Friday, September 29, 2006

Afmæli

Ekki ég núna, nei...heldur hann Kristján minn :)
Og drengurinn orðinn 13 ára!

Íbúðin var full af "gelgju-lykt" og sísvögnum pizzuborðurum...
Ótrúlegt hvað 5 strákar geta borðað mikið af snakki, pizzu og kökum og vera samt að detta í sundur af mjónuskap! Flestir þeirra orðnir stærri (hærri) en ég...en hann Kristján minn er hlýðinn strákur og er ennþá örlítið lægri í loftinu en ég ;)
Er samt ekki viss um að það endist mikið lengra en fram yfir fermingu, ef það gerir það þá.

En þetta afmæli var víst alger snilld, eins og einn strákurinn sagði, enda heyrði maður hlátrarsköllin óma um íbúðina lengi vel...og er það vel :)

Annars er lítið að frétta, ég er bara búin að æsa mig örlítið einu sinni, útaf bílastæðismálum (eða bílastæða-leysis málum) hér við leikskólann...Hvaða fávitum dettur í hug að byggja 150 barna leikskóla og hafa 17 bílastæði fyrir bæði starfsfólk og foreldra?
Skipulagsdeild Akureyrabæjar fær feita falleinkunn hjá mér!

Ég er meira að segja orðin svo þreytt á ástandinu hér fyrir utan, að aldrei hafa hugsanir um flutning sótt jafn hart að mér...

Till next...adios

Saturday, September 16, 2006

Gullkorn

Gullkorn dagsins:
" Í gamladaga voru bara til ömmur"

Þetta gullkorn var í boði Mikaels Huga ;)

Afskaplega er maður samt latur við að skrifa niður svona gullkorn, sem bókstaflega falla úr munni hans á hverjum degi, og oft mörg á dag...

Í sumar þegar við vorum á leiðinni til Egilsstaða, og vorum að keyra yfir Víkurskarðið, þá sá hann nokkrar kindur þar á beit í þoku og rigningu. Þá varð honum að orði:
"Mamma, rosalega eru kindurnar heppnar að vera í svona ullarpeysum".

Annars er frekar tíðindalítið af þessu heimili, svona af afstöðnum göngum og réttum (sem eru náttúrulega efni í annan og miklu lengri pistil)...
mér hefur ekki ennþá tekist að týna kattarræflinum sem ég er að passa (úps...sennilega á eigandinn eftir að lesa þetta...) henni líkar sennilega bara ekkert rosalega illa að ver hér.
Mér finnst einna verst hvað strákarnir rífast mikið um hana! Vilja helst halda á henni báðir í einu! En nei...ég ætla samt ekki að halda eftir 2 kettlingum handa þeim eftir að hún gýtur!!!
Svo ennþá auglýsi ég eftir tilvonandi kattareigendum :)

Spaugstofan er víst byrjuð...

Till next...adios

Tuesday, September 05, 2006

Kattar(f)árið

Jammm...það er nefnilega það, nú er kominn köttur í ból bjarnar...eða í sófann minn :)
Ég tók að mér að passa læðu í eitt ár, og þar sem hún hafði lent í einhverjum óregluhögnum fyrir einhverju síðan, þá eru miklar líkur á að hún fjölgi sér á komandi vikum!
En þetta er voða pen, lítil og sæt læða og vona ég bara að einhver atvinnu góðmenni séu þarna úti sem vilja taka að sér litla kettlinga :)
Er farin að taka niður pantanir......hehe

Það var aðalfundur hjá Freyvangsleikhúsinu sl. laugardagskvöld, fór þessi fundur alveg sérstaklega vel fram, þar sem ég og Sverrir bró og Iggó ekki bró vorum kosin til áframhaldandi stjórnarsetu.
Einnig var varastjórnin kosin áfram óbreytt...

Svo nú eru spennandi tímar framundan í leikhúsinu, Kardemommubærinn verður sýndur tvær helgar í október, Kabarett (í öruggri stjórn minni...hehehe) verður sennilega í byrjun nóvember og svo farið af stað með leikrit eftir áramót.

Vil nota tækifærið og hvetja alla áhugasama að vera með :)

Muna svo að kjósa Magna í kvöld....;)

Till next...adios