sem bókin er skrifuð sem háðsádeiluskáldsaga, þá verður nú ekki hjá því komist að mikið er um háðsdeilu í verkinu...við lifðum í skrýtnum heimi og gerum enn. Er sagan alltaf að endurtaka sig? Förum við alltaf í hringi? Eru þeir einir heilir á geði sem taka ekki þátt í vitfyrringu samfélagsins?

Að minnsta kost er hægt að lofa áhorfendum góðri skemmtun sem skilur eitthvað eftir og einnig er þetta verk fyrir alla...stálpaða krakka, unglinga, fullorðna og heldri borgara :)

Hægt er að panta miða og skoða nánari upplýsingar á freyvangur.net

Hlakka til að sjá ykkur í Freyvangsleikhúsinu :)
Muna að brosa :)

Till next...adios

Tuesday, February 01, 2011

Af stjórnlagaþingi og slúðri

Jæja, 1.febrúar í dag árið 2011 og ég sest við tölvuna. Þetta verður án efa frekar stefnulaust blogg, en þar sem ég nenni ekki að fara að læra alveg strax, þá ákvað ég að skella inn nokkrum hugleiðinugm á þessum vettvangi.
Það sem verið hefur mest í umræðunni undanfarið er blessaða stjórnlagaþingið, eða þá ógilding þess.
Í stuttu máli, má segja að fólk kenni hvort öðru um, sá sem er í einum flokki segir eitt og sá i hinum flokkinum segir annað. Einum finnst þetta asnalegt og vill ekki vera með og annar skilur ekkert í neinu, langaði bara að vera með en svo er allt komið í rugl. Við erum sem sagt að haga okkur nákvæmlega eins og við bönnum börnunum okkar að haga sér.

Við tölum illa um náungann, ljúgum, plötum, förum ekki eftir leikreglum og allir hugsa bara um rassinn á sjálfum sér.
Ef svona ástand væri ríkjandi í skólastofu, eða innan ákveðins hóps grunn-eða leikskólabarna, þá væri búið að senda fullt af pósti heim og halda marga fundi. Sennilega væri einnig búið að boða foreldra þeirra, sem oftast ættu upptökin af slagsmálunum, marg oft á fund. Því svona ástand má ekki vera í skólum landsins.

En svona ástand hefur ríkt í okkar þjóðfélagi í mörg ár.

Alþingismennirnir sem kjörnir eru af okkur hinum (já og af sjálfum sér líka) hætta að vinna fyrir þjóðina og fara að vinna á móti hvorum öðrum um leið og fæti er stigiðinn í hið háa Alþingi. Eða svo virðist að minnsta kosti vera.

Ríkisstjórnir er kosin af almenningi og einnig allir óbreittir þingmenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Allt þetta fólk á að vinna að heilindum fyrir land og þjóð. Það á að taka vel ígrundaðar ákvarðanir og það á að taka afstöðu til ALLRA mála...að sitja hjá finnst mér að ætti ekki að vera í boði. Eða höfum við eitthvað með fólk að gera inn á þingi sem er "alveg sama" eða hefur ekki skoðun á málum???

Já og þetta með stjórnlagaþingið; í upphafi skal endirinn skoða, segir máltækið. Þetta virðist hafa klikkað eitthvað, sem er reyndar með ólíkindum. Einhverra hluta vegna datt manni nú ekki í hugað farði yrði af stað með jafn dýra og viðamikla framkvæmd, eins og stjórnlagaþingskosningar, án þess að lagaleg umgjörð væri skýr og pottþétt. Eða áttu þetta að vera ómerkilegri kosningar en aðrar kosningar?

Ég tók þá ákvörðun frekar snemma að taka ekki þátt í kosningu til stjórnlagaþings. Ekki vegna þess að ég væri á móti lýðræðislegum kosningum (eins og sumir sögðu um þá sem kusu að kjósa ekki) heldur vegna þess að mér fannst framkvæmdin öll á þessu frekar undarleg. Það var svolítið eins og þessu væri bara hent fram mest til að róa fólk og dreifa huga fólks. Kannski átti að reyna að draga athygli fólks frá þeirri staðreynd að AGS (IMF) stjórni talsvert meiru hér á landi en fólk almennt rennir grun í.
Það er heldur ekki stjórnarskránni að kenna hvernig komið er fyrir þjóðinni, auðvitað má eflaust laga hana eitthvað, en best væri að byrja á að fara eftir henni áður en rokið er í að semja nýja. Eða eigum við alltaf bara að breyta þeim lögum sem ekki er farið eftir?

Það virðist brenna hvað mest á þjóðinni að fá auðlindir landsins aftur í þjóðareign. Eðlilega. En þegar við kjósum flokk sem leggur áherslu á að einka(vina)væða allt, færast eignir yfir á hendur fárra.

Það hefur verið starfandi stjórnarskrárnefnd síðan 1944 (með smá mannabreytingum) og sú nefnd hefur lagt fram breytingar. Og það ætti að vera í höndum þeirrar nefndar að leggja fram breytingatillögur sem mætti svo kjósa um ef þurfa þykir.
Ef stjórnarskrárnefnd þætti ástæða til að boða til stjórnlagaþings til að breyta stjórnarskránni, þá gott og vel. En þá ætti það líka að vera vel undirbúið hvernig staðið væri að því, frá UPPHAFI TIL ENDA. Þetta er ferli sem ætti að taka um ár.
Einnig er þetta eitt af því, sem má alveg bíða þar til að þjóðin hefur náð að krafla sig upp úr mestu efnahagslægðinni...ég hygg að minnsta kosti að þessi milljarður hafi verið betur settur í heilbrigðis- eða menntakerfið.

Kannski ættum við bara að leggja meiri áherslu á að kenna siðfræði og ekki bara í skólum, heldur í fullorðinsfræðslu líka. Það virðist amk vera fullorðna fólkið sem æðir áfram skarandi elda að eigin köku, skít sama um það þótt að það kvikni í hjá nágrannanum í öllum látunum...

En já, þetta með slúðrið, ég skil bara ekki slúður. Sennilega best að geyma umræðu um slúður þar til næst...fyrst ég missti mig aðeins í stjórnlagaþingsskrifum ;)
Gæti sennilega haldið áfram að skrifa miklu fleiri línur en þið nennið að lesa :)

Till next...adios